Segir tólf ára dreng hafa ráðist á pólskan son sinn vegna upprunans Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. ágúst 2015 23:31 Davíð Sebastian Ert missti meðvitund við höfuðhöggið. Mynd/Sylwia Bjarnadóttir „Ég varð bara í sannleika sagt alveg brjáluð og fór bara að gráta þegar ég sá hvernig hann leit út eftir þetta,“ segir Sylwia Bjarnadóttir, móðir hins tólf ára gamla Davíðs Sebastians Ert sem ráðist var á í Breiðholti í dag. Að sögn sjónarvotta hafði árásarmaðurinn, sem er jafnaldri Davíðs, veist að honum vegna pólsks uppruna hans en í aðdraganda áfloganna hafði hann öskrað á Davíð hin ýmsu fúkyrði. „Hann kallar á hann „helvítis pólverji“ og annað í þeim dúr sem honum þótti ekkert gaman að heyra,“ segir Sylwía. Davíð hafi því ákveðið að svara á móti en áður en hann vissi af lá hann meðvitundarlaus á stéttinni eftir höfuðhögg. Tvær vinkonur Davíðs höfðu samband við lögregluna sem var skjót á vettvang og kallaði hún til sjúkraflutningamanna sem færðu Davíð á Landspítalann þar sem hann varði bróðurparti dagsins. Að sögn sjónarvotta brást móðir árásarmannsins illa við þegar hún sá hvernig í pottinn var búið. „Í stað þess að hjálpa syni mínum sem hún sér liggjandi í jörðinni á þá ákveður hún frekar að húðskamma vini Davíðs sem voru þarna að koma honum til aðstoðar og talaði alltaf um hann sem „litla Pólverjann,“ segir Sylwía. „Það er auðvitað ekki í lagi“ Sylwía hefur búið hér á landi í um átján ár og segir hún sig, blessunarlega, ekki hafa orðið fyrir barðinu á slíku aðkasti síðan hún flutti hingað til lands. Hún vonar að frásögnin af raunum sonar hennar verði til þess að einhverjir foreldrar muni tala við börnin sín um aðstæður barna af erlendum uppruna. Að þau reyni að hjálpa þeim að aðlagast í stað þess að einangra þau og gera að þeim gys „Það getur oft verið erfitt fyrir útlensk börn að koma frá öðru landi og þurfa að byrja í nýjum skóla og læra kannski nýtt tungumál. Þá er ekki gott að önnur börn séu að hlæja að þér fyrir að kunna ekki tungumálið nógu vel eða skilja ekki eitthvað og kalla eitthvað ljótt að þér, það er ekki gaman,“ segir Sylwía. Ekki náðist í lögregluna í Breiðholti vegna málsins. Tengdar fréttir Varð að vísa dreng í 5. flokki útaf vegna kynþáttaníðs "Það sem átti sér stað var að brotið var á leikmanni Fjölnis, sem er dökkur á hörund. Eftir brotið voru menn eitthvað að ýta í hvorn annan og ég fer til þeirra og ætla að róa menn niður,“ segir Aron Elvar Finnsson sem dæmdi leik Fjölnis og ÍBV í 5. flokki karla í knattspyrnu í dag. 30. ágúst 2015 20:30 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Ég varð bara í sannleika sagt alveg brjáluð og fór bara að gráta þegar ég sá hvernig hann leit út eftir þetta,“ segir Sylwia Bjarnadóttir, móðir hins tólf ára gamla Davíðs Sebastians Ert sem ráðist var á í Breiðholti í dag. Að sögn sjónarvotta hafði árásarmaðurinn, sem er jafnaldri Davíðs, veist að honum vegna pólsks uppruna hans en í aðdraganda áfloganna hafði hann öskrað á Davíð hin ýmsu fúkyrði. „Hann kallar á hann „helvítis pólverji“ og annað í þeim dúr sem honum þótti ekkert gaman að heyra,“ segir Sylwía. Davíð hafi því ákveðið að svara á móti en áður en hann vissi af lá hann meðvitundarlaus á stéttinni eftir höfuðhögg. Tvær vinkonur Davíðs höfðu samband við lögregluna sem var skjót á vettvang og kallaði hún til sjúkraflutningamanna sem færðu Davíð á Landspítalann þar sem hann varði bróðurparti dagsins. Að sögn sjónarvotta brást móðir árásarmannsins illa við þegar hún sá hvernig í pottinn var búið. „Í stað þess að hjálpa syni mínum sem hún sér liggjandi í jörðinni á þá ákveður hún frekar að húðskamma vini Davíðs sem voru þarna að koma honum til aðstoðar og talaði alltaf um hann sem „litla Pólverjann,“ segir Sylwía. „Það er auðvitað ekki í lagi“ Sylwía hefur búið hér á landi í um átján ár og segir hún sig, blessunarlega, ekki hafa orðið fyrir barðinu á slíku aðkasti síðan hún flutti hingað til lands. Hún vonar að frásögnin af raunum sonar hennar verði til þess að einhverjir foreldrar muni tala við börnin sín um aðstæður barna af erlendum uppruna. Að þau reyni að hjálpa þeim að aðlagast í stað þess að einangra þau og gera að þeim gys „Það getur oft verið erfitt fyrir útlensk börn að koma frá öðru landi og þurfa að byrja í nýjum skóla og læra kannski nýtt tungumál. Þá er ekki gott að önnur börn séu að hlæja að þér fyrir að kunna ekki tungumálið nógu vel eða skilja ekki eitthvað og kalla eitthvað ljótt að þér, það er ekki gaman,“ segir Sylwía. Ekki náðist í lögregluna í Breiðholti vegna málsins.
Tengdar fréttir Varð að vísa dreng í 5. flokki útaf vegna kynþáttaníðs "Það sem átti sér stað var að brotið var á leikmanni Fjölnis, sem er dökkur á hörund. Eftir brotið voru menn eitthvað að ýta í hvorn annan og ég fer til þeirra og ætla að róa menn niður,“ segir Aron Elvar Finnsson sem dæmdi leik Fjölnis og ÍBV í 5. flokki karla í knattspyrnu í dag. 30. ágúst 2015 20:30 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Varð að vísa dreng í 5. flokki útaf vegna kynþáttaníðs "Það sem átti sér stað var að brotið var á leikmanni Fjölnis, sem er dökkur á hörund. Eftir brotið voru menn eitthvað að ýta í hvorn annan og ég fer til þeirra og ætla að róa menn niður,“ segir Aron Elvar Finnsson sem dæmdi leik Fjölnis og ÍBV í 5. flokki karla í knattspyrnu í dag. 30. ágúst 2015 20:30