Stjórnvöld sem hlusta á vilja fólksins láta mennskuna ráða för Magnús Guðmundsson skrifar 10. september 2015 11:05 Teju Cole á alþjóðlegan bakgrunn og sér heiminn með augum heimsborgarans. Visir/Vilhelm Rithöfundurinn Teju Cole er fæddur í Bandaríkjunum árið 1975, sonur nígerískra foreldra, alinn upp í Nígeríu en búsettur í Brooklyn. Í gærkvöldi flutti Teju Cole opnunarræðuna á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík við góðar undirtektir en hvað skyldi hafa dregið alþjóðlegan höfund norður á hjara veraldar?Heillandi andstæða „Ég hef verið svo heppinn að alþjóðlegt líf og umhverfi hefur alla tíð verið hluti af mínu lífi. Uppeldi mitt og umhverfi hefur gert mér mögulegt að eiga í sambandi við það sem höfðar til mín í veröldinni. Ég geri mér grein fyrir að Ísland er fámenn þjóð en hér er ákaflega sterk menningarhefð og þegar maður kynnist henni þá skynjar maður einhverja óræða ákefð. Um það leyti sem ég var að byrja að takast á við mín eigin skrif var ég svo heppinn að vinur minn kynnti mig fyrir verkum Laxness og þá sérstaklega Sjálfstæðu fólki. Mér fannst það strax vera ein af þessum stóru skáldsögum sem er að finna í heiminum, ekki aðeins vegna þess að hún segir frá ákveðnum hlutum sem snúa að tilteknum hluta heimsins, heldur ekki síður vegna þess að hún er svo sammannleg. Þegar maður uppgötvar og nýtur einhvers svona innilega, og er í senn eitthvað sem er ekki allra, þá myndar maður ákaflega sterk tengsl við það. Þannig að mér þykir vænt um samband mitt við Laxness. En ég hafði samt alltaf verið forvitinn um menningu og mannlíf á stað eins og þessum. Ég er alinn upp í Lagos í Nígeríu í heitri mannmergðinni og andstæða eins og Ísland er því afar forvitnileg. Að ímynda sér fólk sem er alið upp við það að horfa á þennan stóra sjóndeildarhring, að horfa á fjöll og jökla er forvitnilegt og vel það. Hvernig skapar það öðruvísi manneskjur en í því umhverfi sem ég er alinn upp í? Ísland er andstæðan við það sem ég þekki og forvitnin hlaut því að vakna. Þessi andstæða við minn bakgrunn hefur hjálpað mér og eflt mig í að kynnast íslenskri menningu og list.“Eins og heima hjá mér Teju Cole á sér fleiri hliðar en skriftirnar en hann er sagnfræðingur að mennt og starfar einnig sem ljósmyndari. Hann segist gera sér grein fyrir þeim mikla áhuga sem aðrir ljósmyndarar hafa á Íslandi, landslaginu og birtunni, þó sé áhugi hans fremur annars eðlis. „Mig langar meira til þess að kanna hversdaginn, ruslatunnurnar, götuskiltin, litinn á húsunum og manneskjuna sem býr í þessu umhverfi. Nýr staður er alltaf spennandi sjónrænt séð en ég vil ekki vera fastur í hinu dæmigerða því ég er spenntari fyrir því sem tengir til dæmis Reykjavík við aðra staði í heiminum. Þannig að ég er í stöðugri leit að þessu sameiginlega og samtímalega. Hið sama gildir um mig sem höfund. Ég er alltaf að reyna að skilja það sem við eigum sameiginlegt því það er svo auðvelt að taka það sem aðskilur okkur. Tökum mig sem dæmi, sem er alinn upp í heitu mannmörgu landi; ég get komið hingað í þetta samfélag og í raun liðið eins og ég sé heima hjá mér. Fólk á svo margt sameiginlegt og þá á ég ekki við eitthvað lítið og sætt heldur stærri myndina, bæði menningarlega og í daglegu lífi.“Lýðræðislegur vandi Þetta leiðir okkur að pólitíkinni og Teju Cole hefur athyglisvert sjónarhorn á flóttamannavandann sem blasir við og vex með hverjum degi. Vandi sem er vissulega sammannlegur og hnattrænn í hans huga. „Það er ekki flóttamannavandi í Evrópu. Það er flóttamannavandi í Sýrlandi þar sem lífi fólks hefur verið snúið gjörsamlega á hvolf. Fyrir Evrópu er þetta vandamál mun fremur óþægindi en fyrir flóttamennina sjálfa er þetta svo sannarlega krísa. Mín afstaða gagnvart Evrópu í þessum efnum er að af völdum ótta og afturhaldssemi sé þetta fremur vandamál ríkisstjórna en almennings. Almenningur vill hjálpa. Almenningur vill vera hluti af lausninni og hefur ótvírætt mun mannlegri afstöðu til krísunnar en stjórnvöld. Þannig að vandinn í Evrópu er að mínu mati lýðræðislegur. Hvernig framkvæmum við vilja fólksins á stjórnvaldsstigi? Það er vandinn. Staðan á Íslandi er lýsandi fyrir þennan lýðræðisvanda. Stjórnvöld eru varfærin og afturhaldssöm og segjast ætla að hjálpa 50 flóttamönnum. En þjóðin er í eðli sínu mannlegri en ríkisstjórnin og krefst þess að þið gerið betur og þarna hefur myndast gjá á milli vilja þjóðarinnar og vilja ríkisstjórnarinnar. Það er það sem ég á við með að vandinn sé lýðræðislegur. Ég eyði miklum tíma í Evrópu þessa dagana og er á því að Evrópa þurfi að leita leiða til þess að vera lýðræðislegri og þá ekki síst í þeim málefnum er snúa að mannréttindum. Stjórnvöld á Íslandi geta verið leiðandi í þessum efnum með því að hlusta á vilja fólksins og láta mennskuna ráða för.“ Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Bíó og sjónvarp Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Tónlist Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Rithöfundurinn Teju Cole er fæddur í Bandaríkjunum árið 1975, sonur nígerískra foreldra, alinn upp í Nígeríu en búsettur í Brooklyn. Í gærkvöldi flutti Teju Cole opnunarræðuna á Bókmenntahátíðinni í Reykjavík við góðar undirtektir en hvað skyldi hafa dregið alþjóðlegan höfund norður á hjara veraldar?Heillandi andstæða „Ég hef verið svo heppinn að alþjóðlegt líf og umhverfi hefur alla tíð verið hluti af mínu lífi. Uppeldi mitt og umhverfi hefur gert mér mögulegt að eiga í sambandi við það sem höfðar til mín í veröldinni. Ég geri mér grein fyrir að Ísland er fámenn þjóð en hér er ákaflega sterk menningarhefð og þegar maður kynnist henni þá skynjar maður einhverja óræða ákefð. Um það leyti sem ég var að byrja að takast á við mín eigin skrif var ég svo heppinn að vinur minn kynnti mig fyrir verkum Laxness og þá sérstaklega Sjálfstæðu fólki. Mér fannst það strax vera ein af þessum stóru skáldsögum sem er að finna í heiminum, ekki aðeins vegna þess að hún segir frá ákveðnum hlutum sem snúa að tilteknum hluta heimsins, heldur ekki síður vegna þess að hún er svo sammannleg. Þegar maður uppgötvar og nýtur einhvers svona innilega, og er í senn eitthvað sem er ekki allra, þá myndar maður ákaflega sterk tengsl við það. Þannig að mér þykir vænt um samband mitt við Laxness. En ég hafði samt alltaf verið forvitinn um menningu og mannlíf á stað eins og þessum. Ég er alinn upp í Lagos í Nígeríu í heitri mannmergðinni og andstæða eins og Ísland er því afar forvitnileg. Að ímynda sér fólk sem er alið upp við það að horfa á þennan stóra sjóndeildarhring, að horfa á fjöll og jökla er forvitnilegt og vel það. Hvernig skapar það öðruvísi manneskjur en í því umhverfi sem ég er alinn upp í? Ísland er andstæðan við það sem ég þekki og forvitnin hlaut því að vakna. Þessi andstæða við minn bakgrunn hefur hjálpað mér og eflt mig í að kynnast íslenskri menningu og list.“Eins og heima hjá mér Teju Cole á sér fleiri hliðar en skriftirnar en hann er sagnfræðingur að mennt og starfar einnig sem ljósmyndari. Hann segist gera sér grein fyrir þeim mikla áhuga sem aðrir ljósmyndarar hafa á Íslandi, landslaginu og birtunni, þó sé áhugi hans fremur annars eðlis. „Mig langar meira til þess að kanna hversdaginn, ruslatunnurnar, götuskiltin, litinn á húsunum og manneskjuna sem býr í þessu umhverfi. Nýr staður er alltaf spennandi sjónrænt séð en ég vil ekki vera fastur í hinu dæmigerða því ég er spenntari fyrir því sem tengir til dæmis Reykjavík við aðra staði í heiminum. Þannig að ég er í stöðugri leit að þessu sameiginlega og samtímalega. Hið sama gildir um mig sem höfund. Ég er alltaf að reyna að skilja það sem við eigum sameiginlegt því það er svo auðvelt að taka það sem aðskilur okkur. Tökum mig sem dæmi, sem er alinn upp í heitu mannmörgu landi; ég get komið hingað í þetta samfélag og í raun liðið eins og ég sé heima hjá mér. Fólk á svo margt sameiginlegt og þá á ég ekki við eitthvað lítið og sætt heldur stærri myndina, bæði menningarlega og í daglegu lífi.“Lýðræðislegur vandi Þetta leiðir okkur að pólitíkinni og Teju Cole hefur athyglisvert sjónarhorn á flóttamannavandann sem blasir við og vex með hverjum degi. Vandi sem er vissulega sammannlegur og hnattrænn í hans huga. „Það er ekki flóttamannavandi í Evrópu. Það er flóttamannavandi í Sýrlandi þar sem lífi fólks hefur verið snúið gjörsamlega á hvolf. Fyrir Evrópu er þetta vandamál mun fremur óþægindi en fyrir flóttamennina sjálfa er þetta svo sannarlega krísa. Mín afstaða gagnvart Evrópu í þessum efnum er að af völdum ótta og afturhaldssemi sé þetta fremur vandamál ríkisstjórna en almennings. Almenningur vill hjálpa. Almenningur vill vera hluti af lausninni og hefur ótvírætt mun mannlegri afstöðu til krísunnar en stjórnvöld. Þannig að vandinn í Evrópu er að mínu mati lýðræðislegur. Hvernig framkvæmum við vilja fólksins á stjórnvaldsstigi? Það er vandinn. Staðan á Íslandi er lýsandi fyrir þennan lýðræðisvanda. Stjórnvöld eru varfærin og afturhaldssöm og segjast ætla að hjálpa 50 flóttamönnum. En þjóðin er í eðli sínu mannlegri en ríkisstjórnin og krefst þess að þið gerið betur og þarna hefur myndast gjá á milli vilja þjóðarinnar og vilja ríkisstjórnarinnar. Það er það sem ég á við með að vandinn sé lýðræðislegur. Ég eyði miklum tíma í Evrópu þessa dagana og er á því að Evrópa þurfi að leita leiða til þess að vera lýðræðislegri og þá ekki síst í þeim málefnum er snúa að mannréttindum. Stjórnvöld á Íslandi geta verið leiðandi í þessum efnum með því að hlusta á vilja fólksins og láta mennskuna ráða för.“
Bókmenntahátíð Bókmenntir Mest lesið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Bíó og sjónvarp Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Tónlist Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira