Áhuginn á Alzheimer svo mikill að Kári Stefánsson komst ekki að og yfirgaf svæðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2015 10:28 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/GVA Um 300 manns mættu á árlega málfstofu FAAS, félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma, á Grand hóteli í gær. Í þetta skiptið var heilinn í brennidepli en málstofan var undir yfirskriftinni „Hvað er að frétta af heilanum?“ „Við höfum alltaf málstofu um efni sem er heitt á hverjum tíma,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri FAAS. Aðsóknin í ár hafi verið svo rosaleg að málstofan hafi farið fram í stærsta fyrirlestrarsalnum á Grand hótel sem þó dugði ekki til. „Það var fullt og fólk þurfti að sitja frammi á gangi,“ segir Svava um áhugann á málstofu gærdagsins. „Þetta sýnir hve mikil þörfin er fyrir fræðslu og upplýsingar.“ Meðal þeirra sem taka áttu til máls var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Það kom hins vegar mörgum í opna skjöldu þegar Kári yfirgaf salinn að lokinni ræðu Steinunnar Þórðardóttur, öldrunarlæknis sem fjallaði um snemmgreiningu Alzheimersjúkdómsins. Þá hafði Kári ekki tekið til máls eins og til stóð.Svava Aradóttir.Eiga Kára bara inni „Það var svo mikill fjöldi af fólki að það tók tíma að koma þeim fyrir. Svo var einhver smá misskilningur varðandi tæknilega atriði. Kári mátti ekki vera að því að bíða. Við eigum hann bara inni,“ segir Svava sem þótti mikið til fyrirlesturs Steinunnar koma. Hún fjallaði um mikilvægi þess að Alzheimer greinist eins fljótt og kostur er. Um mannréttindamál er að ræða svo fólk geti skipulagt í tíma það sem eftir lifir lífsins að sögn Svövu. „Hún er að snúa heim eftir sérnám erlendis,“ segir Svava full tilhlökkunar að fá menntaða íslenska sérfræðinga til landsins. Auk umræða um sjúkdóminn mætti Ari Eldjárn og fór með gamanmál. „Umræðuefnið er afskaplega þungt og alvarlegt þannig að við höfum alltaf lokið málstofunni á léttari nótum. Ari fór algjörlega á kostum eins og hans er von og vísa.“ Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Um 300 manns mættu á árlega málfstofu FAAS, félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma, á Grand hóteli í gær. Í þetta skiptið var heilinn í brennidepli en málstofan var undir yfirskriftinni „Hvað er að frétta af heilanum?“ „Við höfum alltaf málstofu um efni sem er heitt á hverjum tíma,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri FAAS. Aðsóknin í ár hafi verið svo rosaleg að málstofan hafi farið fram í stærsta fyrirlestrarsalnum á Grand hótel sem þó dugði ekki til. „Það var fullt og fólk þurfti að sitja frammi á gangi,“ segir Svava um áhugann á málstofu gærdagsins. „Þetta sýnir hve mikil þörfin er fyrir fræðslu og upplýsingar.“ Meðal þeirra sem taka áttu til máls var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Það kom hins vegar mörgum í opna skjöldu þegar Kári yfirgaf salinn að lokinni ræðu Steinunnar Þórðardóttur, öldrunarlæknis sem fjallaði um snemmgreiningu Alzheimersjúkdómsins. Þá hafði Kári ekki tekið til máls eins og til stóð.Svava Aradóttir.Eiga Kára bara inni „Það var svo mikill fjöldi af fólki að það tók tíma að koma þeim fyrir. Svo var einhver smá misskilningur varðandi tæknilega atriði. Kári mátti ekki vera að því að bíða. Við eigum hann bara inni,“ segir Svava sem þótti mikið til fyrirlesturs Steinunnar koma. Hún fjallaði um mikilvægi þess að Alzheimer greinist eins fljótt og kostur er. Um mannréttindamál er að ræða svo fólk geti skipulagt í tíma það sem eftir lifir lífsins að sögn Svövu. „Hún er að snúa heim eftir sérnám erlendis,“ segir Svava full tilhlökkunar að fá menntaða íslenska sérfræðinga til landsins. Auk umræða um sjúkdóminn mætti Ari Eldjárn og fór með gamanmál. „Umræðuefnið er afskaplega þungt og alvarlegt þannig að við höfum alltaf lokið málstofunni á léttari nótum. Ari fór algjörlega á kostum eins og hans er von og vísa.“
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira