Húsameistari ríkisins: „Hér verða ekki teiknuð hús“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. október 2015 15:08 Stefán Thors verður Húsameistari ríkisins og mun sinna verkefnum sem áður voru unnin innan forsætisráðuneytisins. Vísir/Stefán Stefán Thors, nýsettur Húsameistari ríkisins, segir þessa nýju ráðuneytisstofnun taka við starfsemi sem hafði verið fyrir í forsætisráðuneytinu. Mun stofnunin fara með skipulags og byggingarmál á stjórnarráðsreitnum. „Þar sem ráðuneytin eru, Bessastöðum, Tjarnargötu og Þingvallabærinn og öryggismál á svæðinu líka. Þetta er svona stóri þátturinn, svo er ýmislegt annað sem blandast inn í þetta. Þetta er í sjálfu sér allt starfsemi sem er fyrir í ráðuneytinu þannig að það er ekki verið að ráða nýtt fólk heldur, þetta er fyrst og fremst tilfærslur á verkefnum. Hugsanlega koma verkefni annars staðar frá sem er sinnt annars staðar í dag, það er nú galdurinn á bak við þetta,“ segir Stefán Thors í fréttum Bylgjunnar í dag. Embætti Húsameistara ríkisins var lagt niður fyrir tæpum átján árum en sá sem er hvað þekktastur fyrir að hafa að hafa gengt því embætti er Guðjón Samúelsson. Hann gegndi starfinu í þrjátíu ár og hannaði margar af helstu opinberu byggingum landsins á þeim tíma, frá 1920 til 1950.Ekki nein hönnun Stefán segir að hann muni ekki teikna hús eins og forveri sinn. „Nei, þó svo að ég geti verið Guðjón á bak við tjöldin þá er það alveg öruggt mál að hér verða ekki teiknuð hús. Þetta er fyrst og fremst utan um hald og skipulag og rekstur á þessum málum. Hér verður ekki nein hönnun í gangi.“ Hann sagði þessa ráðuneytisstofnun ekki skarast á við Skipulagsstofnun eins og hún er starfrækt í dag. „Þetta skarast í rauninni ekki við neitt. Þetta tengist ýmsum öðrum stofnunum og skrifstofu stjórnarráðsins. Öðru leyti er þetta fyrst og fremst tilfærsla, engin viðbót.“Ekki meir Forsætisráðuneytið tilkynnti þessa breytingu á skipulagi forsætisráðuneytisins í gær og undruðust margir á því að verið væri að skipa nýja Húsameistara ríkisins, en Stefán Thors segir þessa stöðu í dag eiga ekkert skylt með þeirri sem var við líði á síðustu öld. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var einn þeirra sem tjáði sig um þetta breytta skipulag forsætisráðuneytisins í gær með því að vitna í ljóð Steins Steinarr þar sem Húsameistari ríkisins kemur við sögu.Af engu sérstöku tilefni: Húsameistari ríkisins tók handfylli sína af leir, og Hallgrímur sálugi Pétursson kom til hans og sagði: Húsameistari ríkisins! Ekki meir, ekki meir! - Steinn SteinarrPosted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, October 20, 2015Stefán var spurðu í fréttum Bylgjunnar hvort hann ætli sér að hafa þetta ljóð uppi á vegg á skrifstofunni. Hann svaraði því léttur í bragði að það væri mögulegt, en þá kannski með örlítið annarri útfærslu. „Eða þá frekar heldur meir meir, frekar en ekki meir.“ Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Stefán Thors, nýsettur Húsameistari ríkisins, segir þessa nýju ráðuneytisstofnun taka við starfsemi sem hafði verið fyrir í forsætisráðuneytinu. Mun stofnunin fara með skipulags og byggingarmál á stjórnarráðsreitnum. „Þar sem ráðuneytin eru, Bessastöðum, Tjarnargötu og Þingvallabærinn og öryggismál á svæðinu líka. Þetta er svona stóri þátturinn, svo er ýmislegt annað sem blandast inn í þetta. Þetta er í sjálfu sér allt starfsemi sem er fyrir í ráðuneytinu þannig að það er ekki verið að ráða nýtt fólk heldur, þetta er fyrst og fremst tilfærslur á verkefnum. Hugsanlega koma verkefni annars staðar frá sem er sinnt annars staðar í dag, það er nú galdurinn á bak við þetta,“ segir Stefán Thors í fréttum Bylgjunnar í dag. Embætti Húsameistara ríkisins var lagt niður fyrir tæpum átján árum en sá sem er hvað þekktastur fyrir að hafa að hafa gengt því embætti er Guðjón Samúelsson. Hann gegndi starfinu í þrjátíu ár og hannaði margar af helstu opinberu byggingum landsins á þeim tíma, frá 1920 til 1950.Ekki nein hönnun Stefán segir að hann muni ekki teikna hús eins og forveri sinn. „Nei, þó svo að ég geti verið Guðjón á bak við tjöldin þá er það alveg öruggt mál að hér verða ekki teiknuð hús. Þetta er fyrst og fremst utan um hald og skipulag og rekstur á þessum málum. Hér verður ekki nein hönnun í gangi.“ Hann sagði þessa ráðuneytisstofnun ekki skarast á við Skipulagsstofnun eins og hún er starfrækt í dag. „Þetta skarast í rauninni ekki við neitt. Þetta tengist ýmsum öðrum stofnunum og skrifstofu stjórnarráðsins. Öðru leyti er þetta fyrst og fremst tilfærsla, engin viðbót.“Ekki meir Forsætisráðuneytið tilkynnti þessa breytingu á skipulagi forsætisráðuneytisins í gær og undruðust margir á því að verið væri að skipa nýja Húsameistara ríkisins, en Stefán Thors segir þessa stöðu í dag eiga ekkert skylt með þeirri sem var við líði á síðustu öld. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var einn þeirra sem tjáði sig um þetta breytta skipulag forsætisráðuneytisins í gær með því að vitna í ljóð Steins Steinarr þar sem Húsameistari ríkisins kemur við sögu.Af engu sérstöku tilefni: Húsameistari ríkisins tók handfylli sína af leir, og Hallgrímur sálugi Pétursson kom til hans og sagði: Húsameistari ríkisins! Ekki meir, ekki meir! - Steinn SteinarrPosted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, October 20, 2015Stefán var spurðu í fréttum Bylgjunnar hvort hann ætli sér að hafa þetta ljóð uppi á vegg á skrifstofunni. Hann svaraði því léttur í bragði að það væri mögulegt, en þá kannski með örlítið annarri útfærslu. „Eða þá frekar heldur meir meir, frekar en ekki meir.“
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira