Húsameistari ríkisins: „Hér verða ekki teiknuð hús“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. október 2015 15:08 Stefán Thors verður Húsameistari ríkisins og mun sinna verkefnum sem áður voru unnin innan forsætisráðuneytisins. Vísir/Stefán Stefán Thors, nýsettur Húsameistari ríkisins, segir þessa nýju ráðuneytisstofnun taka við starfsemi sem hafði verið fyrir í forsætisráðuneytinu. Mun stofnunin fara með skipulags og byggingarmál á stjórnarráðsreitnum. „Þar sem ráðuneytin eru, Bessastöðum, Tjarnargötu og Þingvallabærinn og öryggismál á svæðinu líka. Þetta er svona stóri þátturinn, svo er ýmislegt annað sem blandast inn í þetta. Þetta er í sjálfu sér allt starfsemi sem er fyrir í ráðuneytinu þannig að það er ekki verið að ráða nýtt fólk heldur, þetta er fyrst og fremst tilfærslur á verkefnum. Hugsanlega koma verkefni annars staðar frá sem er sinnt annars staðar í dag, það er nú galdurinn á bak við þetta,“ segir Stefán Thors í fréttum Bylgjunnar í dag. Embætti Húsameistara ríkisins var lagt niður fyrir tæpum átján árum en sá sem er hvað þekktastur fyrir að hafa að hafa gengt því embætti er Guðjón Samúelsson. Hann gegndi starfinu í þrjátíu ár og hannaði margar af helstu opinberu byggingum landsins á þeim tíma, frá 1920 til 1950.Ekki nein hönnun Stefán segir að hann muni ekki teikna hús eins og forveri sinn. „Nei, þó svo að ég geti verið Guðjón á bak við tjöldin þá er það alveg öruggt mál að hér verða ekki teiknuð hús. Þetta er fyrst og fremst utan um hald og skipulag og rekstur á þessum málum. Hér verður ekki nein hönnun í gangi.“ Hann sagði þessa ráðuneytisstofnun ekki skarast á við Skipulagsstofnun eins og hún er starfrækt í dag. „Þetta skarast í rauninni ekki við neitt. Þetta tengist ýmsum öðrum stofnunum og skrifstofu stjórnarráðsins. Öðru leyti er þetta fyrst og fremst tilfærsla, engin viðbót.“Ekki meir Forsætisráðuneytið tilkynnti þessa breytingu á skipulagi forsætisráðuneytisins í gær og undruðust margir á því að verið væri að skipa nýja Húsameistara ríkisins, en Stefán Thors segir þessa stöðu í dag eiga ekkert skylt með þeirri sem var við líði á síðustu öld. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var einn þeirra sem tjáði sig um þetta breytta skipulag forsætisráðuneytisins í gær með því að vitna í ljóð Steins Steinarr þar sem Húsameistari ríkisins kemur við sögu.Af engu sérstöku tilefni: Húsameistari ríkisins tók handfylli sína af leir, og Hallgrímur sálugi Pétursson kom til hans og sagði: Húsameistari ríkisins! Ekki meir, ekki meir! - Steinn SteinarrPosted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, October 20, 2015Stefán var spurðu í fréttum Bylgjunnar hvort hann ætli sér að hafa þetta ljóð uppi á vegg á skrifstofunni. Hann svaraði því léttur í bragði að það væri mögulegt, en þá kannski með örlítið annarri útfærslu. „Eða þá frekar heldur meir meir, frekar en ekki meir.“ Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Stefán Thors, nýsettur Húsameistari ríkisins, segir þessa nýju ráðuneytisstofnun taka við starfsemi sem hafði verið fyrir í forsætisráðuneytinu. Mun stofnunin fara með skipulags og byggingarmál á stjórnarráðsreitnum. „Þar sem ráðuneytin eru, Bessastöðum, Tjarnargötu og Þingvallabærinn og öryggismál á svæðinu líka. Þetta er svona stóri þátturinn, svo er ýmislegt annað sem blandast inn í þetta. Þetta er í sjálfu sér allt starfsemi sem er fyrir í ráðuneytinu þannig að það er ekki verið að ráða nýtt fólk heldur, þetta er fyrst og fremst tilfærslur á verkefnum. Hugsanlega koma verkefni annars staðar frá sem er sinnt annars staðar í dag, það er nú galdurinn á bak við þetta,“ segir Stefán Thors í fréttum Bylgjunnar í dag. Embætti Húsameistara ríkisins var lagt niður fyrir tæpum átján árum en sá sem er hvað þekktastur fyrir að hafa að hafa gengt því embætti er Guðjón Samúelsson. Hann gegndi starfinu í þrjátíu ár og hannaði margar af helstu opinberu byggingum landsins á þeim tíma, frá 1920 til 1950.Ekki nein hönnun Stefán segir að hann muni ekki teikna hús eins og forveri sinn. „Nei, þó svo að ég geti verið Guðjón á bak við tjöldin þá er það alveg öruggt mál að hér verða ekki teiknuð hús. Þetta er fyrst og fremst utan um hald og skipulag og rekstur á þessum málum. Hér verður ekki nein hönnun í gangi.“ Hann sagði þessa ráðuneytisstofnun ekki skarast á við Skipulagsstofnun eins og hún er starfrækt í dag. „Þetta skarast í rauninni ekki við neitt. Þetta tengist ýmsum öðrum stofnunum og skrifstofu stjórnarráðsins. Öðru leyti er þetta fyrst og fremst tilfærsla, engin viðbót.“Ekki meir Forsætisráðuneytið tilkynnti þessa breytingu á skipulagi forsætisráðuneytisins í gær og undruðust margir á því að verið væri að skipa nýja Húsameistara ríkisins, en Stefán Thors segir þessa stöðu í dag eiga ekkert skylt með þeirri sem var við líði á síðustu öld. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var einn þeirra sem tjáði sig um þetta breytta skipulag forsætisráðuneytisins í gær með því að vitna í ljóð Steins Steinarr þar sem Húsameistari ríkisins kemur við sögu.Af engu sérstöku tilefni: Húsameistari ríkisins tók handfylli sína af leir, og Hallgrímur sálugi Pétursson kom til hans og sagði: Húsameistari ríkisins! Ekki meir, ekki meir! - Steinn SteinarrPosted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, October 20, 2015Stefán var spurðu í fréttum Bylgjunnar hvort hann ætli sér að hafa þetta ljóð uppi á vegg á skrifstofunni. Hann svaraði því léttur í bragði að það væri mögulegt, en þá kannski með örlítið annarri útfærslu. „Eða þá frekar heldur meir meir, frekar en ekki meir.“
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira