Innlent

Ölvaður ökumaður á Selfossi stefndi lífi vegfarenda í hættu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að margt fólk sé vanalega á svæðinu þar sem maðurinn ók um og svo hafi einnig verið í þetta skipti.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að margt fólk sé vanalega á svæðinu þar sem maðurinn ók um og svo hafi einnig verið í þetta skipti. vísir/pjetur
Um hádegisbil á fimmtudag í síðustu viku handtók lögreglan á Suðurlandi ökumann sem grunaður er um ölvun við akstur. Maðurinn ók á tvo ljósastaura við Langholt á Selfossi á móti Fjölbrautskóla Suðurlands.

Ekki stöðvaði sá árekstur manninn sem hélt áfram og ók yfir gangbrautarskilti en ökuferðinni lauk þegar bíllinn stöðvaðist við tré skammt frá.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að margt fólk sé vanalega á svæðinu þar sem maðurinn ók um og svo hafi einnig verið í þetta skipti.

„Mátti litlu muna að illa færi þar sem tvær stúlkur höfðu augnabliki áður staðið við annan ljósastaurinn að losa sig við rusl í ruslafötu sem var á staurnum. Ökumaðurinn verður kærður fyrir umferðarlaga- og hegningarlagabrot þar sem hann er talinn hafa stofnað lífi og heilsu annara í augljósan háska.“

Hér að neðan má sjá tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi í heild sinni þar sem greint er frá verkefnum hennar í liðinni viku.

Helstu verkefni lögreglunnar á Suðurlandi vikuna 1. til 7. September 2015.Maður var sleginn með flösku í höfuðið í hú...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Monday, 7 September 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×