Húsameistari ríkisins: „Hér verða ekki teiknuð hús“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. október 2015 15:08 Stefán Thors verður Húsameistari ríkisins og mun sinna verkefnum sem áður voru unnin innan forsætisráðuneytisins. Vísir/Stefán Stefán Thors, nýsettur Húsameistari ríkisins, segir þessa nýju ráðuneytisstofnun taka við starfsemi sem hafði verið fyrir í forsætisráðuneytinu. Mun stofnunin fara með skipulags og byggingarmál á stjórnarráðsreitnum. „Þar sem ráðuneytin eru, Bessastöðum, Tjarnargötu og Þingvallabærinn og öryggismál á svæðinu líka. Þetta er svona stóri þátturinn, svo er ýmislegt annað sem blandast inn í þetta. Þetta er í sjálfu sér allt starfsemi sem er fyrir í ráðuneytinu þannig að það er ekki verið að ráða nýtt fólk heldur, þetta er fyrst og fremst tilfærslur á verkefnum. Hugsanlega koma verkefni annars staðar frá sem er sinnt annars staðar í dag, það er nú galdurinn á bak við þetta,“ segir Stefán Thors í fréttum Bylgjunnar í dag. Embætti Húsameistara ríkisins var lagt niður fyrir tæpum átján árum en sá sem er hvað þekktastur fyrir að hafa að hafa gengt því embætti er Guðjón Samúelsson. Hann gegndi starfinu í þrjátíu ár og hannaði margar af helstu opinberu byggingum landsins á þeim tíma, frá 1920 til 1950.Ekki nein hönnun Stefán segir að hann muni ekki teikna hús eins og forveri sinn. „Nei, þó svo að ég geti verið Guðjón á bak við tjöldin þá er það alveg öruggt mál að hér verða ekki teiknuð hús. Þetta er fyrst og fremst utan um hald og skipulag og rekstur á þessum málum. Hér verður ekki nein hönnun í gangi.“ Hann sagði þessa ráðuneytisstofnun ekki skarast á við Skipulagsstofnun eins og hún er starfrækt í dag. „Þetta skarast í rauninni ekki við neitt. Þetta tengist ýmsum öðrum stofnunum og skrifstofu stjórnarráðsins. Öðru leyti er þetta fyrst og fremst tilfærsla, engin viðbót.“Ekki meir Forsætisráðuneytið tilkynnti þessa breytingu á skipulagi forsætisráðuneytisins í gær og undruðust margir á því að verið væri að skipa nýja Húsameistara ríkisins, en Stefán Thors segir þessa stöðu í dag eiga ekkert skylt með þeirri sem var við líði á síðustu öld. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var einn þeirra sem tjáði sig um þetta breytta skipulag forsætisráðuneytisins í gær með því að vitna í ljóð Steins Steinarr þar sem Húsameistari ríkisins kemur við sögu.Af engu sérstöku tilefni: Húsameistari ríkisins tók handfylli sína af leir, og Hallgrímur sálugi Pétursson kom til hans og sagði: Húsameistari ríkisins! Ekki meir, ekki meir! - Steinn SteinarrPosted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, October 20, 2015Stefán var spurðu í fréttum Bylgjunnar hvort hann ætli sér að hafa þetta ljóð uppi á vegg á skrifstofunni. Hann svaraði því léttur í bragði að það væri mögulegt, en þá kannski með örlítið annarri útfærslu. „Eða þá frekar heldur meir meir, frekar en ekki meir.“ Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
Stefán Thors, nýsettur Húsameistari ríkisins, segir þessa nýju ráðuneytisstofnun taka við starfsemi sem hafði verið fyrir í forsætisráðuneytinu. Mun stofnunin fara með skipulags og byggingarmál á stjórnarráðsreitnum. „Þar sem ráðuneytin eru, Bessastöðum, Tjarnargötu og Þingvallabærinn og öryggismál á svæðinu líka. Þetta er svona stóri þátturinn, svo er ýmislegt annað sem blandast inn í þetta. Þetta er í sjálfu sér allt starfsemi sem er fyrir í ráðuneytinu þannig að það er ekki verið að ráða nýtt fólk heldur, þetta er fyrst og fremst tilfærslur á verkefnum. Hugsanlega koma verkefni annars staðar frá sem er sinnt annars staðar í dag, það er nú galdurinn á bak við þetta,“ segir Stefán Thors í fréttum Bylgjunnar í dag. Embætti Húsameistara ríkisins var lagt niður fyrir tæpum átján árum en sá sem er hvað þekktastur fyrir að hafa að hafa gengt því embætti er Guðjón Samúelsson. Hann gegndi starfinu í þrjátíu ár og hannaði margar af helstu opinberu byggingum landsins á þeim tíma, frá 1920 til 1950.Ekki nein hönnun Stefán segir að hann muni ekki teikna hús eins og forveri sinn. „Nei, þó svo að ég geti verið Guðjón á bak við tjöldin þá er það alveg öruggt mál að hér verða ekki teiknuð hús. Þetta er fyrst og fremst utan um hald og skipulag og rekstur á þessum málum. Hér verður ekki nein hönnun í gangi.“ Hann sagði þessa ráðuneytisstofnun ekki skarast á við Skipulagsstofnun eins og hún er starfrækt í dag. „Þetta skarast í rauninni ekki við neitt. Þetta tengist ýmsum öðrum stofnunum og skrifstofu stjórnarráðsins. Öðru leyti er þetta fyrst og fremst tilfærsla, engin viðbót.“Ekki meir Forsætisráðuneytið tilkynnti þessa breytingu á skipulagi forsætisráðuneytisins í gær og undruðust margir á því að verið væri að skipa nýja Húsameistara ríkisins, en Stefán Thors segir þessa stöðu í dag eiga ekkert skylt með þeirri sem var við líði á síðustu öld. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var einn þeirra sem tjáði sig um þetta breytta skipulag forsætisráðuneytisins í gær með því að vitna í ljóð Steins Steinarr þar sem Húsameistari ríkisins kemur við sögu.Af engu sérstöku tilefni: Húsameistari ríkisins tók handfylli sína af leir, og Hallgrímur sálugi Pétursson kom til hans og sagði: Húsameistari ríkisins! Ekki meir, ekki meir! - Steinn SteinarrPosted by Dagur B. Eggertsson on Tuesday, October 20, 2015Stefán var spurðu í fréttum Bylgjunnar hvort hann ætli sér að hafa þetta ljóð uppi á vegg á skrifstofunni. Hann svaraði því léttur í bragði að það væri mögulegt, en þá kannski með örlítið annarri útfærslu. „Eða þá frekar heldur meir meir, frekar en ekki meir.“
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira