Innlent

Eldur í Eldsmiðjunni

Bjarki Ármannsson skrifar
Slökkvilið að störfum í húsinu við Laugaveg 81, þar sem eldur kviknaði í skorsteini.
Slökkvilið að störfum í húsinu við Laugaveg 81, þar sem eldur kviknaði í skorsteini. Vísir/Nanna Elísa
Eldur kom upp í skorsteini hússins við Laugaveg 81, þar sem veitingahúsið Eldsmiðjan er til húsa, fyrr í kvöld. Slökkvilið er um þessar mundir að störfum á vettvangi og er búið að loka Barónstíg og Laugavegi frá Snorrabraut.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er búið að rýma húsið. Verið er að tryggja að eldurinn breiðist ekki úr skorsteininum yfir í nærliggjandi hús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×