Átakið Klárum málið berst gegn mænusótt í heiminum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. september 2015 13:52 Hér sést barn í Afghanistan fá bólusetningu við mænusótt fyrr í sumar. vísir/getty Af hverjum seldum kaffidrykk á Te&Kaffi munu 25 krónur renna til bólusetningar barna í stríðshrjáðum löndum gegn mænusótt. Þetta er meðal þess sem felst í átakinu Klárum málið sem ýtt var úr vör í dag. Á stríðssvæðum og í flóttamannabúðum eru börn berskjölduð gagnvart mænusótt. Tvö börn veiktust í Úkraínu fyrr í vikunni en það eru fyrstu tilfellin í Evrópu síðan 2010 og má rekja til þess hversu margir eru nú á flótta vegna átakanna í Úkraínu og hve hlutfall bólusetninga er lágt. Í Sýrlandi spruttu upp tilfelli í kjölfar stríðsins þar í landi. „Mörg börn sem hafa neyðst til að leggja á flótta hafa misst af reglulegum bólusetningum og það er áhyggjuefni,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Á Íslandi eru börn bólusett gegn mænusótt þrátt fyrir að veikin hafi ekki verið landlæg hér í meira en hálfa öld. Það sýnir mikilvægi þess að útrýma henni endanlega úr heiminum. Meðan eitt barn er sýkt eru öll börn í hættu.“Landlæg á Íslandi til 1956 Mænusótt, einnig þekkt sem lömunarveiki, veldur lömun og engin lyf eru til við sjúkdómnum. Bólusetning er eina leiðin til að hindra hann og koma í veg fyrir að hann valdi skaða. Ólíkt flestum sjúkdómum er hægt að útrýma mænusótt algjörlega. Sjúkdómurinn var landlægur í 125 ríkjum árið 1988 en í dag er veikin aðeins landlæg í Afganistan, Pakistan og Nígeríu. Mænusótt olli miklum skaða á Íslandi áður en bóluefni gegn sjúkdómnum var fundið upp. Bóluefnið kom hingað til lands árið 1956 og eftir það var sjúkdómurinn nánast óþekktur hérlendis. Fólk hér á landi sem fékk veikina sem barn glímir hins vegar enn við afleiðingar sjúkdómsins. Líkt og áður segir gefur Te&Kaffi andvirði einnar bólusetningar fyrir hvern seldan kaffidrykk. Einnig er hægt að senda sms-ið BARN í númerið 1900 og gefa þannig 1.000 krónur eða andvirði fjörutíu bólusetninga. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Af hverjum seldum kaffidrykk á Te&Kaffi munu 25 krónur renna til bólusetningar barna í stríðshrjáðum löndum gegn mænusótt. Þetta er meðal þess sem felst í átakinu Klárum málið sem ýtt var úr vör í dag. Á stríðssvæðum og í flóttamannabúðum eru börn berskjölduð gagnvart mænusótt. Tvö börn veiktust í Úkraínu fyrr í vikunni en það eru fyrstu tilfellin í Evrópu síðan 2010 og má rekja til þess hversu margir eru nú á flótta vegna átakanna í Úkraínu og hve hlutfall bólusetninga er lágt. Í Sýrlandi spruttu upp tilfelli í kjölfar stríðsins þar í landi. „Mörg börn sem hafa neyðst til að leggja á flótta hafa misst af reglulegum bólusetningum og það er áhyggjuefni,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Á Íslandi eru börn bólusett gegn mænusótt þrátt fyrir að veikin hafi ekki verið landlæg hér í meira en hálfa öld. Það sýnir mikilvægi þess að útrýma henni endanlega úr heiminum. Meðan eitt barn er sýkt eru öll börn í hættu.“Landlæg á Íslandi til 1956 Mænusótt, einnig þekkt sem lömunarveiki, veldur lömun og engin lyf eru til við sjúkdómnum. Bólusetning er eina leiðin til að hindra hann og koma í veg fyrir að hann valdi skaða. Ólíkt flestum sjúkdómum er hægt að útrýma mænusótt algjörlega. Sjúkdómurinn var landlægur í 125 ríkjum árið 1988 en í dag er veikin aðeins landlæg í Afganistan, Pakistan og Nígeríu. Mænusótt olli miklum skaða á Íslandi áður en bóluefni gegn sjúkdómnum var fundið upp. Bóluefnið kom hingað til lands árið 1956 og eftir það var sjúkdómurinn nánast óþekktur hérlendis. Fólk hér á landi sem fékk veikina sem barn glímir hins vegar enn við afleiðingar sjúkdómsins. Líkt og áður segir gefur Te&Kaffi andvirði einnar bólusetningar fyrir hvern seldan kaffidrykk. Einnig er hægt að senda sms-ið BARN í númerið 1900 og gefa þannig 1.000 krónur eða andvirði fjörutíu bólusetninga.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira