Fótbolti

Arnór: Hræðilegt að horfa upp á þetta

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Arnór í leik með Keflavík gegn ÍA á sínum tíma.
Arnór í leik með Keflavík gegn ÍA á sínum tíma. Mynd/Guðmundur Bjarki
„Maður veit ekki hvað maður getur sagt um þetta, þetta er mjög leiðinlegt og sárt,“ sagði Arnór Ingvi Traustason um frammistöðu Keflavíkurliðsins í sumar þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær.

Keflavík féll niður úr Pepsi-deild karla á dögunum með aðeins sjö stig áhorfendur liðsins hafa þurft að horfa upp á 15 tapleiki í sumar. Stefnir allt í að liðið setji nýtt met yfir fæst stig í Pepsi-deildinni, met sem ÍA á frá árinu 2013 (11 stig) en leikmenn liðsins geta enn komist upp fyrir það með tveimur sigurleikjum í síðustu tveimur umferðunum.

Keflavík lenti í 9. sæti síðustu tvö tímabil Arnórs með félaginu en hann spilaði með mörgum af núverandi leikmönnum liðsins. Hann segist vonast til þess að ungir leikmenn liðsins geti rifið félagi upp á ný.

„Þetta eru strákar sem ég þekki og hef spilað með og það er hræðilegt að horfa upp á félagið falla. Það eru margir efnilegir og góðir strákar í liðinu sem fá vonandi tækifæri á næsta ári, þeir þurfa bara að fá tækifærið,“ sagði Arnór Ingvi.


Tengdar fréttir

Dreymt um landsliðið allt frá barnsæsku

Arnór Ingvi Traustason hefur verið algjör lykilleikmaður í liði Norrköping sem er að berjast um sænska meistaratitilinn þessa dagana en honum líður vel hjá félaginu. Draumurinn er að komast í landsliðið einn daginn en Svíarnir segja að Lars Lagerback eigi allan heiðurinn á góðu gengi íslenska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×