Enski boltinn

Arnar: Hélt að verðmiðinn á Martial væri eitthvað grín

„Fyrri hálfleikurinn var svakalega leiðinlegur en það fyrsta sem Ashley Young gerir er að hlaupa á vörnina,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur í Messunni í gær, um spilamennsku Manchester United í stórleik helgarinnar.

Hjörvar Hafliðason fékk þá Arnar Gunnlaugsson og Þorvald sér til aðstoðar í Messunni í gær en þar var 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar gerð upp.

„Það var ekkert svoleiðis í fyrri hálfleik og það hefur ekkert verið hjá Manchester United undanfarið að leikmennirnir sæki á bakverðina. Hann gerir það, nær í aukaspyrnu og upp úr því fá þeir mark.“

Anthony Martial stimplaði sig inn í lið Manchester United með látum en hann gulltryggði sigurinn með marki í fyrsta leik sínum fyrir félagið.

„Hann byrjar ágætlega strákurinn. Það fyrsta sem ég hugsaði var að hann hugsar um að fara beint inn að markinu. Það litla sem ég hafði séð af honum fékk mig til að hugsa að hann væri hrár leikmaður og ég hélt að verðmiðinn væri grín,“ sagði Arnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×