Fyrirtæki feðga fær heimild Orkustofnunar til gullleitar í Vopnafirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. október 2015 07:00 Iceland Recources hefur bent á nokkur svæði í Vopnafjarðarhreppi til gullleitar. vísir/pjetur „Við erum ekki farin að mala gull,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, þar sem félagið Iceland Resources hefur fengið leyfi Orkustofnunar til að leita að gulli og kopar að því er kemur fram í Austurfrétt. Fram kom í Fréttablaðinu í júlí síðastliðnum að Iceland Resources hygðist leita að gulli og kopar norðan við Hveragerði, norðarlega í Héraðsflóa við Vopnafjörð og á sex öðrum stöðum á Íslandi. Eigandi Iceland Resources er félagið JVC Capital í London sem er í eigu feðganna Vilhjálms Kristins Eyjólfssonar stjórnarformanns og Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóra Iceland Resources. Sagði sá síðarnefndi í Fréttablaðinu í júlí að átta ára undirbúning þyrfti að lágmarki áður en að hugsanlegri námuvinnslu kæmi. Samkvæmt umsókn Iceland Resources á að verja 940 milljónum króna í rannsóknir á fimm árum. Að því er segir í umsókn félagsins mun almenningshlutafélagið Arak Resources, sem skráð er í kauphöll í Kanada, leggja til fjármagn og eignast 75 prósent í JVC að frumrannsóknum loknum. Ólafur Áki segir að hvað Vopnafjörð varðar sé um að ræða reiti vítt og breitt í sveitarfélaginu, að mestu á jörðum í landi einkaaðila. „Það er gull hér; sjávargull og gull í fólkinu. Við áttum okkur alveg á því að það er ekki að fara að breyta atvinnuástandinu hjá okkur þótt hér komi nokkrir menn og leiti,“ segir sveitarstjórinn sem áður kveðst hafa séð til gullleitarmanna á þegar hann var í Djúpavogi. „Þeir fóru um á þyrlu og rannsökuðu jarðveginn.“ Stefán Grímur Rafnsson oddviti segir þetta ekki verða í fyrsta skipti sem menn rannsaki hvort vinna megi gull í Vopnafirði. „Persónulega hef ég ekki séð gull hér en maður hefur heyrt talað um það,“ svarar oddvitinn aðspurður.Átta svæði eru tilgreind í leyfisumsókn Iceland Resources. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Við erum ekki farin að mala gull,“ segir Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, þar sem félagið Iceland Resources hefur fengið leyfi Orkustofnunar til að leita að gulli og kopar að því er kemur fram í Austurfrétt. Fram kom í Fréttablaðinu í júlí síðastliðnum að Iceland Resources hygðist leita að gulli og kopar norðan við Hveragerði, norðarlega í Héraðsflóa við Vopnafjörð og á sex öðrum stöðum á Íslandi. Eigandi Iceland Resources er félagið JVC Capital í London sem er í eigu feðganna Vilhjálms Kristins Eyjólfssonar stjórnarformanns og Vilhjálms Þórs Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóra Iceland Resources. Sagði sá síðarnefndi í Fréttablaðinu í júlí að átta ára undirbúning þyrfti að lágmarki áður en að hugsanlegri námuvinnslu kæmi. Samkvæmt umsókn Iceland Resources á að verja 940 milljónum króna í rannsóknir á fimm árum. Að því er segir í umsókn félagsins mun almenningshlutafélagið Arak Resources, sem skráð er í kauphöll í Kanada, leggja til fjármagn og eignast 75 prósent í JVC að frumrannsóknum loknum. Ólafur Áki segir að hvað Vopnafjörð varðar sé um að ræða reiti vítt og breitt í sveitarfélaginu, að mestu á jörðum í landi einkaaðila. „Það er gull hér; sjávargull og gull í fólkinu. Við áttum okkur alveg á því að það er ekki að fara að breyta atvinnuástandinu hjá okkur þótt hér komi nokkrir menn og leiti,“ segir sveitarstjórinn sem áður kveðst hafa séð til gullleitarmanna á þegar hann var í Djúpavogi. „Þeir fóru um á þyrlu og rannsökuðu jarðveginn.“ Stefán Grímur Rafnsson oddviti segir þetta ekki verða í fyrsta skipti sem menn rannsaki hvort vinna megi gull í Vopnafirði. „Persónulega hef ég ekki séð gull hér en maður hefur heyrt talað um það,“ svarar oddvitinn aðspurður.Átta svæði eru tilgreind í leyfisumsókn Iceland Resources.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira