Ekkert stöðvar flóttann til Evrópu Una Sighvatsdóttir skrifar 4. september 2015 19:15 Hundruð flóttamanna eru lögð af stað fótgangandi gegnum Ungverjaland, eftir að hafa beðið dögum saman á lestarstöðinni í Búdapest. Sameinuðu þjóðirnar segja að runnin sé upp örlagastund fyrir Evrópu. Fólkið ætlar gangandi til Austurríkis, um 240 kílómetra leið. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa reynt að hindra för þúsunda til Vestur-Evrópu og samþykktu í dag hert lög sem veita m.a. lögreglu aukna heimild til valdbeitingar gegn flóttafólki. Táragasi var beitt í flóttamannabúðum í bænum Röszke, þar sem verið er að reisa háa girðingu á landamærum Ungverjalands við Serbíu.Ungverska lögreglan stendur vörð við fllóttamannabúðirnar í Roszke skammt frá landamærunum við SerbíuEkkert virðist hinsvegar stöðva flóttann til Evrópu. Tyrkneska strandgæslan stöðvaði í dag för 57 flóttamanna sem reyndu að komast sjóleiðina til grísku eyjarinnar Kos. Ljósmynd af barnungum dreng sem drukknaði á sömu leið fyrir nokkrum dögum virðist engin áhrif hafa. Drengurinn, Aylan Kurdi, var borinn til grafar í Sýrlandi í dag ásamt bróður sínum og móður. Faðirinn, Abdullah Kurdi, sagðist vona að dauði fjölskyldu hans hreyfi við Arabaríkjum. „Ég vil að ríkisstjórnir Arabaríkja – ekki Evrópuríkja – sjái hvað kom fyrir börnin mín, og það verði til þess að þau komi fólki til hjálpar. Það er það eina sem ég vil. Öll fjölskylda mín dó. Þau eru píslarvottar núna, en ég vona að dauði þeirra verði til þess að þeir sem enn eru nauðstaddir sé hjálpað. Það er komið nóg af þessu stríði. Ég veit ekki hvað meira ég get sagt. Ég er svo þreyttur, látið mig bara í friði í guðs nafni,“ sagði Kurdi við fjölmiðla eftir jarðarförina í dag. Yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, segir að um örlagastund sé að ræða fyrir Evrópu, sem verði að koma sér saman um áætlun um að taka við minnst tvö hundruð þúsund manns. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Hundruð flóttamanna eru lögð af stað fótgangandi gegnum Ungverjaland, eftir að hafa beðið dögum saman á lestarstöðinni í Búdapest. Sameinuðu þjóðirnar segja að runnin sé upp örlagastund fyrir Evrópu. Fólkið ætlar gangandi til Austurríkis, um 240 kílómetra leið. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa reynt að hindra för þúsunda til Vestur-Evrópu og samþykktu í dag hert lög sem veita m.a. lögreglu aukna heimild til valdbeitingar gegn flóttafólki. Táragasi var beitt í flóttamannabúðum í bænum Röszke, þar sem verið er að reisa háa girðingu á landamærum Ungverjalands við Serbíu.Ungverska lögreglan stendur vörð við fllóttamannabúðirnar í Roszke skammt frá landamærunum við SerbíuEkkert virðist hinsvegar stöðva flóttann til Evrópu. Tyrkneska strandgæslan stöðvaði í dag för 57 flóttamanna sem reyndu að komast sjóleiðina til grísku eyjarinnar Kos. Ljósmynd af barnungum dreng sem drukknaði á sömu leið fyrir nokkrum dögum virðist engin áhrif hafa. Drengurinn, Aylan Kurdi, var borinn til grafar í Sýrlandi í dag ásamt bróður sínum og móður. Faðirinn, Abdullah Kurdi, sagðist vona að dauði fjölskyldu hans hreyfi við Arabaríkjum. „Ég vil að ríkisstjórnir Arabaríkja – ekki Evrópuríkja – sjái hvað kom fyrir börnin mín, og það verði til þess að þau komi fólki til hjálpar. Það er það eina sem ég vil. Öll fjölskylda mín dó. Þau eru píslarvottar núna, en ég vona að dauði þeirra verði til þess að þeir sem enn eru nauðstaddir sé hjálpað. Það er komið nóg af þessu stríði. Ég veit ekki hvað meira ég get sagt. Ég er svo þreyttur, látið mig bara í friði í guðs nafni,“ sagði Kurdi við fjölmiðla eftir jarðarförina í dag. Yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, segir að um örlagastund sé að ræða fyrir Evrópu, sem verði að koma sér saman um áætlun um að taka við minnst tvö hundruð þúsund manns.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira