4,4 milljónir horfðu á Ara: „Ég virtist hafa kveikt elda um allan heim“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 17. september 2015 13:30 Ari söng sig inn í hjörtu Íslendinga og heimsins í gær. Eða hvað? Mynd/Aðsend „Ég bjóst ekki við þessu þegar ég gerði þetta. Þetta sprakk bara upp strax,“ segir Ari Steinn Skarphéðinsson en hann fékk sínar tíu sekúndur af frægð í gær þegar snap-myndbandið sem hann sendi í sameiginlega Snapchat sögu Íslendinga var valið sem opnunaratriði sögunnar. „Þetta var eitthvað raul hjá mér, örvæntingarfull tilraun til að komast á Íslands-snappið.“ Ari Steinn söng lítið frumsamið lag til þess að bjóða Snapchat-áhorfendum um allan heim góðan dag. „Good morning Snapchat. How you doing today? This is Iceland calling and the weather is ridiculus,“ söng Ari og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Söngur Ara útleggst á íslensku: „Góðan daginn Snapchat. Hvernig hafið þið það í dag? Það er Ísland sem kallar og veðrið hér er út úr kortinu.“ Myndbandið má sjá hér að neðan. „Ég virtist hafa kveikt elda um allan heim,“ segi Ari og hlær. „Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að slökkva þá.“ Sá sem sendur inn myndbönd á Snapchat getur séð hversu margir hafa horft og segir Ari að sér hafi brugðið dálítið í morgun þegar hann sá að 4,4 milljónir manna höfðu séð myndbandið. „Og svo voru einhver 3400 skjáskot.“ Hann er virkur á Twitter og tók eftir því að fjölmargir höfðu skoðun á söng hans, bæði hérlendis og erlendis. Vinir hans voru líka duglegir að senda honum skilaboð og benda á ummæli um allan heim. „Ég hugsaði með mér að þetta væri fyndið að gera þetta. Ég ætlaði mér ekki að fara fyrir brjóstið á fólki,“ segir Ari sem tók engin ummælanna neitt nærri sér. Hann var kallaður „skömm Íslands“ af einum og þá stakk annar upp á því að hann yrði sviptur ríkisborgararétt.Hér má sjá skjáskot af Snapchat þar sem sést hversu margir horfðu á sönginn.Mynd/Ari „Ég var í vinnunni í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og við ræddum það á kaffistofunni um morguninn hvað það væri gaman að komast á snap Íslands. Ég sendi þetta eitthvað um níu en svo var klukkan orðin tólf og ekkert komið þannig að ég bjóst ekkert við að þetta færi inn. En svo kíkti ég á símann einhvern tímann eftir hádegi og þá biðu mín fjölmörg skilaboð frá vinum og skilaboð á Twitter. Ég sá þá svolítið eftir þessu strax,“ viðurkennir Ari. „Ég skil alveg fólkið sem varð fyrir kjánahrolli. En svo er bara ekki annað hægt en að hafa gaman að þessu.“ Hann segist ekki vanur því að syngja. „Nei, alls ekki, ég hef held ég snert míkrófón þrisvar sinnum yfir ævina.“Good morning snapchat, how you doing today? This is Iceland calling and the weather is ridiculous!!!!— Elfa Falsdóttir (@elfafals) September 16, 2015 Gaurinn sem er að syngja á Ísland snapinu er það versta— yung stevîa lord (@Lord_Luxus) September 16, 2015 Skömm Íslands pic.twitter.com/iph2GOQBfj— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) September 16, 2015 Vil bara þakka þessum manni fyrir að eyðileggja Ísland pic.twitter.com/tiCmO6FTuj— Pétur Már Bernhöft (@PesiBern) September 16, 2015 Ok er hægt að starta einhverri herferð til að afturkalla ríkisborgararéttindi gæjans sem er að syngja á Íslandssnappinu?— Ingi Oskarsson (@IngiDegeneres) September 16, 2015 In my life I've liked few things less than that white boy singing on the Iceland snap story.— ✨Kaya✨ (@TisIKaya) September 16, 2015 hahahahah ojjj bara...náunginn sem er að syngja í íslenska storyinu.. hvað ertu að gera vinur????— Björgvin Stefánsson (@badgalbjoggi) September 16, 2015 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
„Ég bjóst ekki við þessu þegar ég gerði þetta. Þetta sprakk bara upp strax,“ segir Ari Steinn Skarphéðinsson en hann fékk sínar tíu sekúndur af frægð í gær þegar snap-myndbandið sem hann sendi í sameiginlega Snapchat sögu Íslendinga var valið sem opnunaratriði sögunnar. „Þetta var eitthvað raul hjá mér, örvæntingarfull tilraun til að komast á Íslands-snappið.“ Ari Steinn söng lítið frumsamið lag til þess að bjóða Snapchat-áhorfendum um allan heim góðan dag. „Good morning Snapchat. How you doing today? This is Iceland calling and the weather is ridiculus,“ söng Ari og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Söngur Ara útleggst á íslensku: „Góðan daginn Snapchat. Hvernig hafið þið það í dag? Það er Ísland sem kallar og veðrið hér er út úr kortinu.“ Myndbandið má sjá hér að neðan. „Ég virtist hafa kveikt elda um allan heim,“ segi Ari og hlær. „Ég vissi ekkert hvernig ég ætti að slökkva þá.“ Sá sem sendur inn myndbönd á Snapchat getur séð hversu margir hafa horft og segir Ari að sér hafi brugðið dálítið í morgun þegar hann sá að 4,4 milljónir manna höfðu séð myndbandið. „Og svo voru einhver 3400 skjáskot.“ Hann er virkur á Twitter og tók eftir því að fjölmargir höfðu skoðun á söng hans, bæði hérlendis og erlendis. Vinir hans voru líka duglegir að senda honum skilaboð og benda á ummæli um allan heim. „Ég hugsaði með mér að þetta væri fyndið að gera þetta. Ég ætlaði mér ekki að fara fyrir brjóstið á fólki,“ segir Ari sem tók engin ummælanna neitt nærri sér. Hann var kallaður „skömm Íslands“ af einum og þá stakk annar upp á því að hann yrði sviptur ríkisborgararétt.Hér má sjá skjáskot af Snapchat þar sem sést hversu margir horfðu á sönginn.Mynd/Ari „Ég var í vinnunni í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og við ræddum það á kaffistofunni um morguninn hvað það væri gaman að komast á snap Íslands. Ég sendi þetta eitthvað um níu en svo var klukkan orðin tólf og ekkert komið þannig að ég bjóst ekkert við að þetta færi inn. En svo kíkti ég á símann einhvern tímann eftir hádegi og þá biðu mín fjölmörg skilaboð frá vinum og skilaboð á Twitter. Ég sá þá svolítið eftir þessu strax,“ viðurkennir Ari. „Ég skil alveg fólkið sem varð fyrir kjánahrolli. En svo er bara ekki annað hægt en að hafa gaman að þessu.“ Hann segist ekki vanur því að syngja. „Nei, alls ekki, ég hef held ég snert míkrófón þrisvar sinnum yfir ævina.“Good morning snapchat, how you doing today? This is Iceland calling and the weather is ridiculous!!!!— Elfa Falsdóttir (@elfafals) September 16, 2015 Gaurinn sem er að syngja á Ísland snapinu er það versta— yung stevîa lord (@Lord_Luxus) September 16, 2015 Skömm Íslands pic.twitter.com/iph2GOQBfj— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) September 16, 2015 Vil bara þakka þessum manni fyrir að eyðileggja Ísland pic.twitter.com/tiCmO6FTuj— Pétur Már Bernhöft (@PesiBern) September 16, 2015 Ok er hægt að starta einhverri herferð til að afturkalla ríkisborgararéttindi gæjans sem er að syngja á Íslandssnappinu?— Ingi Oskarsson (@IngiDegeneres) September 16, 2015 In my life I've liked few things less than that white boy singing on the Iceland snap story.— ✨Kaya✨ (@TisIKaya) September 16, 2015 hahahahah ojjj bara...náunginn sem er að syngja í íslenska storyinu.. hvað ertu að gera vinur????— Björgvin Stefánsson (@badgalbjoggi) September 16, 2015
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira