Klerkur kaldhæðinn um aðskilnað ríkis og kirkju Jakob Bjarnar skrifar 26. október 2015 12:16 Séra Hildur Eir segir að það þurfi nú ýmislegt að gerast áður en heillavænlegt sé að skilja að ríki og kirkju. vísir/gva Séra Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, kemur mörgum á óvart þegar hún lýsir því yfir, í upphafi nýlegrar Facebook-færslu sinnar, að hún sé hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju. Færslan hefst á þessum orðum: „Satt best að segja er ég bara nokkuð hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju...“ En, það fylgir böggull skammrifi, því við tekur; „... það eru bara nokkur atriði í okkar samfélagi sem ég tel að þurfi að vera fyrir hendi áður en af fullum aðskilnaði verður.“Séra Hildur Eir hefur ýmis stílbrigði á valdi sínu.Og svo hefst upptalning Séra Hildar og þar nefnir hún samfélagsþjónustu til sögunnar, væntanlega þjónustu sem kirkjan rækir: „Í fyrsta lagi þarf ríkið að greiða niður sálfræðiþjónustu þannig að allir geti farið til sálfræðings óháð búsetu og efnahag, í öðru lagi þarf að koma á laggirnar sólarhrings sálgæsluþjónustu þannig að hægt sé að hringja út fagfólk þegar andlát verður, eftirlifendum að kostnaðarlausu, í þriðja lagi þarf ríkið að sjá til þess að hjón eigi möguleika á stuðningi og áheyrn við brotsjó og skilnað, í fjórða lagi þarf að eyða öllum biðlistum barna og ungmenna sem þurfa á geðlækningum að halda.“ Þegar þarna er komið sögu ætti lesanda að vera ljóst að þegar Séra Hildur Eir talar um aðskilnað ríkis og kirkju, en fyrir því er lítill stuðningur í ranni presta, þá er það í fremur kaldhæðinni meiningu. Þó hún fari vel með það. Og prestur lokar svo færslu sinni með þessum orðum: „Ég er sannfærð um að þetta er hægt ef vilji er fyrir hendi, þá er líka passlegt að aðskilja ríki og kirkju.“Satt best að segja er ég bara nokkuð hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, það eru bara nokkur atriði í okkar samfélagi sem...Posted by Hildur Eir Bolladóttir on 26. október 2015 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Séra Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, kemur mörgum á óvart þegar hún lýsir því yfir, í upphafi nýlegrar Facebook-færslu sinnar, að hún sé hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju. Færslan hefst á þessum orðum: „Satt best að segja er ég bara nokkuð hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju...“ En, það fylgir böggull skammrifi, því við tekur; „... það eru bara nokkur atriði í okkar samfélagi sem ég tel að þurfi að vera fyrir hendi áður en af fullum aðskilnaði verður.“Séra Hildur Eir hefur ýmis stílbrigði á valdi sínu.Og svo hefst upptalning Séra Hildar og þar nefnir hún samfélagsþjónustu til sögunnar, væntanlega þjónustu sem kirkjan rækir: „Í fyrsta lagi þarf ríkið að greiða niður sálfræðiþjónustu þannig að allir geti farið til sálfræðings óháð búsetu og efnahag, í öðru lagi þarf að koma á laggirnar sólarhrings sálgæsluþjónustu þannig að hægt sé að hringja út fagfólk þegar andlát verður, eftirlifendum að kostnaðarlausu, í þriðja lagi þarf ríkið að sjá til þess að hjón eigi möguleika á stuðningi og áheyrn við brotsjó og skilnað, í fjórða lagi þarf að eyða öllum biðlistum barna og ungmenna sem þurfa á geðlækningum að halda.“ Þegar þarna er komið sögu ætti lesanda að vera ljóst að þegar Séra Hildur Eir talar um aðskilnað ríkis og kirkju, en fyrir því er lítill stuðningur í ranni presta, þá er það í fremur kaldhæðinni meiningu. Þó hún fari vel með það. Og prestur lokar svo færslu sinni með þessum orðum: „Ég er sannfærð um að þetta er hægt ef vilji er fyrir hendi, þá er líka passlegt að aðskilja ríki og kirkju.“Satt best að segja er ég bara nokkuð hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, það eru bara nokkur atriði í okkar samfélagi sem...Posted by Hildur Eir Bolladóttir on 26. október 2015
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira