Hinir ósnertanlegu í kannabisræktun á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2015 14:36 Kannabisræktun er svo blómleg hér á landi að lögreglan segist hafa vísbendingar um að framleiðendur séu farnir að skoða útflutning. Vísir/GVA „Þó svo að vitneskjan um að þeir stundi þessa framleiðslu sé til staðar, þá nægir það ekki eitt og sér til að handtaka þá,“ segir Ásgeir Karlsson, úr greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi um nokkra aðila hér á landi sem lögreglan veit að standa fyrir umtalsverðri kannabisræktun. Þeirra er getið í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra þar sem lagt er mat á skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Að því er fram kemur í skýrslunni er kannabisræktun á Íslandi afar blómleg, svo blómleg að greiningardeildin telur kannabismarkaðinn hér á landi sjálfbæran og virðist innflutningur á þessum efnum hafa lagst af. Framleiðslunni hefur fleygt svo fram að hún virðist uppfylla þarfir stækkandi markaðar, bæði hvað varðar magn og gæði efnisins, og segist greiningardeildin hafa fyrir hendi vísbendingar um að framleiðendur kunni að huga að útflutningi á framleiðslu sinni. Grunsemdir hafa verið fyrir hendi um nokkurt skeið en engar sannanir liggja fyrir um útflutning. Samkvæmt greiningardeildinni standa nokkrir aðilar að umtalsverðri kannabisræktun hér á landi. Eru þeir sagðir fá aðra til að sinna ræktuninni og hafa af henni verulegar tekjur.Ásgeir Karlsson úr greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra. Vísir/PjeturVerður að vera rökstuddur grunur Spurning sem eftir stendur við lestur á skýrslunni er sú hvers vegna þessir nokkrir aðilar komast upp með að standa fyrir umtalsverðri kannabisframleiðslu hér á landi ef lögreglan veit af þeim og minnist á þá í þessari skýrslu? Af hverju eru þeir ekki einfaldlega handteknir? Ásgeir Karlsson segir málið ekki svo einfalt. „Þú verður að gruna þá um tiltekið brot og þegar um kannabisframleiðslu er að ræða, vita hvar ræktunin er niðurkomin, þá ertu kominn með ákveðið brot til að rannsaka,“ svarar Ásgeir. „Við höfum þessa vitneskju bæði vegna þess að fyrri rannsóknir hafa sýnt að viðkomandi er alltaf að koma við sögu í svona málum og eins eru ábendingar sem koma utan frá um þetta og hitt. Það eitt og sér nægir ekki til að fara og handtaka fólk, það verður að liggja fyrir rökstuddur grunur um tiltekið brot. Þetta er skýringin á þessu af hverju þetta er orðað með þessum hætti. Það eru nokkrir aðilar sem vitað er um að séu að stunda þessa framleiðslu en þú verður að vita hvar nákvæmlega ræktunin fer fram og þess háttar til að fara og handtaka menn.“Leppar taka skellinn Í skýrslunni er tekið fram að sömu einstaklingarnir koma ítrekað við sögu í samstarfi mismunandi hópa. Oftast er um þrjá til fjóra menn að ræða sem koma að hverri ræktun og hefur hver sitt hlutverk, allt frá því að fjármagna þær yfir í að taka skellinn ef upp kemst.Þekkt er að íbúðir séu ýmist keyptar eða teknar á leigu af leppum undir framleiðsluna.Vísir/ValliRæktunin fer fram í húsnæði af öllu tagi, meðal annars í fjölbýlishúsum þar sem íbúðir eru teknar á leigu undir ræktanir, einbýlishúsum, sumarbústöðum, iðnaðarhúsnæði, sveitabæjum, földum rýmum í fyrirtækjum og víðar. Er þróunin í þá átt að fjölga ræktunum en minnka umfang hverrar fyrir sig og minnka þannig áhættu þeirra sem í hlut eiga. Er það rakið til þess að viðurlög miðast við fjölda plantna í framleiðslu. Þekkt er að íbúðir séu ýmist keyptar eða teknar á leigu af leppum undir framleiðsluna og því getur það reynst lögreglunni erfitt að rekja slóð fjármagnsins og tengja þessar ræktanir við þessa nokkra aðila sem greiningardeildin minnist á.Engin sérstök klókindi „Oft á tíðum getur það reynst erfitt því sönnunarbyrðin getur oft verið snúin, tala nú ekki um að það sé ákveðið fyrir fram að einn taki á sig skellinn. Þá auðveldar það ekki rannsóknina,“ segir Ásgeir sem segir engin sérstök klókindi á bak við þetta. „Oft á tíðum kemur ábending um að það fari mögulega fram ræktun á tilteknum stað. Síðan er það sannreynt þá eru náttúrlega þeir sem koma þar við sögu búnir að ákveða að taka á sig sökina. Þá er kannski ekki hægt að teygja sig lengra ef það eru ekki fastar sannanir í hendi að einhverjir aðrir eiga þetta.“ Tengdar fréttir Verulegur hagnaður af skipulagðri glæpastarfsemi hér landi Illa fengið fé kann að valda markaðsskekkju hér á landi þegar það er notað til fjárfestinga í löglegri starfsemi og fasteignakaup. 13. september 2015 18:55 Lögreglan staðnar í klóm fjársveltis og manneklu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. 14. september 2015 20:00 Fimm til tíu skipulagðir glæpahópar starfi á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu. 13. september 2015 16:42 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
„Þó svo að vitneskjan um að þeir stundi þessa framleiðslu sé til staðar, þá nægir það ekki eitt og sér til að handtaka þá,“ segir Ásgeir Karlsson, úr greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi um nokkra aðila hér á landi sem lögreglan veit að standa fyrir umtalsverðri kannabisræktun. Þeirra er getið í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra þar sem lagt er mat á skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Að því er fram kemur í skýrslunni er kannabisræktun á Íslandi afar blómleg, svo blómleg að greiningardeildin telur kannabismarkaðinn hér á landi sjálfbæran og virðist innflutningur á þessum efnum hafa lagst af. Framleiðslunni hefur fleygt svo fram að hún virðist uppfylla þarfir stækkandi markaðar, bæði hvað varðar magn og gæði efnisins, og segist greiningardeildin hafa fyrir hendi vísbendingar um að framleiðendur kunni að huga að útflutningi á framleiðslu sinni. Grunsemdir hafa verið fyrir hendi um nokkurt skeið en engar sannanir liggja fyrir um útflutning. Samkvæmt greiningardeildinni standa nokkrir aðilar að umtalsverðri kannabisræktun hér á landi. Eru þeir sagðir fá aðra til að sinna ræktuninni og hafa af henni verulegar tekjur.Ásgeir Karlsson úr greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra. Vísir/PjeturVerður að vera rökstuddur grunur Spurning sem eftir stendur við lestur á skýrslunni er sú hvers vegna þessir nokkrir aðilar komast upp með að standa fyrir umtalsverðri kannabisframleiðslu hér á landi ef lögreglan veit af þeim og minnist á þá í þessari skýrslu? Af hverju eru þeir ekki einfaldlega handteknir? Ásgeir Karlsson segir málið ekki svo einfalt. „Þú verður að gruna þá um tiltekið brot og þegar um kannabisframleiðslu er að ræða, vita hvar ræktunin er niðurkomin, þá ertu kominn með ákveðið brot til að rannsaka,“ svarar Ásgeir. „Við höfum þessa vitneskju bæði vegna þess að fyrri rannsóknir hafa sýnt að viðkomandi er alltaf að koma við sögu í svona málum og eins eru ábendingar sem koma utan frá um þetta og hitt. Það eitt og sér nægir ekki til að fara og handtaka fólk, það verður að liggja fyrir rökstuddur grunur um tiltekið brot. Þetta er skýringin á þessu af hverju þetta er orðað með þessum hætti. Það eru nokkrir aðilar sem vitað er um að séu að stunda þessa framleiðslu en þú verður að vita hvar nákvæmlega ræktunin fer fram og þess háttar til að fara og handtaka menn.“Leppar taka skellinn Í skýrslunni er tekið fram að sömu einstaklingarnir koma ítrekað við sögu í samstarfi mismunandi hópa. Oftast er um þrjá til fjóra menn að ræða sem koma að hverri ræktun og hefur hver sitt hlutverk, allt frá því að fjármagna þær yfir í að taka skellinn ef upp kemst.Þekkt er að íbúðir séu ýmist keyptar eða teknar á leigu af leppum undir framleiðsluna.Vísir/ValliRæktunin fer fram í húsnæði af öllu tagi, meðal annars í fjölbýlishúsum þar sem íbúðir eru teknar á leigu undir ræktanir, einbýlishúsum, sumarbústöðum, iðnaðarhúsnæði, sveitabæjum, földum rýmum í fyrirtækjum og víðar. Er þróunin í þá átt að fjölga ræktunum en minnka umfang hverrar fyrir sig og minnka þannig áhættu þeirra sem í hlut eiga. Er það rakið til þess að viðurlög miðast við fjölda plantna í framleiðslu. Þekkt er að íbúðir séu ýmist keyptar eða teknar á leigu af leppum undir framleiðsluna og því getur það reynst lögreglunni erfitt að rekja slóð fjármagnsins og tengja þessar ræktanir við þessa nokkra aðila sem greiningardeildin minnist á.Engin sérstök klókindi „Oft á tíðum getur það reynst erfitt því sönnunarbyrðin getur oft verið snúin, tala nú ekki um að það sé ákveðið fyrir fram að einn taki á sig skellinn. Þá auðveldar það ekki rannsóknina,“ segir Ásgeir sem segir engin sérstök klókindi á bak við þetta. „Oft á tíðum kemur ábending um að það fari mögulega fram ræktun á tilteknum stað. Síðan er það sannreynt þá eru náttúrlega þeir sem koma þar við sögu búnir að ákveða að taka á sig sökina. Þá er kannski ekki hægt að teygja sig lengra ef það eru ekki fastar sannanir í hendi að einhverjir aðrir eiga þetta.“
Tengdar fréttir Verulegur hagnaður af skipulagðri glæpastarfsemi hér landi Illa fengið fé kann að valda markaðsskekkju hér á landi þegar það er notað til fjárfestinga í löglegri starfsemi og fasteignakaup. 13. september 2015 18:55 Lögreglan staðnar í klóm fjársveltis og manneklu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. 14. september 2015 20:00 Fimm til tíu skipulagðir glæpahópar starfi á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu. 13. september 2015 16:42 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Verulegur hagnaður af skipulagðri glæpastarfsemi hér landi Illa fengið fé kann að valda markaðsskekkju hér á landi þegar það er notað til fjárfestinga í löglegri starfsemi og fasteignakaup. 13. september 2015 18:55
Lögreglan staðnar í klóm fjársveltis og manneklu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. 14. september 2015 20:00
Fimm til tíu skipulagðir glæpahópar starfi á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á Íslandi telur sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu. 13. september 2015 16:42