Greiðslur til Þjóðkirkjunnar eigi ekki heima á fjárlögum Una Sighvatsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 19:00 Gísli Jónasson prestur í Breiðholtskirkju og formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings segir að á meðan greiðslur til þjóðkirkjunnar séu hafðar á fjárlögum en ekki ríkisreikningi borgi sig ekki fyrir kirkjuna að afla sér sértekna. Fréttablaðið greindi frá því í dag að á kirkjuþingi hafi komið til umræðu að kirkjan aflaði sér tekna, til dæmis með skógrækt á prestjörðum. Formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings hafi hinsvegar sagt að það borgaði sig ekki í núverandi umhverfi því refsað væri fyrir slíka tekjuöflun með skerðingu á fjárlögum. „Á meðan við erum í fjárlagaumhverfi og erum meðhöndluð eins og hver önnur stofnun þá koma svona sértekjur til frádráttar," sagði Gísli á kirkjuþingi og bætti við: „Þannig að það þarf að passa það alveg sérstaklega í öllu reikningshaldi að sýna ekki sértekjur því þær eru bara mínusaðar frá fjárveitingunni."Eignasala eins og að pissa í skóinn Þegar fréttastofa bað séra Gísla að útskýra þessi orð nánar í dag sagði hann að kirkjan hafi tekið á sig tekjuskerðingu eftir hrun og reynt að draga úr högginu með því að selja eignir. „En þá hefur veirð tilhneiging hjá ríkisvaldinu til þess að skerða þá bara fjárveitingarnar á móti árið eftir, reikna þetta sem sértekjur og gera þá ráð fyrir að kirkjan geti þá bara haldið áfram að selja ennþá meiri eignir og svo framvegis. Sem er bara eins og að pissa í skóinn sinn." Gísli segir að kirkjujarðasamkomulaginu svo kallaða, milli ríkis og kirkju, sé ekki fylgt með réttu á meðan greiðslurnar séu afgreiddar á fjárlögum. „Það hefur verið svolítið rugl í gangi. Kirkjan gekkst undir niðurskurð og gaf afslátt, í raun og veru, af sínum tekjum samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu fyrstu árin eftir hrun. En nú þykir mönnum að nóg sé komið og verði að stefna að því aftur að efna þetta samkomulag." Hann dregur upp einfalda líkingu til að setja málið í samhengi. „Í raun og veru er þetta hliðstætt við það að ég seldi þér íbúð sem þú ættir að borga mér afborganir af en svo kæmir þú og segðist ætla að lækka afborgunina til mín á næsta ári, vegna þess að ég hefði haft aðrar tekjur."Eigi betur heima á ríkisreikningi Greiðslur ríkisins til þjóðkirkjunnar eigi því ekki heima í fjárlögum, heldur á ríkisreikningi. Á meðan hún er á fjárlögum séu eki forsendur fyrir kirkjuna að afla sér sértekna. „Í raun og veru er ríkið bara að borga afborgun af ákveðnum kaupsamningi og það á auðvitað ekkert heima í fjárlögum. Aðrir kaupsamningar ríkisins eru þar ekki, þeir eru bara á ríkisreikningnum og þar á þetta kirkjujarðasamkomulag og greiðslurnar samkvæmt því heima." Gísli segist binda vonir við að málin komist brátt á hreint þar sem viðræður séu nú að hefjast milli ríkis og kirkju um þetta fyrirkomulag. Tengdar fréttir Embættismenn eða boðberar? Kirkjuþing samþykkti tillögur starfshóps sem vill setja 150 milljónir króna í fjölgun í þjóðkirkjunni. Kirkjan er sögð eiga að taka frumkvæði í umræðu í samfélaginu. 31. október 2015 08:00 Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur Í umræðum um fjármál þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi lögðu tveir prestar til að aflað yrði meiri sértekna. Formaður fjárhagsnefndar þingsins varaði við því þar sem það myndi leiða til skerts framlags úr ríkissjóði vegna fjárlaga. 7. