Fótbolti

Alfreð lék í hálftíma þegar Olympiakos rúllaði yfir Giannina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alfreð Finnbogason kom inn á og lék í hálftíma.
Alfreð Finnbogason kom inn á og lék í hálftíma.
Olympiakos rúllaði yfir Giannina, 5-1, í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Alfreð Finnbogason var sem fyrr á varamannabekknum en kom inn á á 58. mínútu.

Pajtim Kasami , Konstantinos Fortounis  og Alberto Botia  byrjuðu á því að gera sitt markið hver í leiknum. Síðan var komið að Themistoklis Tzimopoulos að setja boltann í eigið mark og Jimmy Durmaz skoraði síðan fimmta markið í leiknum.

Andi Lila minnkaði muninn fyrir Giannina undir lok leiksins. Liðið er í efsta sæti deildarinnar með 15 stig. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×