Áhuginn á Alzheimer svo mikill að Kári Stefánsson komst ekki að og yfirgaf svæðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2015 10:28 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/GVA Um 300 manns mættu á árlega málfstofu FAAS, félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma, á Grand hóteli í gær. Í þetta skiptið var heilinn í brennidepli en málstofan var undir yfirskriftinni „Hvað er að frétta af heilanum?“ „Við höfum alltaf málstofu um efni sem er heitt á hverjum tíma,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri FAAS. Aðsóknin í ár hafi verið svo rosaleg að málstofan hafi farið fram í stærsta fyrirlestrarsalnum á Grand hótel sem þó dugði ekki til. „Það var fullt og fólk þurfti að sitja frammi á gangi,“ segir Svava um áhugann á málstofu gærdagsins. „Þetta sýnir hve mikil þörfin er fyrir fræðslu og upplýsingar.“ Meðal þeirra sem taka áttu til máls var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Það kom hins vegar mörgum í opna skjöldu þegar Kári yfirgaf salinn að lokinni ræðu Steinunnar Þórðardóttur, öldrunarlæknis sem fjallaði um snemmgreiningu Alzheimersjúkdómsins. Þá hafði Kári ekki tekið til máls eins og til stóð.Svava Aradóttir.Eiga Kára bara inni „Það var svo mikill fjöldi af fólki að það tók tíma að koma þeim fyrir. Svo var einhver smá misskilningur varðandi tæknilega atriði. Kári mátti ekki vera að því að bíða. Við eigum hann bara inni,“ segir Svava sem þótti mikið til fyrirlesturs Steinunnar koma. Hún fjallaði um mikilvægi þess að Alzheimer greinist eins fljótt og kostur er. Um mannréttindamál er að ræða svo fólk geti skipulagt í tíma það sem eftir lifir lífsins að sögn Svövu. „Hún er að snúa heim eftir sérnám erlendis,“ segir Svava full tilhlökkunar að fá menntaða íslenska sérfræðinga til landsins. Auk umræða um sjúkdóminn mætti Ari Eldjárn og fór með gamanmál. „Umræðuefnið er afskaplega þungt og alvarlegt þannig að við höfum alltaf lokið málstofunni á léttari nótum. Ari fór algjörlega á kostum eins og hans er von og vísa.“ Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Um 300 manns mættu á árlega málfstofu FAAS, félags áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúkdóma, á Grand hóteli í gær. Í þetta skiptið var heilinn í brennidepli en málstofan var undir yfirskriftinni „Hvað er að frétta af heilanum?“ „Við höfum alltaf málstofu um efni sem er heitt á hverjum tíma,“ segir Svava Aradóttir, framkvæmdastjóri FAAS. Aðsóknin í ár hafi verið svo rosaleg að málstofan hafi farið fram í stærsta fyrirlestrarsalnum á Grand hótel sem þó dugði ekki til. „Það var fullt og fólk þurfti að sitja frammi á gangi,“ segir Svava um áhugann á málstofu gærdagsins. „Þetta sýnir hve mikil þörfin er fyrir fræðslu og upplýsingar.“ Meðal þeirra sem taka áttu til máls var Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Það kom hins vegar mörgum í opna skjöldu þegar Kári yfirgaf salinn að lokinni ræðu Steinunnar Þórðardóttur, öldrunarlæknis sem fjallaði um snemmgreiningu Alzheimersjúkdómsins. Þá hafði Kári ekki tekið til máls eins og til stóð.Svava Aradóttir.Eiga Kára bara inni „Það var svo mikill fjöldi af fólki að það tók tíma að koma þeim fyrir. Svo var einhver smá misskilningur varðandi tæknilega atriði. Kári mátti ekki vera að því að bíða. Við eigum hann bara inni,“ segir Svava sem þótti mikið til fyrirlesturs Steinunnar koma. Hún fjallaði um mikilvægi þess að Alzheimer greinist eins fljótt og kostur er. Um mannréttindamál er að ræða svo fólk geti skipulagt í tíma það sem eftir lifir lífsins að sögn Svövu. „Hún er að snúa heim eftir sérnám erlendis,“ segir Svava full tilhlökkunar að fá menntaða íslenska sérfræðinga til landsins. Auk umræða um sjúkdóminn mætti Ari Eldjárn og fór með gamanmál. „Umræðuefnið er afskaplega þungt og alvarlegt þannig að við höfum alltaf lokið málstofunni á léttari nótum. Ari fór algjörlega á kostum eins og hans er von og vísa.“
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira