Véfengja ákvörðun Viðlagatryggingar að bæta ekki tjón vegna flóða á Ísafirði Birgir Olgeirsson skrifar 1. september 2015 13:25 Viðlagatryggingar Íslands bættu ekki tjón sem varð á Ísafirði og í nágrenni í febrúar síðastliðnum en tjónið er talið nema yfir hundrað milljónum króna. Sigurjón J. Sigurðsson „Við erum enn að sækja þetta mál,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um tjónið sem varð vegna flóða í asahláku á Ísafirði og í nágrenni 8. febrúar síðastliðinn. Vatnsálagið í íbúa byggð neðan fjalls í Skutulsfirði, firðinum þar sem bærinn Ísafjörður stendur, er talið hafa náð 30 til 50 sentímetrum, um 300 til 500 millimetrum á tólf tímum, og útgjöld sem Ísafjarðarbær hefur orðið fyrir vegna tjóns talin nema einhverjum tugum milljóna króna. Viðlagatrygging Íslands gaf það út í mars síðastliðnum að stofnunin myndi ekki bæta þetta tjón sem varð á Ísafirði og í nágrenni því hvorki ár né lækir flæddu yfir bakka sína. Í minnisblaði Viðlagatryggingar kom fram að um hafi verið að ræða gríðarlegt magn leysingavatns sem streymdi fram í kjölfar mikilla rigningar og hláku og var fráveitukerfið ekki í stakk búið að taka við vatninu.Vatnsálagið er talið hafa náð 300 til 500 millimetrum á tólf tímum í asahlákunni á Ísafirði og í nágrenni síðastliðinn febrúar.Sigurjón J. SigurðssonViðlagatrygging Íslands vátryggir gegn beinu tjóni af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Forsendur bótaskyldu Viðlagatryggingar Íslands af völdum vatnsflóðs eru þær að ár eða lækir flæði skyndilega yfir bakka sína eða flóðbylgjur frá sjó eða vötn gangi á land og valdi skemmdum eða eyðileggingu á vátryggðum munum. Árleg eða reglubundin flóð úr ám, lækjum, sjó eða vötnum teljast ekki vatnsflóð. Viðlagatrygging Íslands vátryggir allar fasteignir og lausafé sem brunatryggt er hjá vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi hér á landi, auk þess eru opinber mannvirki vátryggð, þar á meðal hitaveitur, vatnsveitur og skolpveitur í eigu sveitarfélaga eða ríkissjóðs.Torfnesvöllur á Ísafirði en gervigrasvöllurinn sem er til hliðar við hann eyðilagðist í flóðinu í febrúar.Sigurjón J. Sigurðsson.Gísli Halldór segir yfirvöld í Ísafjarðarbæ hafa unnið með bæjarlögfræðingum í að véfengja þennan úrskurð. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum frá Veðurstofu Íslands og ýmsum aðstæðum hérna þá bendir ýmislegt til þess að vatnsálagið í byggð neðan fjalls á Ísafirði sunnudaginn 8. febrúar hafi verið 30 til 50 sentímetrar, það er að segja 300 til 500 millimetrar á tólf tímum. Það er alveg gríðarlegt magn enda var hér allt á floti,“ segir Gísli. Hann segir skýrt mat ekki hafa farið fram á heildartjóninu en miðað við tjón á gervigrasvellinum á Ísafirði og öllu fráveitukerfinu þá megi áætla að tjónið nemi yfir hundrað milljónir króna.Bæjarstarfsmenn Ísafjarðarbæjar máttu hafa sig alla við í febrúar síðastliðnum enda fór bærinn á flot.Sigurjón J. Sigurðsson.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heimsótti Siglufjörð um liðna helgi þar sem hann skoðaði bæjarfélagið eftir að það hafði orðið fyrir miklu tjóni vegna flóða. Viðlagatryggingar Íslands hafa gefið það út að það vatnstjón verði að öllum líkindum bætt þar sem Hvanneyrará hefði flætt yfir bakka sína og það geti ekki talist reglubundið flóð. Sigmundur Davíð sagði við Bítið á Bylgjunni í gær að til greina kæmi að Ofanflóðasjóður kæmi að málum vegna þess tjóns sem hefur orðið á Siglufirði. Gísli Halldór segir Ísafjarðarbæ hafa leitað til Ofanflóðasjóðs vegna þess tjóns sem varð í febrúar síðastliðnum. Erindi sveitarfélagsins var hins vegar vísað frá. „Við höfum ekki kært þann úrskurð því það er eins og kom fram í máli forsætisráðherra, það væri þá einhver sér aðgerð. Ég get alveg tekið undir það með forsætisráðherra að manni fyndist það kannski raunhæfur farvegur fyrir okkur líka að kanna leiðir með ofanflóðsjóði til að bæta þetta. Sérstaklega ef að Viðlagatryggingar ná ekki utan um þetta.“ Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
„Við erum enn að sækja þetta mál,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um tjónið sem varð vegna flóða í asahláku á Ísafirði og í nágrenni 8. febrúar síðastliðinn. Vatnsálagið í íbúa byggð neðan fjalls í Skutulsfirði, firðinum þar sem bærinn Ísafjörður stendur, er talið hafa náð 30 til 50 sentímetrum, um 300 til 500 millimetrum á tólf tímum, og útgjöld sem Ísafjarðarbær hefur orðið fyrir vegna tjóns talin nema einhverjum tugum milljóna króna. Viðlagatrygging Íslands gaf það út í mars síðastliðnum að stofnunin myndi ekki bæta þetta tjón sem varð á Ísafirði og í nágrenni því hvorki ár né lækir flæddu yfir bakka sína. Í minnisblaði Viðlagatryggingar kom fram að um hafi verið að ræða gríðarlegt magn leysingavatns sem streymdi fram í kjölfar mikilla rigningar og hláku og var fráveitukerfið ekki í stakk búið að taka við vatninu.Vatnsálagið er talið hafa náð 300 til 500 millimetrum á tólf tímum í asahlákunni á Ísafirði og í nágrenni síðastliðinn febrúar.Sigurjón J. SigurðssonViðlagatrygging Íslands vátryggir gegn beinu tjóni af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Forsendur bótaskyldu Viðlagatryggingar Íslands af völdum vatnsflóðs eru þær að ár eða lækir flæði skyndilega yfir bakka sína eða flóðbylgjur frá sjó eða vötn gangi á land og valdi skemmdum eða eyðileggingu á vátryggðum munum. Árleg eða reglubundin flóð úr ám, lækjum, sjó eða vötnum teljast ekki vatnsflóð. Viðlagatrygging Íslands vátryggir allar fasteignir og lausafé sem brunatryggt er hjá vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi hér á landi, auk þess eru opinber mannvirki vátryggð, þar á meðal hitaveitur, vatnsveitur og skolpveitur í eigu sveitarfélaga eða ríkissjóðs.Torfnesvöllur á Ísafirði en gervigrasvöllurinn sem er til hliðar við hann eyðilagðist í flóðinu í febrúar.Sigurjón J. Sigurðsson.Gísli Halldór segir yfirvöld í Ísafjarðarbæ hafa unnið með bæjarlögfræðingum í að véfengja þennan úrskurð. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum frá Veðurstofu Íslands og ýmsum aðstæðum hérna þá bendir ýmislegt til þess að vatnsálagið í byggð neðan fjalls á Ísafirði sunnudaginn 8. febrúar hafi verið 30 til 50 sentímetrar, það er að segja 300 til 500 millimetrar á tólf tímum. Það er alveg gríðarlegt magn enda var hér allt á floti,“ segir Gísli. Hann segir skýrt mat ekki hafa farið fram á heildartjóninu en miðað við tjón á gervigrasvellinum á Ísafirði og öllu fráveitukerfinu þá megi áætla að tjónið nemi yfir hundrað milljónir króna.Bæjarstarfsmenn Ísafjarðarbæjar máttu hafa sig alla við í febrúar síðastliðnum enda fór bærinn á flot.Sigurjón J. Sigurðsson.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heimsótti Siglufjörð um liðna helgi þar sem hann skoðaði bæjarfélagið eftir að það hafði orðið fyrir miklu tjóni vegna flóða. Viðlagatryggingar Íslands hafa gefið það út að það vatnstjón verði að öllum líkindum bætt þar sem Hvanneyrará hefði flætt yfir bakka sína og það geti ekki talist reglubundið flóð. Sigmundur Davíð sagði við Bítið á Bylgjunni í gær að til greina kæmi að Ofanflóðasjóður kæmi að málum vegna þess tjóns sem hefur orðið á Siglufirði. Gísli Halldór segir Ísafjarðarbæ hafa leitað til Ofanflóðasjóðs vegna þess tjóns sem varð í febrúar síðastliðnum. Erindi sveitarfélagsins var hins vegar vísað frá. „Við höfum ekki kært þann úrskurð því það er eins og kom fram í máli forsætisráðherra, það væri þá einhver sér aðgerð. Ég get alveg tekið undir það með forsætisráðherra að manni fyndist það kannski raunhæfur farvegur fyrir okkur líka að kanna leiðir með ofanflóðsjóði til að bæta þetta. Sérstaklega ef að Viðlagatryggingar ná ekki utan um þetta.“
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira