Körfubolti

Strákarnir þurfa að stíga Tyrki út í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landsliðsmenn Íslands í körfuknattleik.
Landsliðsmenn Íslands í körfuknattleik. Vísir/Valli
Íslenska körfuboltalandsliðið mætir Tyrkjum í kvöld í lokaleik sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í dag fer fram lokumferðin í B-riðlinum í Berlín.

Íslensku strákanir þurf heldur betur að einbeita sér að frákastabaráttunni í leiknum í kvöld því ekkert lið á Evrópumótinu hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Tyrkir.

Tyrkneska liðið hefur meira að segja tekið langflest sóknarfráköst eða 58 í aðeins fjórum leikjum sem gera 14,5 sóknarfráköst að meðaltali í leik.

Litháar eru í 2. sæti með 13,0 sóknafráköst í leik og næstu lið í riðli Íslands í Berlín eru Serbía (10. sæti - 10,8 í leik) og Ísland (11. sæti - 10,5 í leik).

Tyrkir tóku flest sóknafráköst í einum leik á móti Ítölum í fyrstu umferð riðlakeppninnar en það átti mikinn þátt í sigri þeirra í þeim leik að þeir tóku 21 sóknarfrákast í leiknum.

Tyrkir eiga einnig annan besta sóknafrákastaleikinn í B-riðlinum því þeir náðu 17 sóknafráköstum á móti Spánverjum.

Þetta er sameiginlegt átak hjá leikmönnum tyrkneska liðsins því þegar kemur að sóknafráköstum einstaka leikmanna liðsins þá eru þeir Cedi Osman og Semih Erden (báðir með 9 í 15. til 20. sæti) ekki meðal fjórtán efstu manna í sóknafráköstum.

Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 21.00 að staðartíma í Berlín eða klukkan 19.00 að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir

Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur

Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum.

Haukur: Erum með bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér

Haukur Helgi Pálsson var þakklátur fyrir stuðninginn á Eurobasket en hann segir strákana vera ákveðna í að vinna leikinn í dag til þess að verðlauna stuðningsmenn liðsins eftir frábæran stuðning í fyrstu fjórum leikjum liðsins.

Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur

"Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×