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í dag að á kirkjuþingi hafi komið til umræðu að kirkjan aflaði sér tekna, til dæmis með skógrækt á prestjörðum. Formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings hafi hinsvegar sagt að það borgaði sig ekki í núverandi umhverfi því refsað væri fyrir slíka tekjuöflun með skerðingu á fjárlögum. „Á meðan við erum í fjárlagaumhverfi og erum meðhöndluð eins og hver önnur stofnun þá koma svona sértekjur til frádráttar," sagði Gísli á kirkjuþingi og bætti við: „Þannig að það þarf að passa það alveg sérstaklega í öllu reikningshaldi að sýna ekki sértekjur því þær eru bara mínusaðar frá fjárveitingunni."Eignasala eins og að pissa í skóinn Þegar fréttastofa bað séra Gísla að útskýra þessi orð nánar í dag sagði hann að kirkjan hafi tekið á sig tekjuskerðingu eftir hrun og reynt að draga úr högginu með því að selja eignir. „En þá hefur veirð tilhneiging hjá ríkisvaldinu til þess að skerða þá bara fjárveitingarnar á móti árið eftir, reikna þetta sem sértekjur og gera þá ráð fyrir að kirkjan geti þá bara haldið áfram að selja ennþá meiri eignir og svo framvegis. Sem er bara eins og að pissa í skóinn sinn." Gísli segir að kirkjujarðasamkomulaginu svo kallaða, milli ríkis og kirkju, sé ekki fylgt með réttu á meðan greiðslurnar séu afgreiddar á fjárlögum. „Það hefur verið svolítið rugl í gangi. Kirkjan gekkst undir niðurskurð og gaf afslátt, í raun og veru, af sínum tekjum samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu fyrstu árin eftir hrun. En nú þykir mönnum að nóg sé komið og verði að stefna að því aftur að efna þetta samkomulag." Hann dregur upp einfalda líkingu til að setja málið í samhengi. „Í raun og veru er þetta hliðstætt við það að ég seldi þér íbúð sem þú ættir að borga mér afborganir af en svo kæmir þú og segðist ætla að lækka afborgunina til mín á næsta ári, vegna þess að ég hefði haft aðrar tekjur."Eigi betur heima á ríkisreikningi Greiðslur ríkisins til þjóðkirkjunnar eigi því ekki heima í fjárlögum, heldur á ríkisreikningi. Á meðan hún er á fjárlögum séu eki forsendur fyrir kirkjuna að afla sér sértekna. „Í raun og veru er ríkið bara að borga afborgun af ákveðnum kaupsamningi og það á auðvitað ekkert heima í fjárlögum. Aðrir kaupsamningar ríkisins eru þar ekki, þeir eru bara á ríkisreikningnum og þar á þetta kirkjujarðasamkomulag og greiðslurnar samkvæmt því heima." Gísli segist binda vonir við að málin komist brátt á hreint þar sem viðræður séu nú að hefjast milli ríkis og kirkju um þetta fyrirkomulag.
Tengdar fréttir Embættismenn eða boðberar? Kirkjuþing samþykkti tillögur starfshóps sem vill setja 150 milljónir króna í fjölgun í þjóðkirkjunni. Kirkjan er sögð eiga að taka frumkvæði í umræðu í samfélaginu. 31. október 2015 08:00 Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur Í umræðum um fjármál þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi lögðu tveir prestar til að aflað yrði meiri sértekna. Formaður fjárhagsnefndar þingsins varaði við því þar sem það myndi leiða til skerts framlags úr ríkissjóði vegna fjárlaga. 7. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Embættismenn eða boðberar? Kirkjuþing samþykkti tillögur starfshóps sem vill setja 150 milljónir króna í fjölgun í þjóðkirkjunni. Kirkjan er sögð eiga að taka frumkvæði í umræðu í samfélaginu. 31. október 2015 08:00
Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur Í umræðum um fjármál þjóðkirkjunnar á kirkjuþingi lögðu tveir prestar til að aflað yrði meiri sértekna. Formaður fjárhagsnefndar þingsins varaði við því þar sem það myndi leiða til skerts framlags úr ríkissjóði vegna fjárlaga. 7. nóvember 2015 07:00