Sport

Stjarnan Norðurlandameistari í fimleikum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stjarnan fyrir lokagreinina.
Stjarnan fyrir lokagreinina. vísir/frjálsíþróttasambandið
Stjarnan varð Norðurlandameistari í fimleikum í kvennaflokki í Vodafone-höllinni í dag, en Íslandsmeistararnir sýndu magnaða takta.

Stjarnan fékk 17,530 stig fyrir trampólín æfingarnar og gólfæfingarnar voru enn betri og Garðbæingarnir fengu 22,533 stig þar.

Í þriðju og síðustu greininni, æfingum á dýnu, var Stjarnan í öðru sæti áður en þær gengu inn á gólfið og þurftu þær 16,768 stig til þess að tryggja sér titilinn. Þær gerðu enn betur og fengu 18,050 stig og fögnuðurinn eftir því. Frábær árangur.

Örebro frá Svíþjóð varð í öðru sæti með 56,650 stig og Högenås frá Svíþjóð lenti í þriðja sæti með 55,700 stig.

Annað íslenskt lið var einnig við keppni á mótinu, Gerpla, en þær unnu síðustu tvö Norðurlandamót. Það sem varð Gerplu að falli voru æfingar á dýnu, en Gerpla endaði í fjórða sætinu þrátt fyrir góða byrjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×