Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki vopnum sínum Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2015 13:52 Bjarni á Landsfundi. Hans býður nú það erfiða verkefni að peppa upp stemmningu á næsta Landsfundi sem haldinn verður um helgina. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð neinum af sínum fyrri vopnum eftir Hrunið. Flokkurinn galt afhroð 2009 með minna en 25% og tókst alls ekki að reisa sig að neinu marki í kosningunum 2013, þrátt fyrir rúmlega fjögurra ára stjórnarandstöðu og ríkisstjórn sem þá sló met í fylgistapi, að minnsta kosti setti S Evrópumet í því,“ segir Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði.Ná ekki að hefja sig yfir 25 prósentNý MMR-könnun var birt í morgun og kemur þá á daginn að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan verið minna, það hrynur frá síðustu könnun, var þá 25 prósent en mælist nú 21,7 prósent. Í sögulegu samhengi er þetta grafalvarleg staða fyrir flokkinn.Grétar Þór prófessor segir þennan fyrrum valdaflokk hafa mátt þola það að mælast með fylgi sitt stöðugt undir 25 prósentum.„Eftir að hafa verið með kannanafylgi milli 24% og 28% frá síðustu kosningum fór heldur að fjara undan flokkum í lok árs 2014 um leið og Píratar byrjuðu að hafa sig til flugs. Fylgið hefur því verið nokkuð stöðugt undir 25% síðan og því er nýjasta könnun á fylginu nokkuð í samræmi við það. Þessi fyrrum valdaflokkur íslenskra stjórnmála (já og kannski ekki fyrrum enn) hefur því mátt þola mjög viðvarandi rýrnun á fylgi eftir hið örlagaríka ár 2008,“ segir Grétar Þór. Þetta, að festast í fylgi í kringum 20 prósentin, hlýtur að vera verulegt áhyggjuefni fyrir gegnheila Sjálfstæðismenn, því eins og Grétar Þór segir, er Sjálfstæðisflokkurinn valdaflokkur og hefur að verulegu leyti sótt fylgi sitt til einmitt þeirrar staðreyndar. Menn sem vilja styðja hinn stærsta kjósa Sjálfstæðisflokkinn einfaldlega vegna þess að hann er stærstur.Bjarni í brúnni í ólgusjóSá sem er í brúnni hlýtur að bera ábyrgðina. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr flokknum þá er verulega óánægja með stjórnarsamstarfið; Framsóknarflokkurinn hefur teymt Sjálfstæðismenn til að samþykkja eitt og annað sem gengur algerlega í berhögg við það sem flokkurinn segist ganga út á og víst er að „Leiðréttingin“ hefur reynst flokknum afskaplega erfið. Bjarni þykir hafa staðið sig vel sem ráðherra og við það að hafa þó haldið stjórnarsamstarfinu saman, því það telja Sjálfstæðismenn mest um vert, að vera í stjórn. En á hinn bóginn er hann gagnrýndur fyrir að ná ekki að víkka flokkinn og þá horfa menn til Evrópumálanna; Bjarni hefur stutt Framsóknarflokkinn hvað varðar einarða Evrópuandstöðu og það mál er umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins. Og snýr þá meðal annars að peningastefnu og krónunni.Löngum hefur það verið svo að samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins hafa mátt gjalda fyrir ríkisstjórnarsamstarfið með fylgi en nú virðist því öfugt farið.Og þá er alveg víst að gamlir valdamenn innan flokksins munu reynast erfiðir gagnrýnendur, nú þegar þeir horfa á fylgi sem er helmingur þess sem þeir máttu venjast á velmektarárum sínum og flokksins.Sjálfstæðisflokkurinn þurft að kyngja ýmsu„Hvað varðar stöðu formannsins er ekki alveg gott að átta sig á því,“ segir Grétar Þór. Þá hvort hann gangi haltur til Landsfundar, nú um næstu helgi. „Eftir að hafa risið úr öskustó frá því fyrir kosningarnar 2013 hefur Bjarna tekist um margt að styrkja sig í sessi. Það var nauðsyn fyrir hann á sínum tíma að mynda stjórn og koma flokknum til valda. Það var lykilatriði. Margt þurfti þó og hefur Sjálfstæðisflokkurinn þurft að svelgja í stjórnarsamstarfinu – ekki síst ýmsar lykilaðgerðir á snærum Framsóknarmanna sem ekki falla beint að stefnu flokksins. Því þarf ekki að koma á óvart að ýmis öfl innan flokksins séu orðin langeygð eftir því að flokkurinn og það sem hann stendur fyrir setji mark sitt á stjórnarsamstarfið, annað en mjög lítilvægar (en þó princippíellar) skattalækkanir hafi náðst í gegn.