Leiðtogar Norðurlandanna allir í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2015 12:45 Þing Norðurlandaráðs verður sett í Hörpu eftir hádegi. Forsætisráðherrar landanna sitja fyrir svörum þingfulltrúa í dag en utanríkismál hafa á undanförnum árum sett æ sterkari svip á störf þingsins. Norðurlandaráð er einn elsti samstarfsvettvangur Íslands við aðrar þjóðir. Ráðið var stofnað árið 1952 til að efla samstarf á milli Norðurlandanna. Á þeim vettvangi var til að mynda samið um jafnan aðgang að skólum landanna, félagslegri þjónustu og að íbúar landanna gætu ferðast á milli þeirra án vegabréfs. Á undanförnum árum hefur Norðurlandaráð verið gagnrýnt fyrir tilgangsleysi. Það komi lítið áþreifanlegt frá ráðinu. Thorvald Stoltenberg fyrrverandi leiðtogi jafnaðarmanna og fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra í Noregs fór fyrir nefnd sem endurskoðaði hlutverk ráðsins og skilaði skýrslu árið 2009. Þar var meðal annars lagt til að Norðurlandaráð léti sig utanríkismál varða og að ályktanir sem samþykktar væru í ráðinu yrðu lagðar fyrir þjóðþing aðildarríkjanna fimm. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru allir komnir til Reykjavíkur en þingið, sem haldið er til skiptis á Norðurlöndunum fimm, er nú í fyrsta skipti haldið í einu og sama húsinu í Reykjavík, það er að segja í Hörpu. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Framsóknarflokksins segir ráðið vera að eflast. „Í dag sitja forsætisráðherrar landanna fyrir svörum og okkur gefst tækifæri til að spyrja þá út í það samstarf eða hvort menn vilja auka samstarfið eða styrkja það á einn eða annan hátt. Mér hefur fundist vilji til þess. Við innan Norðurlandaráðs höfum farið í mikla umbótavinnu, einmitt til að gera starfið sýnilegra og ddínamískara,“ segir Höskuldur. Hann reiknar með að utanríkismálin verði ofarlega á baugi en fyrir þinginu liggur m.a. tillaga frá vinstriflokkum landanna um að Norðurlöndin beiti sér sameiginlega í málefnum Palestínumanna og Ísraels. „Það er vilji til að styrkja sambandið á ný. Við erum með öflugt fólk inni í ráðinu. Þingmenn sýna þessu meiri áhuga en áður og það er í raun stemmingin sem ég upplifi núna á Íslandi. Þannig að ég vonast til þess að þessi fundur geti orðið dálítill tímamótafundurVið erum að ræða utanríkismálin sem hafa ekki verið á dagskrá innan Norðurlandaráðs. Við erum að ræða málefni líðandi stundar og mál sem eru mjög skiptar skoðanir um,“ segir Höskuldur. Samhliða þingi Norðurlandaráðs fer fram fundur hjá svo kölluðu Northern Future Forum á fimmtudag, en það er vettvangur sem David Cameron forsætisráðherra Bretlands hafði frumkvæði að til samráðs milli Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron kemur til landsins á morgun og fundar með Sigmundi Davíð Gullaugssyni forsætisráðherra í Alþingishúsinu síðdegis. En Forum fundurinn fer síðan fram í Háskóla Íslands á fimmtudag. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs verður sett í Hörpu eftir hádegi. Forsætisráðherrar landanna sitja fyrir svörum þingfulltrúa í dag en utanríkismál hafa á undanförnum árum sett æ sterkari svip á störf þingsins. Norðurlandaráð er einn elsti samstarfsvettvangur Íslands við aðrar þjóðir. Ráðið var stofnað árið 1952 til að efla samstarf á milli Norðurlandanna. Á þeim vettvangi var til að mynda samið um jafnan aðgang að skólum landanna, félagslegri þjónustu og að íbúar landanna gætu ferðast á milli þeirra án vegabréfs. Á undanförnum árum hefur Norðurlandaráð verið gagnrýnt fyrir tilgangsleysi. Það komi lítið áþreifanlegt frá ráðinu. Thorvald Stoltenberg fyrrverandi leiðtogi jafnaðarmanna og fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra í Noregs fór fyrir nefnd sem endurskoðaði hlutverk ráðsins og skilaði skýrslu árið 2009. Þar var meðal annars lagt til að Norðurlandaráð léti sig utanríkismál varða og að ályktanir sem samþykktar væru í ráðinu yrðu lagðar fyrir þjóðþing aðildarríkjanna fimm. Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru allir komnir til Reykjavíkur en þingið, sem haldið er til skiptis á Norðurlöndunum fimm, er nú í fyrsta skipti haldið í einu og sama húsinu í Reykjavík, það er að segja í Hörpu. Höskuldur Þórhallsson forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Framsóknarflokksins segir ráðið vera að eflast. „Í dag sitja forsætisráðherrar landanna fyrir svörum og okkur gefst tækifæri til að spyrja þá út í það samstarf eða hvort menn vilja auka samstarfið eða styrkja það á einn eða annan hátt. Mér hefur fundist vilji til þess. Við innan Norðurlandaráðs höfum farið í mikla umbótavinnu, einmitt til að gera starfið sýnilegra og ddínamískara,“ segir Höskuldur. Hann reiknar með að utanríkismálin verði ofarlega á baugi en fyrir þinginu liggur m.a. tillaga frá vinstriflokkum landanna um að Norðurlöndin beiti sér sameiginlega í málefnum Palestínumanna og Ísraels. „Það er vilji til að styrkja sambandið á ný. Við erum með öflugt fólk inni í ráðinu. Þingmenn sýna þessu meiri áhuga en áður og það er í raun stemmingin sem ég upplifi núna á Íslandi. Þannig að ég vonast til þess að þessi fundur geti orðið dálítill tímamótafundurVið erum að ræða utanríkismálin sem hafa ekki verið á dagskrá innan Norðurlandaráðs. Við erum að ræða málefni líðandi stundar og mál sem eru mjög skiptar skoðanir um,“ segir Höskuldur. Samhliða þingi Norðurlandaráðs fer fram fundur hjá svo kölluðu Northern Future Forum á fimmtudag, en það er vettvangur sem David Cameron forsætisráðherra Bretlands hafði frumkvæði að til samráðs milli Norðurlandanna, Bretlands og Eystrasaltsríkjanna. Cameron kemur til landsins á morgun og fundar með Sigmundi Davíð Gullaugssyni forsætisráðherra í Alþingishúsinu síðdegis. En Forum fundurinn fer síðan fram í Háskóla Íslands á fimmtudag.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Sjá meira