Áhuginn á Alzheimer svo mikill að Kári Stefánsson komst ekki að og yfirgaf svæðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2015 10:28 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/GVA Um 300 manns mættu á árlega málfstofu FAAS, félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma, á Grand hóteli í gær. Í þetta skiptið var heilinn í brennidepli en málstofan var undir yfirskriftinni „Hvað er að frétta af heilanum?“ „Við höfum alltaf málstofu um efni sem er heitt á hverjum tíma,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri FAAS. Aðsóknin í ár hafi verið svo rosaleg að málstofan hafi farið fram í stærsta fyrirlestrarsalnum á Grand hótel sem þó dugði ekki til. „Það var fullt og fólk þurfti að sitja frammi á gangi,“ segir Svava um áhugann á málstofu gærdagsins. „Þetta sýnir hve mikil þörfin er fyrir fræðslu og upplýsingar.“ Meðal þeirra sem taka áttu til máls var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Það kom hins vegar mörgum í opna skjöldu þegar Kári yfirgaf salinn að lokinni ræðu Steinunnar Þórðardóttur, öldrunarlæknis sem fjallaði um snemmgreiningu Alzheimersjúkdómsins. Þá hafði Kári ekki tekið til máls eins og til stóð.Svava Aradóttir.Eiga Kára bara inni „Það var svo mikill fjöldi af fólki að það tók tíma að koma þeim fyrir. Svo var einhver smá misskilningur varðandi tæknilega atriði. Kári mátti ekki vera að því að bíða. Við eigum hann bara inni,“ segir Svava sem þótti mikið til fyrirlesturs Steinunnar koma. Hún fjallaði um mikilvægi þess að Alzheimer greinist eins fljótt og kostur er. Um mannréttindamál er að ræða svo fólk geti skipulagt í tíma það sem eftir lifir lífsins að sögn Svövu. „Hún er að snúa heim eftir sérnám erlendis,“ segir Svava full tilhlökkunar að fá menntaða íslenska sérfræðinga til landsins. Auk umræða um sjúkdóminn mætti Ari Eldjárn og fór með gamanmál. „Umræðuefnið er afskaplega þungt og alvarlegt þannig að við höfum alltaf lokið málstofunni á léttari nótum. Ari fór algjörlega á kostum eins og hans er von og vísa.“ Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Um 300 manns mættu á árlega málfstofu FAAS, félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma, á Grand hóteli í gær. Í þetta skiptið var heilinn í brennidepli en málstofan var undir yfirskriftinni „Hvað er að frétta af heilanum?“ „Við höfum alltaf málstofu um efni sem er heitt á hverjum tíma,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri FAAS. Aðsóknin í ár hafi verið svo rosaleg að málstofan hafi farið fram í stærsta fyrirlestrarsalnum á Grand hótel sem þó dugði ekki til. „Það var fullt og fólk þurfti að sitja frammi á gangi,“ segir Svava um áhugann á málstofu gærdagsins. „Þetta sýnir hve mikil þörfin er fyrir fræðslu og upplýsingar.“ Meðal þeirra sem taka áttu til máls var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Það kom hins vegar mörgum í opna skjöldu þegar Kári yfirgaf salinn að lokinni ræðu Steinunnar Þórðardóttur, öldrunarlæknis sem fjallaði um snemmgreiningu Alzheimersjúkdómsins. Þá hafði Kári ekki tekið til máls eins og til stóð.Svava Aradóttir.Eiga Kára bara inni „Það var svo mikill fjöldi af fólki að það tók tíma að koma þeim fyrir. Svo var einhver smá misskilningur varðandi tæknilega atriði. Kári mátti ekki vera að því að bíða. Við eigum hann bara inni,“ segir Svava sem þótti mikið til fyrirlesturs Steinunnar koma. Hún fjallaði um mikilvægi þess að Alzheimer greinist eins fljótt og kostur er. Um mannréttindamál er að ræða svo fólk geti skipulagt í tíma það sem eftir lifir lífsins að sögn Svövu. „Hún er að snúa heim eftir sérnám erlendis,“ segir Svava full tilhlökkunar að fá menntaða íslenska sérfræðinga til landsins. Auk umræða um sjúkdóminn mætti Ari Eldjárn og fór með gamanmál. „Umræðuefnið er afskaplega þungt og alvarlegt þannig að við höfum alltaf lokið málstofunni á léttari nótum. Ari fór algjörlega á kostum eins og hans er von og vísa.“
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira