Fótbolti

Hannes hélt hreinu í þriðja sinn á tímabilinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hannes er að gera góða hluti í Hollandi.
Hannes er að gera góða hluti í Hollandi. vísir/vísir
Hannes Þór Halldórsson stóð vaktina vel í marki NEC Nijmegen sem gerði markalaust jafntefli við Roda JC í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Ekkert mark var skorað í leiknum, en þetta er í þriðja leiknum af fimm sem Hannes heldur hreinu í marki NEC.

NEC er í áttunda sæti deildarinnar með sjö stig, en Roda er í öðru sætinu með tíu stig eftir fyrstu fimm leikina.

Kristján Gauti Emilsson var ekki í leikmannahóp NEC vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×