Innlent

Benjamín Ólafsson fundinn heill á húfi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Benjamín er áhafnarmeðlimur á norska björgunarskipinu Siem Pilot.
Benjamín er áhafnarmeðlimur á norska björgunarskipinu Siem Pilot. VÍSIR/EPA
Benjamín Ólafsson, skipverji á norska björgunarskipinu Siem Pilot, fannst heill á húfi en hans hefur verið saknað frá aðfaranótt mánudags.

Faðir Benjamíns staðfestir þetta í samtali við Ríkisútvarpið en fjölskylda Benjamíns hélt út til Sikileyjar í gær til þess að hjálpa til við leitina. Fannst Benjamín heill á húfi en frekari upplýsingar hafa ekki verið gerðar opinberar. Blaðamannafundur vegna málsins verður haldinn á Ítalíu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×