Innlent

Miðakaup á Skaganum skiluðu tveimur milljónum króna

Birgir Olgeirsson skrifar
Vinningshafinn keypti miðann sinn á N1 við Þjóðbraut á Akranesi.
Vinningshafinn keypti miðann sinn á N1 við Þjóðbraut á Akranesi. fréttablaðið/gva
Miðar sem voru keyptir á Spáni, í Finnlandi og tveir í Münster í færðu eigendum sínum rúmlega 36,3 milljónir króna í vinninga í Eurojackpot. Hver vinningshafi um sig var með fimm réttar tölur og aðra stjörnutöluna. Þriðji vinningur, rúmlega 17,1 milljón skiptist á milli þriggja spilara, einn í Danmörku, einn á Ítalíu og einn í Þýskalandi. Hins vegar var enginn með 1. vinning að þessu sinni.  Einn íslenskur spilari sem keypti sér miða í N1 við Þjóðbraut á Akranesi var með allar Jókertölurnar réttar og þar með vinning upp á 2 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×