Ógnaði strák með sprautunál og stal af honum síma Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2015 15:39 Pilturinn var ákærður fyrir að hafa í júlí 2014 ógnað stráki með sprautunál og rænt af honum iPhone 5 snjallsíma þar sem þeir voru í Mjóddinni. VÍSIR/STEFÁN Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 18 ára pilt í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað, rán, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Pilturinn var ákærður fyrir að hafa í júlí 2014 ógnað stráki með sprautunál og rænt af honum iPhone 5 snjallsíma þar sem þeir voru í Mjóddinni. Hótaði pilturinn að stinga strákinn með sprautunálinni og smita hann þannig af HIV ef hann afhenti honum ekki símann. Fyrir dómi neitaði pilturinn sök. Sagðist hann hafa hafa haldið að umræddur strákur skuldaði sér pening. Hann hafi því tekið símann af honum upp í meinta skuld en síðan hafi hann áttað sig á því, þegar síminn hringdi, að hann hefði farið mannavillt. Sagðist pilturinn hafa sagt við þann sem var í símanum að hann myndi skilja símann eftir sem hann sagðist hafa gert, við Breiðholtsbrautina við Mjódd. Þá kvaðst pilturinn ekki hafa ógnað stráknum með sprautunál.„Ef þú kúkar svona á þig yfir 1 sprautunál“ Strákurinn sem átti símann kom einnig fyrir dóm. Lýsti hann því fyrir dómi að pilturinn sem ákærður var í málinu hefði komið að máli og spurt „hovrt hann mætti hringja úr síma hans og hvort hann ætti Ritalin.“ Strákurinn neitaði því en sagði fyrir dómi að þá hafi pilturinn tekið upp sprautunál og hótað að stinga hann nálinni og smita hann þannig af HIV. Strákurinn kvaðst hafa verið mjög hræddur en pilturinn hafi tekið af honum símann. Pilturinn sendi stráknum síðar Facebook-skilaboð vegna málsins og kom aftur fyrir dóm vegna þeirra. Í skilaboðunum sagði hann meðal annars: „Og ef þú kúkar svona á þig yfir 1 sprautunál þá væri ég til í að sjá svipinn á þér þegar...“ Fyrir dómi var pilturinn spurður að því hvort hann væri þarna að viðurkenna að hann hefði verið með sprautunál en hann neitaði því. Sagði hann að tilgangur Facebook-skilaboðanna hafi verið að fá strákinn til að draga kæruna til baka „þar sem hann hafi ekki hótað brotaþola með sprautunál.Önnur brot piltsins smávægileg Dómurinn taldi hins vegar sannað, meðal annars með vísan í Facebook-skilaboðin, að pilturinn hafi verið með sprautunál og hótað að stinga strákinn með henni. Þá var jafnframt talið sannað að hann hefði rænt piltinn. Önnur brot sem pilturinn var ákærður fyrir taldi dómurinn smávægileg auk þess sem það var virt honum til málsbóta að hann játaði skýlaust sök við þeim öllum: „Ákærði virðist hafa áttað sig á misgjörðum sínum og vísaði meðal annars lögreglu á ránsfenginn. Þá kom fram í málinu að ákærði sé að reyna að hverfa frá þeirra braut sem hann stefndi í og hefur meðal annars verið lögð fram staðfesting þess efnis að ákærði sé í námi við Námsflokka Reykjavíkur,“ eins og segir í dóminum. Hæfileg refsing hans var því metin, eins og áður segir, 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt 18 ára pilt í 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað, rán, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Pilturinn var ákærður fyrir að hafa í júlí 2014 ógnað stráki með sprautunál og rænt af honum iPhone 5 snjallsíma þar sem þeir voru í Mjóddinni. Hótaði pilturinn að stinga strákinn með sprautunálinni og smita hann þannig af HIV ef hann afhenti honum ekki símann. Fyrir dómi neitaði pilturinn sök. Sagðist hann hafa hafa haldið að umræddur strákur skuldaði sér pening. Hann hafi því tekið símann af honum upp í meinta skuld en síðan hafi hann áttað sig á því, þegar síminn hringdi, að hann hefði farið mannavillt. Sagðist pilturinn hafa sagt við þann sem var í símanum að hann myndi skilja símann eftir sem hann sagðist hafa gert, við Breiðholtsbrautina við Mjódd. Þá kvaðst pilturinn ekki hafa ógnað stráknum með sprautunál.„Ef þú kúkar svona á þig yfir 1 sprautunál“ Strákurinn sem átti símann kom einnig fyrir dóm. Lýsti hann því fyrir dómi að pilturinn sem ákærður var í málinu hefði komið að máli og spurt „hovrt hann mætti hringja úr síma hans og hvort hann ætti Ritalin.“ Strákurinn neitaði því en sagði fyrir dómi að þá hafi pilturinn tekið upp sprautunál og hótað að stinga hann nálinni og smita hann þannig af HIV. Strákurinn kvaðst hafa verið mjög hræddur en pilturinn hafi tekið af honum símann. Pilturinn sendi stráknum síðar Facebook-skilaboð vegna málsins og kom aftur fyrir dóm vegna þeirra. Í skilaboðunum sagði hann meðal annars: „Og ef þú kúkar svona á þig yfir 1 sprautunál þá væri ég til í að sjá svipinn á þér þegar...“ Fyrir dómi var pilturinn spurður að því hvort hann væri þarna að viðurkenna að hann hefði verið með sprautunál en hann neitaði því. Sagði hann að tilgangur Facebook-skilaboðanna hafi verið að fá strákinn til að draga kæruna til baka „þar sem hann hafi ekki hótað brotaþola með sprautunál.Önnur brot piltsins smávægileg Dómurinn taldi hins vegar sannað, meðal annars með vísan í Facebook-skilaboðin, að pilturinn hafi verið með sprautunál og hótað að stinga strákinn með henni. Þá var jafnframt talið sannað að hann hefði rænt piltinn. Önnur brot sem pilturinn var ákærður fyrir taldi dómurinn smávægileg auk þess sem það var virt honum til málsbóta að hann játaði skýlaust sök við þeim öllum: „Ákærði virðist hafa áttað sig á misgjörðum sínum og vísaði meðal annars lögreglu á ránsfenginn. Þá kom fram í málinu að ákærði sé að reyna að hverfa frá þeirra braut sem hann stefndi í og hefur meðal annars verið lögð fram staðfesting þess efnis að ákærði sé í námi við Námsflokka Reykjavíkur,“ eins og segir í dóminum. Hæfileg refsing hans var því metin, eins og áður segir, 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira