Enski boltinn

Arnar: Hvet alla unga leikmenn til að læra af Daley Blind

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manchester United skaust á toppinn í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar liðið lagði Sunderland, 3-0, á heimavelli. Manchester City, tapaði í sömu umferð gegn Tottenham og þurfti að horfa á eftir United taka af sér toppsætið.

„Þeir safna stigum,“ sagði Þorvaldur Örlygsson í Messunni í gærkvöldi, aðspurður hvers vegna United væri komið á toppinn. „Eins og Van Gaal segir er ekkert sjálfsagt að vinna hvað lið sem er. Þeir eru, eins og staðan er í dag, með stöðugasta liðið.“

Daley Blind, varnarmaður Man. Utd, átti stóran þátt í fyrsta marki Manchester United, en löng sending hans inn á teiginn fór til Juan Mata sem lagði hann fyrir fætur Memphis.

„Ég hvet alla unga leikmenn til að læra af honum. Hann sendir alla bolta með hárréttum snúningi sem gerir það að verkum að það er betra að stjórna boltanum og betra að taka á móti honum. Það er draumur fyrir leikmenn eins og Memphis og Mata að taka við svona sendingum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson.

Messumenn ræddu gengi Manchester United og leikinn ítarlega, en alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×