Leggja til að loka háskóla á Laugarvatni Sveinn Arnarsson skrifar 4. september 2015 07:00 Kennsla í íþróttafræðum hefur verið á Laugarvatni í áratugi. Nú eru tillögur uppi um að leggja námið niður á þeim stað og flytja það til Reykjavíkur. Lagt er til í nýrri skýrslu að leggja niður íþróttafræðasetrið á Laugarvatni og flytja það til Reykjavíkur. Skýrslan var unnin að beiðni Kristínar Ingólfsdóttur, fyrrverandi rektors, sem þáttur í að móta framtíðarstefnu og fyrirkomulag um staðsetningu náms í íþrótta- og heilsufræði við menntavísindasvið skólans. Skýrslan var skrifuð af Ástu Möller, sem var formaður nefndarinnar, Magnúsi Lyngdal Magnússyni og Sigurlaugu Ingibjörgu Lövdahl. Þingmönnum Suðurkjördæmis var kynnt efni skýrslunnar í gær við dræmar undirtektir. Einnig var hún til umræðu á háskólaráðsfundi Háskóla Íslands í gær.Haraldur Einarsson, þingmaður FramsóknarflokksinsHaraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir þessar tillögur agalegar fyrir Bláskógabyggð. „Við funduðum með rektor og formanni hópsins og fengum kynningu á innihaldinu. Þetta mun hafa mikil áhrif á stærsta byggðakjarna Bláskógabyggðar. Íþróttafræðasetrið hefur verið sterk stoð í byggðarlaginu og ef þetta fer þá mun það hafa gífurlegar afleiðingar. Ég mun berjast gegn þessum tillögum á mínum vettvangi,“ segir Haraldur. Í sama streng tekur Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingar. „Mér líst ekkert á þessar tillögur og tel þær ekki skynsamlegar. Það eru mörg afleidd störf í Bláskógabyggð sem verða til fyrir það að skólinn er á þessum stað og það er augljóst að þetta mun hafa mikil áhrif,“ segir Oddný. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks, segir mikilvægt að skólinn verði áfram með starfsemi á Laugarvatni. „Við ættum frekar að efla mánið á Laugarvatni og sækja fram og nýta þannig þá fjárfestingu sem ríkið hefur lagt fjármagn í á Laugarvatni.“Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður SjálfstæðisflokksinsÞóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við HA, segir það skipta máli að háskólastarf nái til alls landsins. „Þetta svæði á sér langa skólasögu og hefur í gegnum tíðina verið að útskrifa fólk með mikilli prýði og gott dæmi um að það þurfi ekki að þjappa öllu háskólastarfi saman í Reykjavík,“ segir Þóroddur. „Það skiptir miklu máli fyrir þessar háskólastofnanir vítt og breitt um landið að þær séu sjálfstæðar stofnanir. Við höfum séð þetta áður með flutning stofnana en nú er bara verið að flytja stofnun í hina áttina, frá landsbyggðunum til Reykjavíkur.“ Fjórar tillögur eru nefndar í skýrslunni. Sú fyrsta er að grunnnám verði flutt til Reykjavíkur, í annan stað að flytja grunnnám til höfuðborgarinnar og skipuleggja nám í samstarfi við Háskólann á Akureyri, í þriðja lagi að nám í íþróttafærðum verði lagt niður í heild sinni sem nám við menntavísindasvið HÍ og sú fjórða að halda grunnnámi áfram á Laugarvatni en með breyttu sniði. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Lagt er til í nýrri skýrslu að leggja niður íþróttafræðasetrið á Laugarvatni og flytja það til Reykjavíkur. Skýrslan var unnin að beiðni Kristínar Ingólfsdóttur, fyrrverandi rektors, sem þáttur í að móta framtíðarstefnu og fyrirkomulag um staðsetningu náms í íþrótta- og heilsufræði við menntavísindasvið skólans. Skýrslan var skrifuð af Ástu Möller, sem var formaður nefndarinnar, Magnúsi Lyngdal Magnússyni og Sigurlaugu Ingibjörgu Lövdahl. Þingmönnum Suðurkjördæmis var kynnt efni skýrslunnar í gær við dræmar undirtektir. Einnig var hún til umræðu á háskólaráðsfundi Háskóla Íslands í gær.Haraldur Einarsson, þingmaður FramsóknarflokksinsHaraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir þessar tillögur agalegar fyrir Bláskógabyggð. „Við funduðum með rektor og formanni hópsins og fengum kynningu á innihaldinu. Þetta mun hafa mikil áhrif á stærsta byggðakjarna Bláskógabyggðar. Íþróttafræðasetrið hefur verið sterk stoð í byggðarlaginu og ef þetta fer þá mun það hafa gífurlegar afleiðingar. Ég mun berjast gegn þessum tillögum á mínum vettvangi,“ segir Haraldur. Í sama streng tekur Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingar. „Mér líst ekkert á þessar tillögur og tel þær ekki skynsamlegar. Það eru mörg afleidd störf í Bláskógabyggð sem verða til fyrir það að skólinn er á þessum stað og það er augljóst að þetta mun hafa mikil áhrif,“ segir Oddný. Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokks, segir mikilvægt að skólinn verði áfram með starfsemi á Laugarvatni. „Við ættum frekar að efla mánið á Laugarvatni og sækja fram og nýta þannig þá fjárfestingu sem ríkið hefur lagt fjármagn í á Laugarvatni.“Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður SjálfstæðisflokksinsÞóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við HA, segir það skipta máli að háskólastarf nái til alls landsins. „Þetta svæði á sér langa skólasögu og hefur í gegnum tíðina verið að útskrifa fólk með mikilli prýði og gott dæmi um að það þurfi ekki að þjappa öllu háskólastarfi saman í Reykjavík,“ segir Þóroddur. „Það skiptir miklu máli fyrir þessar háskólastofnanir vítt og breitt um landið að þær séu sjálfstæðar stofnanir. Við höfum séð þetta áður með flutning stofnana en nú er bara verið að flytja stofnun í hina áttina, frá landsbyggðunum til Reykjavíkur.“ Fjórar tillögur eru nefndar í skýrslunni. Sú fyrsta er að grunnnám verði flutt til Reykjavíkur, í annan stað að flytja grunnnám til höfuðborgarinnar og skipuleggja nám í samstarfi við Háskólann á Akureyri, í þriðja lagi að nám í íþróttafærðum verði lagt niður í heild sinni sem nám við menntavísindasvið HÍ og sú fjórða að halda grunnnámi áfram á Laugarvatni en með breyttu sniði.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði