Innlent

Ísland stendur sig ennþá verst

Sveinn Arnarsson skrifar
Eitt og hálft ár er síðan ríkisstjórnin kynnti áætlun um að hraða innleiðingarferli EES-tilskipana. Markmiðin úr stjórnarráðinu hafa ekki náðst og stöndum við okkur verst EES-ríkja.
Eitt og hálft ár er síðan ríkisstjórnin kynnti áætlun um að hraða innleiðingarferli EES-tilskipana. Markmiðin úr stjórnarráðinu hafa ekki náðst og stöndum við okkur verst EES-ríkja. vísir/vilhelm
Ísland stendur sig enn verst EFTA-ríkjanna þegar kemur að innleiðingu tilskipana í gegnum EES-samninginn. Frammistaða Íslands er sú versta á Evrópska efnahagssvæðinu öllu og ljóst að þörf er á frekari aðgerðum að mati eftirlitsstofnunar EFTA.

Ríkisstjórn Íslands kynnti 11. mars 2014 aðgerðaáætlun sem átti að koma innleiðingarhallanum niður fyrir 1 prósent á fyrri hluta 2015 og að á sama tíma yrði ekkert dómsmál fyrir EFTA-dómstólnum vegna skorts á innleiðingu EES-tilskipana. Hallinn nú er rúmlega tvöfalt það sem hann átti að vera samkvæmt áætluninni og til meðferðar við EFTA-dómstólinn eru nú alls fimm mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×