Innlent

Óttar Proppé einn í framboði til formanns?

Sveinn Arnarsson skrifar
Þegar þetta er skrifað eru um 45 mínútur eftir af framboðsfrestinum og Ottar einn í framboði.
Þegar þetta er skrifað eru um 45 mínútur eftir af framboðsfrestinum og Ottar einn í framboði. Vísir/Pjetur/Valli
Óttar Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, er sá eini sem skilað hefur inn framboði til formanns flokksins en ársfundur flokksins hefst nú á Ásbrú klukkan 11. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður í Norðausturkjördæmi, verður þingflokksformaður flokksins, samkvæmt heimildum flokksins. Framboðsfrestur til formanns flokksins rennur út þegar fundur hefst.  

Heimildir Vísis herma að Óttar verði sjálfkjörinn sem formaður flokksins og enginn bjóði sig fram á móti honum. Þingflokkurinn hittist svo á fundi í gær og sammældist um að Brynhildur yrði þingflokksformaður á komanvi vetri í þinginu. Þar með munu Guðmundur Steingrímsson og Róbert Marshall stíga til hliðar og verða óbreyttir þingmenn. 

Staða Bjartrar framtíðar í könnunum upp á síðkastið hefur verið slæm og hefur flokkurinn ítrekað mælst undir fimm prósenta lágmarkinu til að ná manni kjörnum inn á þing. Heiða Kristín Helgadóttir, varaþingmaður flokksins og fyrrum aðstoðarmaður Jóns Gnarr hjá Besta flokknum í Reykjavík, opinbera svo óánægju sína með stjórn flokksins og taldi það skynsamlegast að skipta um í brúnni því staðan væri óásættanleg. 

Margir töldu að kominn væri tími á konu sem formann flokksins. Heiða Kristín hugsaði sig sjálf lengi um en ákvað svo að gefa ekki kosta á sér. Nöfn Brynhildar Pétursdóttur, Bjartar Ólafsdóttur og Guðlaugar Kristjánsdóttur komu því í kjölfarið upp sem mögulegir arftakar Guðmundar sem formaður.  

Þing verður sett í næstu viku og er verkefnið ærið fyrir flokkinn að rífa sig upp í könnunum. Samkvæmt heimildum Vísis munu þingmenn byrja snemma að vera á tánum og vera sýnilegir í þinginu til að rödd flokksins nái að heyrast sem mest á komandi þingi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×