Stjórnarflokkarnir klofnir í afstöðu til sölu Landsbankans Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2015 19:15 vísir/andri marinó Andstaða er innan Framsóknarflokksins við áform fjármálaráðherra um sölu á 30 prósenta eignarhlut í Landsbankanum eins og gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Fjármálaráðherra telur almennt ekki gott að ríkið sé ráðandi aðili á fjármálamarkaði eins og það verður þegar Íslandsbanki verður einnig kominn í ríkiseign. Ágreiningur stjórnarflokanna um framtíð Landsbankans kom vel í ljós í sérstökum umræðum um sölu ríkisins á hlut í bankanum á Alþingi í dag.Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.VísirÁsta Guðrún Helgadóttir varaþingmaður Pírata hóf umræðu um einkavæðingu Landsbankans á Alþingi í dag og rifjaði upp hvernig fór síðast þegar íslensku ríkisbankarnir voru einkavæddir. „Afstaða ríkisstjórnarinnar hefur ekki verið nægjanlega skýr hingað til þegar kemur að því hvort, hvenær eða hvernig á að einkavæða hlut ríkisins í Landsbankanum. Því vil ég spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra hvort standi til að selja hluti ríkisins í Landsbankanu. En ríkið á nú 98 prósent í bankanum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra minnti á að Bankasýslan væri með tillögur í þessum efnum í undirbúningi varðandi sölu á 30 prósenta hlut ríkisins í bankanum. En Alþingi hefur veitt heimild til þess nokkur undanfarin ár og óskað er eftir slíkri heimild fyrir fjárlög næsta árs. „Mínar hugmyndir og það sem ríkisstjórnin hefur verið að ræða eru að Landsbankinn verði áfram í ríkiseigu að verulegu leyti. Ég hef talað fyrir því að ríkið haldi á 40 prósenta hlut. Að örðu leyti verði bankinn í dreifðu eignarhaldi,“ sagði Bjarni.Ásmundur Einar segir nauðsynlegt að svara mörgum spurningum áður en til sölu komi á hlut í bankanum.Vísir/PjeturTveir þungaviktarmenn Framsóknarflokksins eru hins vegar allt annarrar skoðunar en fjármálaráðherra. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar minnti á að hlutabréf í Arion banka væru til sölu um þessar mundir. „En í ljósi aðstæðna virðist alls ekki vera tímabært fyrir ríkissjóð að selja 30 prósenta hlut ríkisins (í Landsbankanum) á næsta ári og alls ekki ef ætlunin er að fá viðunandi verð fyrir eignarhlutinn. Það er óhætt að fullyrða að framboð á hlutabréfum í bönkum hefur aldrei verið meira en einmitt nú og við þær aðstæður getur ríkið ekki búist við að fá viðunandi verð,“ sagði Frosti. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir nauðsynlegt að svara mörgum spurningum áður en til sölu komi á hlut í bankanum. „Ætlum við ekki að ráðast í aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingabanka sem nú er orðið stefna allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Allra stjórnmálaflokka eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ætlum við áfram að bjóða upp á verðtryggt fjármálakerfi fyrir fjármálamarkaðina og bankana? Við þurfum að fara fyrst í þessi atriði og þegar við erum búin að svara því hvernig við ætlum að leysa þessi mál er orðið tímabært að tala um það með hvaða hætti eignarhaldinu er best háttað á bönkunum,“ sagði Ásmundur Einar Daðason. Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Andstaða er innan Framsóknarflokksins við áform fjármálaráðherra um sölu á 30 prósenta eignarhlut í Landsbankanum eins og gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Fjármálaráðherra telur almennt ekki gott að ríkið sé ráðandi aðili á fjármálamarkaði eins og það verður þegar Íslandsbanki verður einnig kominn í ríkiseign. Ágreiningur stjórnarflokanna um framtíð Landsbankans kom vel í ljós í sérstökum umræðum um sölu ríkisins á hlut í bankanum á Alþingi í dag.Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata.VísirÁsta Guðrún Helgadóttir varaþingmaður Pírata hóf umræðu um einkavæðingu Landsbankans á Alþingi í dag og rifjaði upp hvernig fór síðast þegar íslensku ríkisbankarnir voru einkavæddir. „Afstaða ríkisstjórnarinnar hefur ekki verið nægjanlega skýr hingað til þegar kemur að því hvort, hvenær eða hvernig á að einkavæða hlut ríkisins í Landsbankanum. Því vil ég spyrja hæstvirtan fjármálaráðherra hvort standi til að selja hluti ríkisins í Landsbankanu. En ríkið á nú 98 prósent í bankanum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra minnti á að Bankasýslan væri með tillögur í þessum efnum í undirbúningi varðandi sölu á 30 prósenta hlut ríkisins í bankanum. En Alþingi hefur veitt heimild til þess nokkur undanfarin ár og óskað er eftir slíkri heimild fyrir fjárlög næsta árs. „Mínar hugmyndir og það sem ríkisstjórnin hefur verið að ræða eru að Landsbankinn verði áfram í ríkiseigu að verulegu leyti. Ég hef talað fyrir því að ríkið haldi á 40 prósenta hlut. Að örðu leyti verði bankinn í dreifðu eignarhaldi,“ sagði Bjarni.Ásmundur Einar segir nauðsynlegt að svara mörgum spurningum áður en til sölu komi á hlut í bankanum.Vísir/PjeturTveir þungaviktarmenn Framsóknarflokksins eru hins vegar allt annarrar skoðunar en fjármálaráðherra. Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar minnti á að hlutabréf í Arion banka væru til sölu um þessar mundir. „En í ljósi aðstæðna virðist alls ekki vera tímabært fyrir ríkissjóð að selja 30 prósenta hlut ríkisins (í Landsbankanum) á næsta ári og alls ekki ef ætlunin er að fá viðunandi verð fyrir eignarhlutinn. Það er óhætt að fullyrða að framboð á hlutabréfum í bönkum hefur aldrei verið meira en einmitt nú og við þær aðstæður getur ríkið ekki búist við að fá viðunandi verð,“ sagði Frosti. Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir nauðsynlegt að svara mörgum spurningum áður en til sölu komi á hlut í bankanum. „Ætlum við ekki að ráðast í aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingabanka sem nú er orðið stefna allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi. Allra stjórnmálaflokka eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins. Ætlum við áfram að bjóða upp á verðtryggt fjármálakerfi fyrir fjármálamarkaðina og bankana? Við þurfum að fara fyrst í þessi atriði og þegar við erum búin að svara því hvernig við ætlum að leysa þessi mál er orðið tímabært að tala um það með hvaða hætti eignarhaldinu er best háttað á bönkunum,“ sagði Ásmundur Einar Daðason.
Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira