Innlent

Lífstíðardómur yfir skipstjóranum staðfestur

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Hæstiréttur í Suður-Kóreu staðfesti í dag lífstíðardóm yfir skipstjóra ferjunnar Sewol, sem sökk undan ströndum eyjarinnar Jindo í apríl á síðasta ári. Alls létust 304 þegar bátnum hvolfdi, flestir þeirra framhaldsskólanemar í skólaferðalagi.

Skipstjórinn, Lee Jun Seok, var í nóvember dæmdur í þrjátíu og sex ára fangelsi fyrir vanrækslu í starfi. Lee er á sjötugsaldri og jafngilti dómurinn því lífstíðarfangelsi. Saksóknarar áfrýjuðu þó málinu og var Lee í apríl dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir manndráp. Þeir kröfðust þess að hann yrði tekinn af lífi, en hann yfirgaf ferjuna vitandi að farþegarnir myndu farast.

Fimmtán skipverjum var stefnt og fengu þrír hæst settu fimmtán til þrjátíu ára fangelsisdóma en hinir fimm til tíu ár. Dómurinn sagði þá hafa sýnt af sér vítavert gáleysi þegar þeir yfirgáfu skipið, eftir að hafa ráðlagt farþegum að halda kyrru fyrir í káetum sínum.


Tengdar fréttir

Skipstjóri í lífstíðarfangelsi

Áfrýjunardómstóll í Suður-Kóreu hefur þyngt dóm yfir Lee Joon-Seok, skipstjóra Sewol-ferjunnar sem sökk undan strönd Suður-Kóreu í apríl í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×