“Frá Landsfundi. Nú velta menn því fyrir sér hvort takist að rífa upp stemmninguna svo hún megi verða sem áður, þrátt fyrir lítið fylgi í skoðanakönnunum.Vísir/DaníelGrétar Þór segir því ekki að undra að nú í aðdraganda flokkþings séu margir farnir að ókyrrast; hvort flokkurinn ætli sér að setja mark sitt meira á þetta kjörtímabil en raun ber vitni. „Bjarni hefur þó lengst af komist vel frá forystuhlutverki sínu og á stundum sýnt af sér einkenni þess að vera „Statesman“, en að undaförnu hefur þó örlað á pirringi og titringi hjá honum vegna kjarasamningamála. Enda eru þau má mun erfiðari og flóknari fyrir stjórnarherrana en í fljótu bragi virðist.“ Tengdar fréttir Bjarni segir ekkert óeðlilegt við heimsókn Illuga Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra ekki hafa farið út fyrir eðlileg mörk í heimsókn sinni til Kína. 19. október 2015 23:46 Stefnubreyting hjá Sjálfstæðisflokknum í peningamálum Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að taka upp nýja stefnu í gjaldmiðils- og peningamálum og vill ekki lengur kanna möguleikann á upptöku alþjóðlegrar myntar samkvæmt drögum að landsfundarályktun flokksins. 17. október 2015 19:00 Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28 Sjálfstæðisflokkurinn hrapar og mælist með tæplega 22 prósenta fylgi Píratar halda sínu striki, eru stærstir og mælast með 34 prósenta fylgi. 21. október 2015 11:15 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð neinum af sínum fyrri vopnum eftir Hrunið. Flokkurinn galt afhroð 2009 með minna en 25% og tókst alls ekki að reisa sig að neinu marki í kosningunum 2013, þrátt fyrir rúmlega fjögurra ára stjórnarandstöðu og ríkisstjórn sem þá sló met í fylgistapi, að minnsta kosti setti S Evrópumet í því,“ segir Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði.Ná ekki að hefja sig yfir 25 prósentNý MMR-könnun var birt í morgun og kemur þá á daginn að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur sjaldan verið minna, það hrynur frá síðustu könnun, var þá 25 prósent en mælist nú 21,7 prósent. Í sögulegu samhengi er þetta grafalvarleg staða fyrir flokkinn.Grétar Þór prófessor segir þennan fyrrum valdaflokk hafa mátt þola það að mælast með fylgi sitt stöðugt undir 25 prósentum.„Eftir að hafa verið með kannanafylgi milli 24% og 28% frá síðustu kosningum fór heldur að fjara undan flokkum í lok árs 2014 um leið og Píratar byrjuðu að hafa sig til flugs. Fylgið hefur því verið nokkuð stöðugt undir 25% síðan og því er nýjasta könnun á fylginu nokkuð í samræmi við það. Þessi fyrrum valdaflokkur íslenskra stjórnmála (já og kannski ekki fyrrum enn) hefur því mátt þola mjög viðvarandi rýrnun á fylgi eftir hið örlagaríka ár 2008,“ segir Grétar Þór. Þetta, að festast í fylgi í kringum 20 prósentin, hlýtur að vera verulegt áhyggjuefni fyrir gegnheila Sjálfstæðismenn, því eins og Grétar Þór segir, er Sjálfstæðisflokkurinn valdaflokkur og hefur að verulegu leyti sótt fylgi sitt til einmitt þeirrar staðreyndar. Menn sem vilja styðja hinn stærsta kjósa Sjálfstæðisflokkinn einfaldlega vegna þess að hann er stærstur.Bjarni í brúnni í ólgusjóSá sem er í brúnni hlýtur að bera ábyrgðina. