Helgi Kolviðs: Klopp var líka froðufellandi sem leikmaður
Helgi og Klopp léku saman hjá Mainz á árunum 1998-2000 og eru góðir félagar.
„Hann er bara eins og hann er og hann er ekkert að fela það,“ sagði Helgi og bætti því við að Klopp hafi verið jafn líflegur og æstur sem leikmaður og hann er á hliðarlínunni í dag.
„Sem leikmaður var hann alveg froðufellandi. Þetta er honum eðlislægt. Hann er ekkert að fela þetta og hlær stundum af sjálfum sér þegar hann sér sig í sjónvarpinu.“
Helgi segir að þeir Klopp hafi náð vel saman þegar þeir léku með Mainz og haldi enn sambandi.
„Það hefur verið mikið að gera hjá okkur undanfarin ár en þegar við hittumst er það bara eins og við höfum hist í gær,“ sagði Helgi sem er sjálfur Liverpool-maður. Hann er að vonum afar ánægður með nýja stjórann.
„Þetta er frábært, líka fyrir hann. Hann er þannig týpa að hann passar alveg rosalega vel inn í þetta hjá Liverpool,“ sagði Helgi sem hefur þjálfað í Þýskalandi og Austurríki eftir að leikmannaferlinum lauk. Hann var síðast við stjórnvölinn hjá SV Reid í austurrísku úrvalsdeildinni.
Hlusta má á viðtalið í heild hér að ofan.
Tengdar fréttir

Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband
Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp.

„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp
„Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum.

Klopp drakk í sig söguna á Anfield | Myndir
Jürgen Klopp var kynntur í dag sem nýr knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool en hann tók á móti blaðamönnum og ljósmyndurum á Anfield í dag.

Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi
Eins og búast mátti við var fyrsti blaðamannafundur Jürgen Klopp hjá Liverpool líflegur og skemmtilegur.

Ferguson hefur trú á Klopp
Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Jürgen Klopp sé rétti maðurinn fyrir Liverpool en Þjóðverjinn var kynntur til leiks sem næsti stjóri Bítlaborgarliðsins í dag.

Þegar Jürgen Klopp kom til Íslands og vann sögulegan sigur
Jürgen Klopp tók í dag við knattspyrnustjórastöðu Liverpool en hann tók eitt af mörgum stórum skrefum á flottum þjálfaraferli sínum á Íslandi.

Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp
Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið.