Fresta framkvæmdum við öldrunarheimili Sveinn Arnarsson skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Hlíð á Akureyri er stærsta öldrunarheimili Norðurlands með um 140 íbúa á níu deildum. Endurbætur eru brýnar á tveimur deildum. Fréttablaðið/Heiða Fyrirhuguðum framkvæmdum við Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) verður frestað og ekki verður farið í endurbætur á tveimur deildum öldrunarheimilanna á næsta ári eins og stóð til. Forstöðumaður ÖA telur endurbæturnar aðkallandi því húsnæðið sé barn síns tíma. „Stækka þarf einstaklingsrými og endurnýja öll baðherbergi að þeim lágmarksstærðum sem gilda í dag,“ segir Halldór Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður ÖA. „Fara þarf í heildarendurnýjun á hverri íbúðareiningu svo íbúar hafi eigin snyrtingar sem gera ráð fyrir aðgengi hjálpartækja. Núverandi bað- og snyrtiaðstaða og aðgengi er erfitt, auk þess sem baðaðstaða í 18 baðherbergjum íbúa er ekki að nýtast þeim vegna erfiðleika með aðgengi og leka í gólfi eða vegg.“ Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Öldrunarheimili Akureyrar reka tvö heimili fyrir alls 188 íbúa. Framkvæmdirnar voru áætlaðar á tveimur af elstu álmum stofnunarinnar. „Fyrir íbúa, aðstandendur og starfsfólk eru endurbæturnar löngu tímabærar, enda húsnæðið upphaflega hannað fyrir mjög sjálfstæða einstaklinga. Húsnæðið er nú nýtt af íbúum sem þurfa hjúkrun og aðstoð við ólík verkefni,“ segir Halldór og segir þarft að breyta húsnæðinu sem fyrst. „Nægir í þessu efni að vísa til þess að Framkvæmdasjóður aldraðra hefur veitt framlag sitt vegna hluta af endurbótunum, vegna þess að þær teljast og metast vera mjög þarfar og í forgangi.“ Á síðasta fund velferðarráðs Akureyrar mætti formaður bæjarráðs til að ræða þessar framkvæmdir. Eftir umræður á fundinum var bent á að samkvæmt framkvæmdaáætlun bæjarins er endurbótum slegið á frest. Hins vegar hefur engin framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár verið samþykkt og fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár liggur enn ósamþykkt í bæjarstjórn. Því er ekki hægt að sjá afstöðu nefndarinnar til endurbóta á húsakosti ÖA. „Nú er unnið að því að skoða rekstur Öldrunarheimila Akureyrar og á meðan sú heildarendurskoðun er í gangi þykir okkur ekki farsælt að fara í framkvæmdir. KPMG vinnur að þessari skýrslu og von er á þeirri skýrslu innan tíðar,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fyrirhuguðum framkvæmdum við Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) verður frestað og ekki verður farið í endurbætur á tveimur deildum öldrunarheimilanna á næsta ári eins og stóð til. Forstöðumaður ÖA telur endurbæturnar aðkallandi því húsnæðið sé barn síns tíma. „Stækka þarf einstaklingsrými og endurnýja öll baðherbergi að þeim lágmarksstærðum sem gilda í dag,“ segir Halldór Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður ÖA. „Fara þarf í heildarendurnýjun á hverri íbúðareiningu svo íbúar hafi eigin snyrtingar sem gera ráð fyrir aðgengi hjálpartækja. Núverandi bað- og snyrtiaðstaða og aðgengi er erfitt, auk þess sem baðaðstaða í 18 baðherbergjum íbúa er ekki að nýtast þeim vegna erfiðleika með aðgengi og leka í gólfi eða vegg.“ Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Öldrunarheimili Akureyrar reka tvö heimili fyrir alls 188 íbúa. Framkvæmdirnar voru áætlaðar á tveimur af elstu álmum stofnunarinnar. „Fyrir íbúa, aðstandendur og starfsfólk eru endurbæturnar löngu tímabærar, enda húsnæðið upphaflega hannað fyrir mjög sjálfstæða einstaklinga. Húsnæðið er nú nýtt af íbúum sem þurfa hjúkrun og aðstoð við ólík verkefni,“ segir Halldór og segir þarft að breyta húsnæðinu sem fyrst. „Nægir í þessu efni að vísa til þess að Framkvæmdasjóður aldraðra hefur veitt framlag sitt vegna hluta af endurbótunum, vegna þess að þær teljast og metast vera mjög þarfar og í forgangi.“ Á síðasta fund velferðarráðs Akureyrar mætti formaður bæjarráðs til að ræða þessar framkvæmdir. Eftir umræður á fundinum var bent á að samkvæmt framkvæmdaáætlun bæjarins er endurbótum slegið á frest. Hins vegar hefur engin framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár verið samþykkt og fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár liggur enn ósamþykkt í bæjarstjórn. Því er ekki hægt að sjá afstöðu nefndarinnar til endurbóta á húsakosti ÖA. „Nú er unnið að því að skoða rekstur Öldrunarheimila Akureyrar og á meðan sú heildarendurskoðun er í gangi þykir okkur ekki farsælt að fara í framkvæmdir. KPMG vinnur að þessari skýrslu og von er á þeirri skýrslu innan tíðar,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira