Fjögurra ára uppbygging fyrir bí Snærós Sindradóttir skrifar 15. september 2015 07:00 Hjónin Auður Björg Sigurjónsdóttir og Kristinn Gíslason hafa síðan árið 2011 byggt upp ferðaþjónustu í Hellisheiðarvirkjun í gegn um fyrirtæki sitt, Orkusýn. Samningur við OR rennur út í október. vísir/vilhelm „Þegar litla gula hænan var búin að þreskja korn og baka brauðið þá komu aðrir til að éta það. Það er akkúrat það sem er verið að gera hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í dag,“ segir Kristinn H. Gíslason, en hann og kona hans, Auður Björg Sigurjónsdóttir, hafa rekið jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun síðan í mars 2011. Dótturfélag OR, Orka náttúrunnar (ON), hefur ákveðið að endurnýja ekki leigusamning við hjónin, sem rennur út í október, og sjá sjálft um sýninguna. Forsagan er sú að Auði var sagt upp sem deildarstjóra hjá kynningardeild OR árið 2010 í fjöldauppsögnum. Leiga á sýningarrými Hellisheiðarvirkjunar var svo boðin út og Auður og Kristinn hófu rekstur á sýningunni í mars árið 2011. „Við rákum þetta með bullandi tapi fyrstu tvö árin. Svo var afkoman orðin mjög þokkaleg. Fyrsta árið gaf okkur um tuttugu þúsund gesti en á síðasta ári komu 94 þúsund gestir. Við greiddum OR tíu milljónir í húsaleigu á síðasta ári fyrir að kynna þá og nú á bara að úthýsa okkur og greiða ekki neitt fyrir það, einhverja smáaura,“ segir Kristinn. Samkvæmt Kristni hefur ON boðið þeim að borga fyrir efnislega hluti sem þau hafa keypt inn í sýningarrýmið og 1,2 milljónir aukreitis fyrir viðskiptavild og dagbók um staðfestar bókanir fram á næsta ár. „En staðfestu bókanirnar jafngilda peningum upp á 28 milljónir. Það á sem sagt að fá allt fyrir ekkert.“ Uppbygging hjónanna hefur meðal annars falist í því að hafa leiðsögumann með ferðum um virkjunina og að hafa kynningarupptöku á níu tungumálum. Kristinn spáir því að ON muni tapa á því að taka reksturinn yfir. „Á fyrsta árinu tapa þeir þessum tíu milljónum sem þeir fengu í húsaleigu hjá okkur. Svo hafa svörin frá ferðaþjónustunni til okkar verið þannig að hún er með okkur. ON á eftir að tapa á rekstrinum svona fimmtán til tuttugu milljónum. Og hvar ætla þeir að fá það? Úr vasa orkukaupandans?“Eiríkur HjálmarssonMynd/Birgir Ísleifur GunnarssonEiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR og ON, segir að samningurinn við hjónin hafi fyrst verið til tveggja ára og svo framlengdur. Ákvæði banni að hann verði framlengdur aftur. Þá hafi valið staðið á milli þess að bjóða leiguna út aftur, sem hefði getað farið til þeirra ef þau hefðu haft besta boð, eða að hætta leigu á húsnæðinu. „Meðal þess sem hefur breyst frá því þetta var boðið út 2010 er að nú er komið nýtt fyrirtæki sem rekur þessar virkjanir. Það er fyrirtæki sem starfar alfarið á samkeppnismarkaði. Þar á bæ finnst mönnum eðlilegt að fyrirtækið sjái sjálft um að kynna sig og sína starfsemi.“ Eiríkur segir að þegar samningnum var að ljúka hafi viðræður verið teknar upp við félag hjónanna. „Þá komu fram kröfur um rúmar fjörutíu milljónir. Það er óhemju há fjárhæð að greiða leigjanda þegar leigusamningi lýkur.“ Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
„Þegar litla gula hænan var búin að þreskja korn og baka brauðið þá komu aðrir til að éta það. Það er akkúrat það sem er verið að gera hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í dag,“ segir Kristinn H. Gíslason, en hann og kona hans, Auður Björg Sigurjónsdóttir, hafa rekið jarðhitasýningu í Hellisheiðarvirkjun síðan í mars 2011. Dótturfélag OR, Orka náttúrunnar (ON), hefur ákveðið að endurnýja ekki leigusamning við hjónin, sem rennur út í október, og sjá sjálft um sýninguna. Forsagan er sú að Auði var sagt upp sem deildarstjóra hjá kynningardeild OR árið 2010 í fjöldauppsögnum. Leiga á sýningarrými Hellisheiðarvirkjunar var svo boðin út og Auður og Kristinn hófu rekstur á sýningunni í mars árið 2011. „Við rákum þetta með bullandi tapi fyrstu tvö árin. Svo var afkoman orðin mjög þokkaleg. Fyrsta árið gaf okkur um tuttugu þúsund gesti en á síðasta ári komu 94 þúsund gestir. Við greiddum OR tíu milljónir í húsaleigu á síðasta ári fyrir að kynna þá og nú á bara að úthýsa okkur og greiða ekki neitt fyrir það, einhverja smáaura,“ segir Kristinn. Samkvæmt Kristni hefur ON boðið þeim að borga fyrir efnislega hluti sem þau hafa keypt inn í sýningarrýmið og 1,2 milljónir aukreitis fyrir viðskiptavild og dagbók um staðfestar bókanir fram á næsta ár. „En staðfestu bókanirnar jafngilda peningum upp á 28 milljónir. Það á sem sagt að fá allt fyrir ekkert.“ Uppbygging hjónanna hefur meðal annars falist í því að hafa leiðsögumann með ferðum um virkjunina og að hafa kynningarupptöku á níu tungumálum. Kristinn spáir því að ON muni tapa á því að taka reksturinn yfir. „Á fyrsta árinu tapa þeir þessum tíu milljónum sem þeir fengu í húsaleigu hjá okkur. Svo hafa svörin frá ferðaþjónustunni til okkar verið þannig að hún er með okkur. ON á eftir að tapa á rekstrinum svona fimmtán til tuttugu milljónum. Og hvar ætla þeir að fá það? Úr vasa orkukaupandans?“Eiríkur HjálmarssonMynd/Birgir Ísleifur GunnarssonEiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR og ON, segir að samningurinn við hjónin hafi fyrst verið til tveggja ára og svo framlengdur. Ákvæði banni að hann verði framlengdur aftur. Þá hafi valið staðið á milli þess að bjóða leiguna út aftur, sem hefði getað farið til þeirra ef þau hefðu haft besta boð, eða að hætta leigu á húsnæðinu. „Meðal þess sem hefur breyst frá því þetta var boðið út 2010 er að nú er komið nýtt fyrirtæki sem rekur þessar virkjanir. Það er fyrirtæki sem starfar alfarið á samkeppnismarkaði. Þar á bæ finnst mönnum eðlilegt að fyrirtækið sjái sjálft um að kynna sig og sína starfsemi.“ Eiríkur segir að þegar samningnum var að ljúka hafi viðræður verið teknar upp við félag hjónanna. „Þá komu fram kröfur um rúmar fjörutíu milljónir. Það er óhemju há fjárhæð að greiða leigjanda þegar leigusamningi lýkur.“
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira