Segir undantekningu ef hjólaakreinarnar eru rétt nýttar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. september 2015 13:45 Bílstjórinn ók á brott skömmu eftir að Páll tók myndina. mynd/páll „Þetta er viðvarandi vandamál. Ég fer þarna tvisvar á dag og það er nær aldrei hrein braut. Það er alltaf einhver fyrir,“ segir Páll V. Bjarnason um hjólastígana á Hverfisgötu. Páll er arkitekt og er með stofu sem er staðsett á Laugarvegi. Hann hjólar þessa leið daglega í og úr vinnu. Er hann var á leiðinni til vinnu í gær hafði rútu verið lagt á hjólaakreinina. „Ég stoppaði hjá honum, bankaði á rúðuna hjá bílstjóranum og benti honum kurteisislega á að þetta væri hjólarein sem hann væri á. Hann gerði sér fullkomna grein fyrir því og spurði mig á móti hvar hann ætti eiginlega að leggja. Ég tjáði honum að hjólaakreinin væri ekki staðurinn en svar hans við því var að honum væri nokkuð sama,“ segir Páll.Undantekning ef akreinarnar eru rétt nýttar Samkvæmt Páli eru það ekki aðeins rútur og sendibílar sem leggja þarna heldur er einnig algengt að sjá þarna einkabíla. Myndinni deildi Páll í hópnum Samgönguhjólreiðar á Facebook og eru margir sem taka undir þessa ábendingu hans. „Þetta er ekki það eina. Það er fólk sem gengur á þeim og svo er talsvert um það að hjólreiðafólk hjóli á móti umferð. Það er akrein beggja vegin götunnar og það er einstefna á þeim báðum.“ Hann segir hjólastígana á Hverfisgötu vera eina mestu bragarbót í miðbænum varðandi hjólamenninguna og að framkvæmdin hafi verið hin metnaðarfyllsta af hálfu borgarinnar. „En það er mjög sorglegt að þær skuli ekki virka því menn virða þær ekki.“Vonar að leysist úr málinu innan skamms „Við reynum að taka tillit til allra og stoppa á stöðum þar sem við truflum sem minnst,“ segir Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri Reykjavík Excursions Kynnisferða. „Það er þannig að bílar mega staðnæmast og hleypa út fólki og það er enginn vísvitandi að reyna að stöðva umferð.“ Kristján segir það því miður svo að aðstæðurnar í miðbæ Reykjavíkur séu ekki eins og best verður á kosið fyrir aðkomu hópferðabíla. Hann vonast til þess að í samvinnu við borgaryfirvöld takist að skapa betra umhverfi en eins og staðan er í dag geti það komið fyrir að bílar þurfi að stoppa á óheppilegum stöðum. „Þegar það gerist þá reynum við að hafa það í eins stutta stund og hægt er. Ef það er í lengri tíma þá brýnum við það fyrir bílstjórum okkar að fara þá í burtu, taka hring og koma þá aftur til að trufla umferð sem minnst,“ segir Kristján. Hann segir að rútufyrirtæki og Samtök ferðaþjónustunnar lengi hafa bent á þennan vanda en framan af hafi það skilað litlu. Nú sé hins vegar hafið samtal milli fyrirtækjanna og borgaryfirvalda sem hann vonar að skili árangri. „Það sem myndi laga þennan vanda er að hafa stæði með reglulegu millibili þar sem hópferðabílar geta tekið farþega upp í. Sú vinna er hafin og skilar vonandi árangri áður en langt um líður,“ segir Kristján. Ýmsir notendur Twitter hafa tekið myndir af bílum sem lagt hefur verið á hjólreiðastígana á Hverfisgötunni og sett inn á samskiptavefinn undir #aðförin. Í fréttinni má sjá nokkrar slíkar færslur.Er þessi að reyna að slá met? #aðförin pic.twitter.com/6mqG9nRjmY— Arnór Hreiðarsson (@arnorhreidars) July 27, 2015 @logreglan #aðförin að einkabílnum pic.twitter.com/Vtq2nTjXh8— Sindri Rafn Kamban (@sindrikamban) June 4, 2015 .@gudmkri #aðförin #rúv #landrover #onelifeliveit pic.twitter.com/oP0fLGOWFG— Magnús B. Magnússon (@magnusberg) January 28, 2015 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Þetta er viðvarandi vandamál. Ég fer þarna tvisvar á dag og það er nær aldrei hrein braut. Það er alltaf einhver fyrir,“ segir Páll V. Bjarnason um hjólastígana á Hverfisgötu. Páll er arkitekt og er með stofu sem er staðsett á Laugarvegi. Hann hjólar þessa leið daglega í og úr vinnu. Er hann var á leiðinni til vinnu í gær hafði rútu verið lagt á hjólaakreinina. „Ég stoppaði hjá honum, bankaði á rúðuna hjá bílstjóranum og benti honum kurteisislega á að þetta væri hjólarein sem hann væri á. Hann gerði sér fullkomna grein fyrir því og spurði mig á móti hvar hann ætti eiginlega að leggja. Ég tjáði honum að hjólaakreinin væri ekki staðurinn en svar hans við því var að honum væri nokkuð sama,“ segir Páll.Undantekning ef akreinarnar eru rétt nýttar Samkvæmt Páli eru það ekki aðeins rútur og sendibílar sem leggja þarna heldur er einnig algengt að sjá þarna einkabíla. Myndinni deildi Páll í hópnum Samgönguhjólreiðar á Facebook og eru margir sem taka undir þessa ábendingu hans. „Þetta er ekki það eina. Það er fólk sem gengur á þeim og svo er talsvert um það að hjólreiðafólk hjóli á móti umferð. Það er akrein beggja vegin götunnar og það er einstefna á þeim báðum.“ Hann segir hjólastígana á Hverfisgötu vera eina mestu bragarbót í miðbænum varðandi hjólamenninguna og að framkvæmdin hafi verið hin metnaðarfyllsta af hálfu borgarinnar. „En það er mjög sorglegt að þær skuli ekki virka því menn virða þær ekki.“Vonar að leysist úr málinu innan skamms „Við reynum að taka tillit til allra og stoppa á stöðum þar sem við truflum sem minnst,“ segir Kristján Daníelsson framkvæmdastjóri Reykjavík Excursions Kynnisferða. „Það er þannig að bílar mega staðnæmast og hleypa út fólki og það er enginn vísvitandi að reyna að stöðva umferð.“ Kristján segir það því miður svo að aðstæðurnar í miðbæ Reykjavíkur séu ekki eins og best verður á kosið fyrir aðkomu hópferðabíla. Hann vonast til þess að í samvinnu við borgaryfirvöld takist að skapa betra umhverfi en eins og staðan er í dag geti það komið fyrir að bílar þurfi að stoppa á óheppilegum stöðum. „Þegar það gerist þá reynum við að hafa það í eins stutta stund og hægt er. Ef það er í lengri tíma þá brýnum við það fyrir bílstjórum okkar að fara þá í burtu, taka hring og koma þá aftur til að trufla umferð sem minnst,“ segir Kristján. Hann segir að rútufyrirtæki og Samtök ferðaþjónustunnar lengi hafa bent á þennan vanda en framan af hafi það skilað litlu. Nú sé hins vegar hafið samtal milli fyrirtækjanna og borgaryfirvalda sem hann vonar að skili árangri. „Það sem myndi laga þennan vanda er að hafa stæði með reglulegu millibili þar sem hópferðabílar geta tekið farþega upp í. Sú vinna er hafin og skilar vonandi árangri áður en langt um líður,“ segir Kristján. Ýmsir notendur Twitter hafa tekið myndir af bílum sem lagt hefur verið á hjólreiðastígana á Hverfisgötunni og sett inn á samskiptavefinn undir #aðförin. Í fréttinni má sjá nokkrar slíkar færslur.Er þessi að reyna að slá met? #aðförin pic.twitter.com/6mqG9nRjmY— Arnór Hreiðarsson (@arnorhreidars) July 27, 2015 @logreglan #aðförin að einkabílnum pic.twitter.com/Vtq2nTjXh8— Sindri Rafn Kamban (@sindrikamban) June 4, 2015 .@gudmkri #aðförin #rúv #landrover #onelifeliveit pic.twitter.com/oP0fLGOWFG— Magnús B. Magnússon (@magnusberg) January 28, 2015
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira