Meðferð útgáfufélags DV á tölvupóstum fyrrum starfsmanna ekki í samræmi við persónuverndarlög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. september 2015 14:37 Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, og Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður. vísir/anton brink „Þetta er afdráttarlaust lögbrot af hálfu forráðamanna DV og Sigurðar G. Guðjónssonar sem var auðvitað lykilpersóna í öllu leikritinu,“ segir Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, um úrskurð Persónuverndar í máli hans og tveggja annarra fyrrum starfsmanna miðilsins. Niðurstaða Persónuverndar er sú að meðferð útgáfufélags DV á tölvupósthólfum Reynis Traustasonar, Heiðu B. Heiðars og Jóns Trausta Reynissonar hafi ekki verið í samræmi við persónuverndarlög. Þremenningarnir kvörtuðu til Persónuverndar þann 21. nóvember í fyrra. Varðaði kvörtunin annars vegar notkun á tölvupósthólfi þeirra eftir að þau létu af störfum hjá DV og hins vegar miðlun og birtingu persónuupplýsinga af hálfu Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns, á persónuupplýsingum um Reyni Traustason.Tölvupóstur áframsendur á annað starfsfólk Kvörtunin sem tekur til meðferðar tölvupósthólfsins varðar meðal annars það að starfsmönnunum hafi ekki verið gefið færi á að skoða tölvupósthólf sín hjá DV eftir að þau hættu störfum. Þá var jafnframt kvartað yfir því að pósthólfin þeirra væru enn opin og að einkapóstur „hafi verið áframsendur á annað starfsfólk DV ehf. og hann opnaður, skoðaður og eftir atvikum að efni sem þar hafi verið að finna hafi verið vistað og afritað og /eða áframsent án samþykkis til þriðja aðila.“ Fallist er á það af hálfu Persónuverndar að með þessu hafi lög um persónuvernd verið brotin. Persónuvernd leggur það fyrir DV að staðfesta með skriflegum hætti að pósthólfum kvartenda hafi verið lokað. Þá þarf útgáfufélagið einnig að sýna fram á að þremenningunum hafi verið gefinn kostur „á að yfirfara pósthólf sín og eftir atvikum eyða eða áframsenda einkatölvupóst sinn, sem hefur borist á netföng þeirra.“Mun kæra þjófnað á handriti til lögreglu Kvörtun varðandi miðlun persónuupplýsinga um Reyni Traustason var hins vegar vísað frá. Sneri kvörtunin annars vegar að því að Sigurður G. hafi birt myndir af drögum að ævisögu Reynis Traustasonar á Facebook og hins vegar að hann hefði sent drögin á Björn Leifsson, eiganda World Class. Samkvæmt heimildum Vísis var öllu sem varðaði Sigurð G. í þessu máli vísað frá Persónuvernd. Reynir taldi að Sigurður hefði brotið gegn ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi með birtingu myndanna á Facebook en Persónuvernd segist í úrskurði sínum ekki taka afstöðu til þess ákvæðis. Þá falli tölvupóstsendingin til Björns Leifssonar undir fjarskiptalög og geti Reynir því kvartað til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna póstsins. Aðspurður hver næstu skref eru segir Reynir að Póst-og fjarskiptastofnun muni væntanlega taka málið fyrir en svo hyggst hann kæra þjófnaðinn á handritinu til lögreglunnar. Tengdar fréttir Hallarbylting var gerð á hluthafafundi DV í gær "Ég svo sannarlega vona að þeir sýni mér þá miskunn að reka mig,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV. 6. september 2014 09:30 Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum og Hallgrímur hefur störf á morgun. 7. september 2014 19:03 Setuverkfall á DV: Blaðamenn sitja aðgerðarlausir Samkvæmt heimildum Vísis ríkir eiginlegt setuverkfall á ritstjórn DV í Tryggvagötu. Blaðamenn sitja aðgerðarlausir við tölvuna og umbrotsfólk er farið heim. 8. september 2014 15:02 „Þessi gata verður farin til enda“ Reynir Traustason hefur leitað til Persónuverndar eftir að Sigurður G. Guðjónsson birti kafla úr væntanlegri sjálfsævisögu Reynis á Facebook-síðu sinni. 14. nóvember 2014 14:22 „Hann er búinn að fella mig og ég ligg í valnum“ „Ég má ekki hitta fólkið, ekki einu sinni til að kveðja,“ segir Reynir Traustason, 9. september 2014 09:25 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
„Þetta er afdráttarlaust lögbrot af hálfu forráðamanna DV og Sigurðar G. Guðjónssonar sem var auðvitað lykilpersóna í öllu leikritinu,“ segir Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri DV, um úrskurð Persónuverndar í máli hans og tveggja annarra fyrrum starfsmanna miðilsins. Niðurstaða Persónuverndar er sú að meðferð útgáfufélags DV á tölvupósthólfum Reynis Traustasonar, Heiðu B. Heiðars og Jóns Trausta Reynissonar hafi ekki verið í samræmi við persónuverndarlög. Þremenningarnir kvörtuðu til Persónuverndar þann 21. nóvember í fyrra. Varðaði kvörtunin annars vegar notkun á tölvupósthólfi þeirra eftir að þau létu af störfum hjá DV og hins vegar miðlun og birtingu persónuupplýsinga af hálfu Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns, á persónuupplýsingum um Reyni Traustason.Tölvupóstur áframsendur á annað starfsfólk Kvörtunin sem tekur til meðferðar tölvupósthólfsins varðar meðal annars það að starfsmönnunum hafi ekki verið gefið færi á að skoða tölvupósthólf sín hjá DV eftir að þau hættu störfum. Þá var jafnframt kvartað yfir því að pósthólfin þeirra væru enn opin og að einkapóstur „hafi verið áframsendur á annað starfsfólk DV ehf. og hann opnaður, skoðaður og eftir atvikum að efni sem þar hafi verið að finna hafi verið vistað og afritað og /eða áframsent án samþykkis til þriðja aðila.“ Fallist er á það af hálfu Persónuverndar að með þessu hafi lög um persónuvernd verið brotin. Persónuvernd leggur það fyrir DV að staðfesta með skriflegum hætti að pósthólfum kvartenda hafi verið lokað. Þá þarf útgáfufélagið einnig að sýna fram á að þremenningunum hafi verið gefinn kostur „á að yfirfara pósthólf sín og eftir atvikum eyða eða áframsenda einkatölvupóst sinn, sem hefur borist á netföng þeirra.“Mun kæra þjófnað á handriti til lögreglu Kvörtun varðandi miðlun persónuupplýsinga um Reyni Traustason var hins vegar vísað frá. Sneri kvörtunin annars vegar að því að Sigurður G. hafi birt myndir af drögum að ævisögu Reynis Traustasonar á Facebook og hins vegar að hann hefði sent drögin á Björn Leifsson, eiganda World Class. Samkvæmt heimildum Vísis var öllu sem varðaði Sigurð G. í þessu máli vísað frá Persónuvernd. Reynir taldi að Sigurður hefði brotið gegn ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi með birtingu myndanna á Facebook en Persónuvernd segist í úrskurði sínum ekki taka afstöðu til þess ákvæðis. Þá falli tölvupóstsendingin til Björns Leifssonar undir fjarskiptalög og geti Reynir því kvartað til Póst- og fjarskiptastofnunar vegna póstsins. Aðspurður hver næstu skref eru segir Reynir að Póst-og fjarskiptastofnun muni væntanlega taka málið fyrir en svo hyggst hann kæra þjófnaðinn á handritinu til lögreglunnar.
Tengdar fréttir Hallarbylting var gerð á hluthafafundi DV í gær "Ég svo sannarlega vona að þeir sýni mér þá miskunn að reka mig,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV. 6. september 2014 09:30 Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum og Hallgrímur hefur störf á morgun. 7. september 2014 19:03 Setuverkfall á DV: Blaðamenn sitja aðgerðarlausir Samkvæmt heimildum Vísis ríkir eiginlegt setuverkfall á ritstjórn DV í Tryggvagötu. Blaðamenn sitja aðgerðarlausir við tölvuna og umbrotsfólk er farið heim. 8. september 2014 15:02 „Þessi gata verður farin til enda“ Reynir Traustason hefur leitað til Persónuverndar eftir að Sigurður G. Guðjónsson birti kafla úr væntanlegri sjálfsævisögu Reynis á Facebook-síðu sinni. 14. nóvember 2014 14:22 „Hann er búinn að fella mig og ég ligg í valnum“ „Ég má ekki hitta fólkið, ekki einu sinni til að kveðja,“ segir Reynir Traustason, 9. september 2014 09:25 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Hallarbylting var gerð á hluthafafundi DV í gær "Ég svo sannarlega vona að þeir sýni mér þá miskunn að reka mig,“ segir Reynir Traustason ritstjóri DV. 6. september 2014 09:30
Hallgrímur Thorsteinsson ráðinn ritstjóri DV Reynir Traustason hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum og Hallgrímur hefur störf á morgun. 7. september 2014 19:03
Setuverkfall á DV: Blaðamenn sitja aðgerðarlausir Samkvæmt heimildum Vísis ríkir eiginlegt setuverkfall á ritstjórn DV í Tryggvagötu. Blaðamenn sitja aðgerðarlausir við tölvuna og umbrotsfólk er farið heim. 8. september 2014 15:02
„Þessi gata verður farin til enda“ Reynir Traustason hefur leitað til Persónuverndar eftir að Sigurður G. Guðjónsson birti kafla úr væntanlegri sjálfsævisögu Reynis á Facebook-síðu sinni. 14. nóvember 2014 14:22
„Hann er búinn að fella mig og ég ligg í valnum“ „Ég má ekki hitta fólkið, ekki einu sinni til að kveðja,“ segir Reynir Traustason, 9. september 2014 09:25