Körfubolti

Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur leggur hér boltann í körfuna í leiknum gegn Spánverjum í gær.
Hlynur leggur hér boltann í körfuna í leiknum gegn Spánverjum í gær. Vísir/Valli
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu.

Hlynur er eins og er í sjötta sæti yfir flest tekin sóknarfráköst að meðaltali í leik af leikmönnum allra fjögurra riðlanna.

Hlynur hefur alls tekið 11 sóknafráköst í þessum fjórum leikjum sem gera 2,8 að meðaltali í leik.

Hlynur er ekki að fá skráð öll sóknarfráköst sín því það virðist sem það sé ekki skráð á hann sóknarfrákast þegar hann blakar boltanum út til liðsfélaga.

Enginn leikmaður í B-riðlinum í Berlín hefur samt tekið jafnmörg sóknarfráköst og íslenski landsliðsfyrirliðinn en í öðru sæti eru NBA-leikmennirnir Pau Gasol hjá Spáni og Danilo Gallinari hjá Ítalíu.

Tékkinn Jan Vesely og Grikkinn Kostas Koufos hafa tekið flest sóknarfráköst í fyrstu fjórum umferðum riðlakeppninnar eða alls sextán sem gera 4,0 að meðaltali í leik.

Hlynur átti sinn besta leik í sóknarfráköstum á móti Spáni í gær en hann náði þá alls fimm sóknafráköstum. Hlynur hafði tekið tvö sóknarfráköst í öllum hinum þremur leikjunum eða á móti Þýskalandi, Ítalíu og Serbíu.

Hlynur Bæringsson er með 10,5 stig og 6,8 fráköst að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum sínum á Evrópumótinu.


Tengdar fréttir

Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum

Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum

Ísland tapaði fyrir Spáni | Myndaveisla

Ísland tapaði sínum fjórða leik í röð á Evrópumótinu í körfubolta þegar íslensku strákarnir biðu lægri hlut fyrir gríðarlega sterku liði Spánverja, 73-99.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×