Fótbolti

Di Maria: Það er allt 100% hjá PSG

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ángel di María skoraði í gær.
Ángel di María skoraði í gær. Vísir/Getty
Angel di Maria, leikmaður PSG, segist vera gríðarlega ánægður í herbúðum félagsins eftir að hann yfirgaf Manchester United í sumar.

Hann var seldur frá United á 40 milljónir punda.

„Þetta hefur bara verið 100% jákvætt hjá félaginu,“ segir Di Maria.

„Ég þekki Verratti, Thiago Silva og Ibrahimovic og því var gott að koma í klúbbinn.“

Di Maria segir að aðeins séu heimsklassa leikmenn í öllum stöðum í liðinu.

„Æfingarnar eru frábærar og allar aðstæður eru til fyrirmyndar,“ segir hann sem skoraði eitt mark fyrir PSG gegn Nantes í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×