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr flokknum þá er verulega óánægja með stjórnarsamstarfið; Framsóknarflokkurinn hefur teymt Sjálfstæðismenn til að samþykkja eitt og annað sem gengur algerlega í berhögg við það sem flokkurinn segist ganga út á og víst er að „Leiðréttingin“ hefur reynst flokknum afskaplega erfið. Bjarni þykir hafa staðið sig vel sem ráðherra og við það að hafa þó haldið stjórnarsamstarfinu saman, því það telja Sjálfstæðismenn mest um vert, að vera í stjórn. En á hinn bóginn er hann gagnrýndur fyrir að ná ekki að víkka flokkinn og þá horfa menn til Evrópumálanna; Bjarni hefur stutt Framsóknarflokkinn hvað varðar einarða Evrópuandstöðu og það mál er umdeilt innan Sjálfstæðisflokksins. Og snýr þá meðal annars að peningastefnu og krónunni.Löngum hefur það verið svo að samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins hafa mátt gjalda fyrir ríkisstjórnarsamstarfið með fylgi en nú virðist því öfugt farið.Og þá er alveg víst að gamlir valdamenn innan flokksins munu reynast erfiðir gagnrýnendur, nú þegar þeir horfa á fylgi sem er helmingur þess sem þeir máttu venjast á velmektarárum sínum og flokksins.Sjálfstæðisflokkurinn þurft að kyngja ýmsu„Hvað varðar stöðu formannsins er ekki alveg gott að átta sig á því,“ segir Grétar Þór. Þá hvort hann gangi haltur til Landsfundar, nú um næstu helgi. „Eftir að hafa risið úr öskustó frá því fyrir kosningarnar 2013 hefur Bjarna tekist um margt að styrkja sig í sessi. Það var nauðsyn fyrir hann á sínum tíma að mynda stjórn og koma flokknum til valda. Það var lykilatriði. Margt þurfti þó og hefur Sjálfstæðisflokkurinn þurft að svelgja í stjórnarsamstarfinu – ekki síst ýmsar lykilaðgerðir á snærum Framsóknarmanna sem ekki falla beint að stefnu flokksins. Því þarf ekki að koma á óvart að ýmis öfl innan flokksins séu orðin langeygð eftir því að flokkurinn og það sem hann stendur fyrir setji mark sitt á stjórnarsamstarfið, annað en mjög lítilvægar (en þó princippíellar) skattalækkanir hafi náðst í gegn.“Frá Landsfundi. Nú velta menn því fyrir sér hvort takist að rífa upp stemmninguna svo hún megi verða sem áður, þrátt fyrir lítið fylgi í skoðanakönnunum.Vísir/DaníelGrétar Þór segir því ekki að undra að nú í aðdraganda flokkþings séu margir farnir að ókyrrast; hvort flokkurinn ætli sér að setja mark sitt meira á þetta kjörtímabil en raun ber vitni. „Bjarni hefur þó lengst af komist vel frá forystuhlutverki sínu og á stundum sýnt af sér einkenni þess að vera „Statesman“, en að undaförnu hefur þó örlað á pirringi og titringi hjá honum vegna kjarasamningamála. Enda eru þau má mun erfiðari og flóknari fyrir stjórnarherrana en í fljótu bragi virðist.“
Tengdar fréttir Bjarni segir ekkert óeðlilegt við heimsókn Illuga Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra ekki hafa farið út fyrir eðlileg mörk í heimsókn sinni til Kína. 19. október 2015 23:46 Stefnubreyting hjá Sjálfstæðisflokknum í peningamálum Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að taka upp nýja stefnu í gjaldmiðils- og peningamálum og vill ekki lengur kanna möguleikann á upptöku alþjóðlegrar myntar samkvæmt drögum að landsfundarályktun flokksins. 17. október 2015 19:00 Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28 Sjálfstæðisflokkurinn hrapar og mælist með tæplega 22 prósenta fylgi Píratar halda sínu striki, eru stærstir og mælast með 34 prósenta fylgi. 21. október 2015 11:15 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Sjá meira
Bjarni segir ekkert óeðlilegt við heimsókn Illuga Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra ekki hafa farið út fyrir eðlileg mörk í heimsókn sinni til Kína. 19. október 2015 23:46
Stefnubreyting hjá Sjálfstæðisflokknum í peningamálum Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að taka upp nýja stefnu í gjaldmiðils- og peningamálum og vill ekki lengur kanna möguleikann á upptöku alþjóðlegrar myntar samkvæmt drögum að landsfundarályktun flokksins. 17. október 2015 19:00
Sjálfstæðisflokkurinn fær og eyðir mest Ríkisendurskoðun hefur birt upplýsingar um fjármál stjórnmálaflokka á síðasta ári. 20. október 2015 13:28
Sjálfstæðisflokkurinn hrapar og mælist með tæplega 22 prósenta fylgi Píratar halda sínu striki, eru stærstir og mælast með 34 prósenta fylgi. 21. október 2015 11:15