Ráðlagt á kirkjuþingi að sýna ekki sértekjur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. nóvember 2015 07:00 Séra Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, benti þingheimi á að sértekjur gætu komið til frádráttar á ríkisframlagi. Fréttablaðið/Valli Tillögum tveggja presta á kirkjuþingi í október um að þjóðkirkjan aflaði sér meiri eigin tekna var fálega tekið af formanni fjárhagsnefndar kirkjuþingsins sem taldi að þá myndi framlag úr ríkissjóði minnka á móti. Það var í umræðum um fjármál kirkjunnar sem séra Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, og séra Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur á Selfossi, vöktu máls á því að þjóðkirkjan hefði möguleika til þess að skapa sjálfri sér tekjur. „Ég er aðeins með smá hugleiðingar um hvar sú vinna stendur og hvort það sé svona aðeins verið að ræða það hvort kirkjan geti ekki farið í meiri rekstur, aflað tekna. Mér er þetta mjög hugleikið af því, og ég hef haft orð á því áður, að það eru svo ótrúlega mörg tækifæri í gangi sem gætu flokkast undir auknar tekjur fyrir okkur, sem við sköpum sjálf,“ sagði séra Vigfús. Fyrir sitt leyti sagðist séra Guðbjörg hafa eina tillögu: „Skógrækt er tekjumöguleiki,“ sagði hún.Séra Vigfús Bjarni Albertsson.Séra Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, sagði þessi mál örugglega til skoðunar. „En á meðan við erum í þessu umhverfi sem við erum í núna, og vonandi losnum út úr, þá þurfum við hins vegar að passa okkur bara á einu: á meðan við erum í fjárlagaumhverfi og erum meðhöndluð eins og hver önnur stofnun þá koma allar svona sértekjur til frádráttar,“ varaði Gísli við og undirstrikaði það frekar: „Þannig að það þarf að passa það alveg sérstaklega í öllu reikningshaldi að sýna ekki sértekjur því þær eru bara mínusaðar frá fjárveitingunni,“ ráðlagði formaður fjárhagsnefndar þingheimi. Hann benti enn fremur á að í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er reiknað með nærri 230 milljóna króna sértekjum í þeim lið sem merktur er þjóðkirkjunni og Biskupsstofu. Þeim lið í frumvarpinu mótmælti Agnes M. Sigurðardóttir biskup í bréfi til alþingismanna í október.Agnes M. Sigurðardóttir biskup.„Það skal áréttað að þjóðkirkjan mun ekki hafa sértekjur á árinu 2016,“ segir í bréfi biskups. Kirkjan telji að ákvæði samnings síns við ríkið sé skýrt um að sértekjur eigi ekki að lækka skuldbindingar ríkisins gagnvart kirkjunni. „Þannig að þetta er ekkert alveg svona einfalt,“ sagði séra Gísli. „Að minnsta kosti á meðan við erum í þessu rugli sem við lendum í þegar verið er að blanda þessu í fjárlögin.“ Þar vísaði séra Gísli í mál sem fjárhagsnefnd Kirkjuþings reifaði síðan í nefndaráliti. „Nefndin telur mikilvægt að afgjald ríkisins af kirkjujarðasamkomulaginu verði ekki skráð á fjárlögum sem framlag til þjóðkirkjunnar á fjárlagalið innanríkisráðuneytisins heldur fært í ríkisbókhaldi hjá fjármálaráðuneyti,“ sagði nefndin. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Tillögum tveggja presta á kirkjuþingi í október um að þjóðkirkjan aflaði sér meiri eigin tekna var fálega tekið af formanni fjárhagsnefndar kirkjuþingsins sem taldi að þá myndi framlag úr ríkissjóði minnka á móti. Það var í umræðum um fjármál kirkjunnar sem séra Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur á Landspítalanum, og séra Guðbjörg Arnardóttir, sóknarprestur á Selfossi, vöktu máls á því að þjóðkirkjan hefði möguleika til þess að skapa sjálfri sér tekjur. „Ég er aðeins með smá hugleiðingar um hvar sú vinna stendur og hvort það sé svona aðeins verið að ræða það hvort kirkjan geti ekki farið í meiri rekstur, aflað tekna. Mér er þetta mjög hugleikið af því, og ég hef haft orð á því áður, að það eru svo ótrúlega mörg tækifæri í gangi sem gætu flokkast undir auknar tekjur fyrir okkur, sem við sköpum sjálf,“ sagði séra Vigfús. Fyrir sitt leyti sagðist séra Guðbjörg hafa eina tillögu: „Skógrækt er tekjumöguleiki,“ sagði hún.Séra Vigfús Bjarni Albertsson.Séra Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar kirkjuþings, sagði þessi mál örugglega til skoðunar. „En á meðan við erum í þessu umhverfi sem við erum í núna, og vonandi losnum út úr, þá þurfum við hins vegar að passa okkur bara á einu: á meðan við erum í fjárlagaumhverfi og erum meðhöndluð eins og hver önnur stofnun þá koma allar svona sértekjur til frádráttar,“ varaði Gísli við og undirstrikaði það frekar: „Þannig að það þarf að passa það alveg sérstaklega í öllu reikningshaldi að sýna ekki sértekjur því þær eru bara mínusaðar frá fjárveitingunni,“ ráðlagði formaður fjárhagsnefndar þingheimi. Hann benti enn fremur á að í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er reiknað með nærri 230 milljóna króna sértekjum í þeim lið sem merktur er þjóðkirkjunni og Biskupsstofu. Þeim lið í frumvarpinu mótmælti Agnes M. Sigurðardóttir biskup í bréfi til alþingismanna í október.Agnes M. Sigurðardóttir biskup.„Það skal áréttað að þjóðkirkjan mun ekki hafa sértekjur á árinu 2016,“ segir í bréfi biskups. Kirkjan telji að ákvæði samnings síns við ríkið sé skýrt um að sértekjur eigi ekki að lækka skuldbindingar ríkisins gagnvart kirkjunni. „Þannig að þetta er ekkert alveg svona einfalt,“ sagði séra Gísli. „Að minnsta kosti á meðan við erum í þessu rugli sem við lendum í þegar verið er að blanda þessu í fjárlögin.“ Þar vísaði séra Gísli í mál sem fjárhagsnefnd Kirkjuþings reifaði síðan í nefndaráliti. „Nefndin telur mikilvægt að afgjald ríkisins af kirkjujarðasamkomulaginu verði ekki skráð á fjárlögum sem framlag til þjóðkirkjunnar á fjárlagalið innanríkisráðuneytisins heldur fært í ríkisbókhaldi hjá fjármálaráðuneyti,“ sagði nefndin.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira