Innlent

Sóttu vélarvana bát á Þingvallavatn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mynd/Björgunarfélag Árborgar
Bátahópur björgunarfélags Árborgar og björgunarsveitin Ingunn voru seinni partinn í gær kölluð út vegna vélarvana báts á miðju Þingvallavatni.

Sveitirnar brugðust fljótt við og rúmri klukkustund eftir að útkallið barst hafði bátur sveitarinnar tekið vélarvana bátinn í tog. Einn maður var um borð í bátnum og sakaði hann ekki.

Fimm félagar sveitarinnar fóru í útkallið auk hússtjórnar og svæðisstjórnarmanna sveitarinnar.

Meðfylgjandi eru myndir frá útkallinu sem björgunarfélag Árborgar deildi nú fyrir skömmu.

Mynd/Björgunarfélag Árborgar
Mynd/Björgunarfélag Árborgar
Mynd/Björgunarfélag Árborgar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×