Skólastjórar bjartsýnni en háskólakennarar Óli Kristján Ármannsson skrifar 3. nóvember 2015 08:00 Fari allt á versta veg gætu einhverjir komið að lokuðum dyrum í háskólum landsins þegar kemur að prófatíð í desember. Prófessorar við ríkisháskóla undirbúa atkvæðagreiðslu um aðgerðir. visir/anton Vonir standa til þess að samningi verði náð í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Skólastjórafélag Íslands í Karphúsinu á morgun. Skólastjórar, sem ekki hafa verkfallsrétt, eru orðnir afar langeygir eftir samningi og hafa rætt bæði uppsagnir og skærur vegna stöðunnar. Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, staðfestir að viðræður við samninganefnd sveitarfélaganna hafi tekið kipp síðasta föstudag, eftir nokkurn hægagang.Svanhildur María Ólafsdóttir„Við vorum langt komin með viðræður í framhaldi af gerðardómi í ágúst, en síðan þegar SALEK-viðræðurnar fóru af stað varð ákveðið stopp í viðræðum,“ segir hún. Núna fyrir helgi hafi hins vegar hafist á ný vinna við að reyna að ljúka samningum. „Og horfði nú kannski ekki alveg vel fyrsta kastið, en við náðum munnlegu samkomulagi á föstudaginn sem við munum ganga frá í þessari viku.“ Svanhildur segist því gera sér vonir um að ljúka málinu á næsta samningafundi, sem er á morgun, miðvikudag. Á morgun funda líka með samninganefnd ríkisins Félag prófessora í ríkisháskólum og Félag háskólakennara. Fyrrnefnda félagið hefur boðað undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun í desember vegna hægagangs við samningagerðina.Jörundur GuðmundssonJörundur Guðmundsson, formaður Félags háskólakennara, segir að á samningafundi fyrir helgi hafi ríkið kynnt ákveðinn ramma sem enn sé til skoðunar hjá félögunum. „Við erum bara að skoða það og stilla okkur saman. Það voru nokkur félög sem ekki voru með þessum átján í BHM og erum við núna að byrja að tala um okkar sérmál.“ Innan rammans sem kynntur hafi verið segir Jörundur að finna hluta af því sem samið hafi verið um í SALEK-samkomulaginu. Hvort líklegt sé að þarna sé kominn grundvöllur til þess að ljúka samningum segir Jörundur ekki enn hægt að segja nokkuð um. Félögin þurfi ráðrúm til að meta stöðuna. „En óneitanlega er þetta erfið staða eftir að BHM felldi þetta [SALEK] samkomulag og svo eru félög utan við það sem eru ekki í gerðardómsmálinu,“ segir Jörundur. Ólíkt Félagi prófessora hafa háskólakennarar enn ekkert ályktað eða lagt fyrir stjórn, eða félagsfund, um mögulegar verkfallsaðgerðir. Fundinn á morgun segir Jörundur hins vegar kunna að ráða einhverju um framhaldið hvað slíkt varðar. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Vonir standa til þess að samningi verði náð í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga við Skólastjórafélag Íslands í Karphúsinu á morgun. Skólastjórar, sem ekki hafa verkfallsrétt, eru orðnir afar langeygir eftir samningi og hafa rætt bæði uppsagnir og skærur vegna stöðunnar. Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, staðfestir að viðræður við samninganefnd sveitarfélaganna hafi tekið kipp síðasta föstudag, eftir nokkurn hægagang.Svanhildur María Ólafsdóttir„Við vorum langt komin með viðræður í framhaldi af gerðardómi í ágúst, en síðan þegar SALEK-viðræðurnar fóru af stað varð ákveðið stopp í viðræðum,“ segir hún. Núna fyrir helgi hafi hins vegar hafist á ný vinna við að reyna að ljúka samningum. „Og horfði nú kannski ekki alveg vel fyrsta kastið, en við náðum munnlegu samkomulagi á föstudaginn sem við munum ganga frá í þessari viku.“ Svanhildur segist því gera sér vonir um að ljúka málinu á næsta samningafundi, sem er á morgun, miðvikudag. Á morgun funda líka með samninganefnd ríkisins Félag prófessora í ríkisháskólum og Félag háskólakennara. Fyrrnefnda félagið hefur boðað undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun í desember vegna hægagangs við samningagerðina.Jörundur GuðmundssonJörundur Guðmundsson, formaður Félags háskólakennara, segir að á samningafundi fyrir helgi hafi ríkið kynnt ákveðinn ramma sem enn sé til skoðunar hjá félögunum. „Við erum bara að skoða það og stilla okkur saman. Það voru nokkur félög sem ekki voru með þessum átján í BHM og erum við núna að byrja að tala um okkar sérmál.“ Innan rammans sem kynntur hafi verið segir Jörundur að finna hluta af því sem samið hafi verið um í SALEK-samkomulaginu. Hvort líklegt sé að þarna sé kominn grundvöllur til þess að ljúka samningum segir Jörundur ekki enn hægt að segja nokkuð um. Félögin þurfi ráðrúm til að meta stöðuna. „En óneitanlega er þetta erfið staða eftir að BHM felldi þetta [SALEK] samkomulag og svo eru félög utan við það sem eru ekki í gerðardómsmálinu,“ segir Jörundur. Ólíkt Félagi prófessora hafa háskólakennarar enn ekkert ályktað eða lagt fyrir stjórn, eða félagsfund, um mögulegar verkfallsaðgerðir. Fundinn á morgun segir Jörundur hins vegar kunna að ráða einhverju um framhaldið hvað slíkt varðar.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira