Innlent

Bátnum komið á flot í gærkvöldi

Vísir/Daníel Eyþór Guðmundsson
Báturinn, sem strandaði við Álftanes í gærmorgun, náðist á flot á flóðinu um kvöldmatarleitið í gærkvöldi. Skrokkurinn virðist óskemmdur, en einhverjar skemmdir urðu á skrúfunni.

Það voru björgunarsveitarmenn Landsbjargar sem náðu bátnum á flot og var hann dregin til hafnar. Ekki liggur enn fyrir hvað fór úrskeiðis með þeim afleiðingum að báturinn sigldi beint upp í fjöru, en hann strandaði á heppilegum stað því beggja vegna strandstaðarins er stórgrýtt fjara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×