Innlent

Herbert sendir ráðherra tóninn: „Cant walk away, Ólöf Nordal“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Herbert Guðmundsson mundar gítarinn í baráttusöngnum.
Herbert Guðmundsson mundar gítarinn í baráttusöngnum. Vísir
 Lögreglumönnum hefur borist liðsauki úr óvæntri átt í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Poppgoðsögnin Herbert Guðmundsson sendir innanríkisráðherra tóninn í nýju myndbandi sem hann gaf frá sér á Facebook í gær. Í myndbandinu syngur hann lag sitt Can‘t Walk Away og beinir því til Ólafar Nordal. Hún geti ekki „gengið burt frá“ kröfum lögreglumanna um það sem hann kallar „mannsæmandi laun.“

„Við verðum að borga lögreglumönnunum okkar mannsæmandi laun svo að við getum haldið uppi lögum og reglu í þessu landi,“ segir Herbert og bætir við.

„Can‘t walk away, Ólöf Nordal.“

Lítið hefur þokast í viðræðum SFR, sjúkraliða og lögreglumanna við samninganefnd ríkisins og allar líkur eru taldar á því að verkföll félagana haldi áfram eftir helgi.



Félögin þrjú sem saman eiga í viðræðum við ríkið leggja áherslu á að fá sambærilegar kjarabætur og aðrir ríkisstarfsmenn, svo sem kennarar og læknar, auk hjúkrunarfræðinga og félagsfólks BHM.


Tengdar fréttir

Líkur á að verkföll haldi áfram eftir helgi

Búist er við að fulltrúar ríkis ræði við fulltrúa SFR, SLFÍ og LL um helgina. ­Formaður SFR segir langar viðræður fram undan og óvíst um málalyktir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×