Bíó og sjónvarp

Ocean's Eleven verður endurgerð með konum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sandra Bullock verður í aðalhlutverki í nýrri útgáfu af Ocean's Eleven.
Sandra Bullock verður í aðalhlutverki í nýrri útgáfu af Ocean's Eleven. Vísir/Getty
Sandra Bullock mun fara með aðalhlutverkið í nýrri Ocean's Eleven endurgerð þar sem einungis konur verða í ellefu manna teyminu. Þessu greinir The Playlist frá.

George Clooney, sem fór með hlutverk Danny Ocean í kvikmyndunum, mun framleiða myndina. Steven Soderbergh sem leikstýrði Ocean's myndunum stendur einnig að baki myndarinnar. Gary Ross, sem leikstýrt hefur Hunger Games kvikmyndunum, mun leikstýra myndinni. Talið er líklegt að Clooney muni bregða fyrir í kvikmyndinni.

Félagarnir Matt Damon, Brad Pitt, George Clooney og Andy Garcia hafa blómstrað síðan þeir léku í Ocean's Eleven árið 2001.Vísir/Getty
Vinsælt hefur verið að endurgera kvikmyndir og skipta út karlhlutverkum fyrir kvenhlutverk, nýjasta dæmið er Ghostbusters sem væntanleg er á næsta ári. Kristen Wiig, Melissa McCarthy og fleiri gamanleikkonur munu fara með hlutverk í þeirri endurgerð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.