Innlent

Ölvaður og án ökuréttinda með barn í bílnum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ökumaðurinn viðurkenndi fyrir lögreglu að hafa neytt áfengis og var fluttur, ásamt barninu, niður á lögreglustöð.
Ökumaðurinn viðurkenndi fyrir lögreglu að hafa neytt áfengis og var fluttur, ásamt barninu, niður á lögreglustöð. vísir/getty
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ölvaðan ökumann um helgina sem var með ungt barn í framsæti bílsins.

Ökumaðurinn viðurkenndi fyrir lögreglu að hafa neytt áfengis og var fluttur, ásamt barninu, niður á lögreglustöð. Þar viðurkenndi hann að hefði misst ökuréttindi sín og að hann vissi að hann væri enn án þeirra.

Aðstandandi kom og sótti barnið og þá var barnaverndaryfirvöldum gert viðvart.

Þá var annar ökumaður stöðvaður sem var ekki heldur með ökuréttindi, ók undir áhrifum fíkniefna og þá var hann líka með efni í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×