Innlent

Björguðu þremur piltum á Eyjafjarðarleið

Mennirnir voru allir heilir á húfi.
Mennirnir voru allir heilir á húfi. vísir/vilhelm
Björgunarsveitarmenn Landsbjargar komu undir morgun með þrjá 19 ára pilta til byggða, sem farið var að sakna í gærkvöldi, og voru þeir  heilir á húfi. Þerir höfðu ætlað upp á svonefnda Eyjafjarðarleið, en ísinn á Hnjúkakvísl brotnaði undan bílnum og skemmdist hann svo mikið að hann var ekki gangfær eftir það.

Ekki er heldur símasamband á þessum slóðum og hófst leit að þeim á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þeim var orðið nokkuð kalt þegar þeir fundust, en að öðru leiti heilir á húfi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×