Enski boltinn

Tottenham valtaði yfir Man City | Sjáðu mörkin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Erfiður dagur hjá City.
Erfiður dagur hjá City. vísir/getty
Tottenham Hotspur vann magnaðan sigur á toppliði ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City í deildinni í dag en leiknum lauk með 4-1 sigri Spurs á White Hart Lane.

City komst yfir þegar Kevin de Bruyne skoraði fyrsta markið á 25. mínútu leiksins og gestirnir byrjuðu vel.

Eric Dier jafnaði metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en markið var mjög vafasamt og líklega var um rangstöðu að ræða.

Það var síðan Toby Alderweireld sem kom Spurs yfir með skallamarki þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum.

Harry Kane opnaði markareiknings sinn hálftíma fyrir leiksloka þegar hann setti boltann í autt netið eftir að Christian Eriksen skaut boltanum í samskeytin beint úr aukaspyrnu. Eric Lamela tryggði síðan öruggan sigur Tottenham tíu mínútum síðar. Frábær sigur hjá heimamönnum sem eru komnir með 12 stig í fimmta sæti deildarinnar.

Manchester City er enn á toppnum með 15 stig en United getur farið yfir þá síðar í dag.



Sjáðu tvö fyrstu mörk leiksins. 



Tottenham kemst yfir



Tottenham kemst í 3-1



Tottenham kemst í 4-1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×