Enski boltinn

Kraftaverka-Clough | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Clough og Peter Taylor, aðstoðarmaður hans, koma mikið við sögu í I Believe in Miracles.
Clough og Peter Taylor, aðstoðarmaður hans, koma mikið við sögu í I Believe in Miracles. vísir/getty
Það styttist í að heimildarmyndin I Believe in Miracles verði frumsýnd í Bretlandi.

Myndin fjallar um fyrstu fimm ár Brian Clough við stjórnvölinn hjá Nottingham Forest, en á þeim tíma breytti hann Forest úr 2. deildarliði í tvöfalda Evrópumeistara.

Myndin einblínir sérstaklega á sigur Forest í Evrópukeppni meistaraliða (forvera Meistaradeildar Evrópu) 1979 en rætt er við alla leikmenn Forest sem tóku þátt í þessum sögulega sigri.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem saga Clough ratar á hvíta tjaldið en tíma hans hjá Derby County og Leeds United var gerð skil í leiknu myndinni The Damned United, sem er byggð á umdeildri skáldsögu David Peace.

Fjölskylda Clough var ekki sátt með þá mynd sem var dregin upp af honum í The Damned United en hún ku hafa lagt blessun sína yfir gerð þessarar myndar sem verður heimsfrumsýnd á City Ground, heimavelli Forest, 11. október næstkomandi.

Stiklu fyrir I Believe in Miracles má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×