Aldrei verið eins erfitt að fá fólk í þjónustustörf Sæunn Gísladóttir skrifar 12. september 2015 07:00 Stefán Melsteð og Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson hafa báðir fundið fyrir því að erfitt sé að fá fólk í þjónustustörf. VíSir/GVA Atvinnuleysi hefur dregist töluvert saman á undanförnum misserum, hins vegar er það enn þá mælanlegt sér í lagi hjá ungu fólki. Í júlímánuði mældist atvinnuleysi 3,9% hjá fólki á aldrinum 16-24 ára og mældist það 6,8% í júní. Þrátt fyrir það virðist mjög erfitt að fá fólk í þjónustustörf. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Sports Direct, segir að ástandið hafi aldrei verið eins slæmt og núna við að reyna að fá starfsfólk. Lítið af umsóknum berist þegar þeir auglýsi eftir starfsfólki. Hann segist jafnframt vita að þetta ástand sé ekki einstakt hjá honum heldur í þjónustustörfum almennt. „Okkur vantar fólk í fullt starf og hlutastarf, það virðist ekki breyta neinu hvort maður auglýsir. Það er enn þá mælanlegt atvinnuleysi og það er það sem kemur mér svo á óvart,“ segir Sigurður. Sigurður gerir ekki kröfu um fyrri reynslu og oft er það ungt fólk sem vinnur þessi störf. Spurður um hvernig hann ætli að reyna að manna störfin segist hann ætla að halda áfram að auglýsa og reyna að vera samkeppnishæfari miðað við aðra atvinnurekendur. Hins vegar hefur ein lausn hans á vandamálinu einfaldlega verið að flytja starfskrafta inn. Í síðustu viku hafði Sigurður þurft rúmlega 300 aukavinnustundir til að standa undir lágmarksþjónustu. Það er talað um að 171 vinnustund sé full vinna á mánuði, það vantaði því nærri tvær mánaðarstöður hjá mér á einni viku!" Í næstu viku ætlar hann því að fá fjóra Breta til að hjálpa sér. Hann er í samstarfi við erlenda keðju og segir að þar hafi verið rætt um að fá fólk frá þeim til starfa. Það er nú komið í einhverja vinnslu. Sigurður segist hafa áhyggjur af áhrifum af þessu til framtíðar. „Það hefur gengið vel hjá verslunareigendum í sumar. Ef á að halda áfram að byggja á því þá verðum við að hafa eitthvert fólk til að sinna þessum störfum til að halda áfram þessum uppgangi,“ segir Sigurður. Stefán Melsteð, annar eigandi Snaps, tekur undir með Sigurði. Hann segir veitingastaðinn standa mjög vel í grunninn en erfitt sé að finna fólk í hlutastarf á haustin þegar skólinn byrjar og margir starfsmenn hætta. „Við auglýsum þokkalega og það kemur ekki mikið inn af umsóknum. Sérstaklega ef við auglýsum eftir reynslumiklu fólki þá kemur ekkert,“ segir Stefán. Hann telur þó að ástæða þess að svo fáir reynslumiklir finnist í störfin sé einnig sú að það séu svo fáir lærðir þjónar. „Nú er verið að tala um að byggja upp ferðaþjónustuna, þar með talið fleiri hótel og fleiri veitingastaði. Ég hef áhyggjur af því hvernig eigi að fá mannskap í það,“ segir Stefán. Stefán segir að það geti verið fyrirtækinu erfitt að flestir umsækjendur séu ungir krakkar, oft menntaskólanemar, sem þarf að þjálfa. Svo stoppar það stutt í vinnunni, hefur ekki áhuga á framtíðarstarfi, eða er að vinna við þjónustustörf í eins konar millibilsástandi. Auðvitað kostar þetta fyrirtækið alveg svakalega mikið. Snaps hefur ráðið eitthvað af erlendu fólki til sín til að sporna við þessu, hins vegar gera þeir meiri kröfur til þess að þjónar séu íslenskumælandi eftir fremsta megni þegar kemur að þjónustunni frammi í sal, nema í þeim tilvikum þar sem mikil reynsla er að baki. Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira
Atvinnuleysi hefur dregist töluvert saman á undanförnum misserum, hins vegar er það enn þá mælanlegt sér í lagi hjá ungu fólki. Í júlímánuði mældist atvinnuleysi 3,9% hjá fólki á aldrinum 16-24 ára og mældist það 6,8% í júní. Þrátt fyrir það virðist mjög erfitt að fá fólk í þjónustustörf. Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Sports Direct, segir að ástandið hafi aldrei verið eins slæmt og núna við að reyna að fá starfsfólk. Lítið af umsóknum berist þegar þeir auglýsi eftir starfsfólki. Hann segist jafnframt vita að þetta ástand sé ekki einstakt hjá honum heldur í þjónustustörfum almennt. „Okkur vantar fólk í fullt starf og hlutastarf, það virðist ekki breyta neinu hvort maður auglýsir. Það er enn þá mælanlegt atvinnuleysi og það er það sem kemur mér svo á óvart,“ segir Sigurður. Sigurður gerir ekki kröfu um fyrri reynslu og oft er það ungt fólk sem vinnur þessi störf. Spurður um hvernig hann ætli að reyna að manna störfin segist hann ætla að halda áfram að auglýsa og reyna að vera samkeppnishæfari miðað við aðra atvinnurekendur. Hins vegar hefur ein lausn hans á vandamálinu einfaldlega verið að flytja starfskrafta inn. Í síðustu viku hafði Sigurður þurft rúmlega 300 aukavinnustundir til að standa undir lágmarksþjónustu. Það er talað um að 171 vinnustund sé full vinna á mánuði, það vantaði því nærri tvær mánaðarstöður hjá mér á einni viku!" Í næstu viku ætlar hann því að fá fjóra Breta til að hjálpa sér. Hann er í samstarfi við erlenda keðju og segir að þar hafi verið rætt um að fá fólk frá þeim til starfa. Það er nú komið í einhverja vinnslu. Sigurður segist hafa áhyggjur af áhrifum af þessu til framtíðar. „Það hefur gengið vel hjá verslunareigendum í sumar. Ef á að halda áfram að byggja á því þá verðum við að hafa eitthvert fólk til að sinna þessum störfum til að halda áfram þessum uppgangi,“ segir Sigurður. Stefán Melsteð, annar eigandi Snaps, tekur undir með Sigurði. Hann segir veitingastaðinn standa mjög vel í grunninn en erfitt sé að finna fólk í hlutastarf á haustin þegar skólinn byrjar og margir starfsmenn hætta. „Við auglýsum þokkalega og það kemur ekki mikið inn af umsóknum. Sérstaklega ef við auglýsum eftir reynslumiklu fólki þá kemur ekkert,“ segir Stefán. Hann telur þó að ástæða þess að svo fáir reynslumiklir finnist í störfin sé einnig sú að það séu svo fáir lærðir þjónar. „Nú er verið að tala um að byggja upp ferðaþjónustuna, þar með talið fleiri hótel og fleiri veitingastaði. Ég hef áhyggjur af því hvernig eigi að fá mannskap í það,“ segir Stefán. Stefán segir að það geti verið fyrirtækinu erfitt að flestir umsækjendur séu ungir krakkar, oft menntaskólanemar, sem þarf að þjálfa. Svo stoppar það stutt í vinnunni, hefur ekki áhuga á framtíðarstarfi, eða er að vinna við þjónustustörf í eins konar millibilsástandi. Auðvitað kostar þetta fyrirtækið alveg svakalega mikið. Snaps hefur ráðið eitthvað af erlendu fólki til sín til að sporna við þessu, hins vegar gera þeir meiri kröfur til þess að þjónar séu íslenskumælandi eftir fremsta megni þegar kemur að þjónustunni frammi í sal, nema í þeim tilvikum þar sem mikil reynsla er að baki.
Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Sjá meira