Óvissa um framtíð mýrarboltans á Ísafirði Jóhann Óli eiðsson skrifar 27. ágúst 2015 13:24 Það verða allir drullugir á Evrópumeistaramótinu í mýrarbolta. vísir/vilhelm Sú staða gæti komið upp að Evrópumótið í mýrarbolta á Ísafirði fari ekki fram á næsta ári en fyrir bæjarráði Ísafjarðarbæjar liggur tillaga þess efni að strandblaksvöllur rísi á þeim stað sem mýrarboltavöllurinn hefur staðið. Þann 7. ágúst síðastliðinn barst bæjarstjórn umsókn um framkvæmdaleyfi til að reisa strandblaksvöll skammt frá tjaldsvæðinu í Tungudal. Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til að leyfið verði veitt þegar samningur bæjarins við Mýrarboltafélagið rennur út en það gerist um næstu mánaðamót. Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi sínum á mánudag og hefur beðið aðstandendur hátíðarinnar um að skila greinargerð áður en ákvörðun verður tekin.Vilja ekki úthýsa neinum sé hjá því komist „Við viljum síður fara gegn vilja Mýrarboltamanna,“ segir Sigurður Hreinsson, formaður skipulags- og mannvirkjanefndar og bæjarfulltrúi Í-listans, í samtali við Vísi. Hann segir að það sé klárt að engar framkvæmdir hefjist nema leyfi fáist fyrir þeim og það verði ekki gert meðan samningurinn sé enn í gildi. „Við teljum að það sé pláss fyrir mikinn fjölbreytileika í bænum og viljum helst ekki úthýsa neinum sé hjá því komist.“ Jóhann Bæring Gunnarsson er aðalritari Mýrarboltans. Hann segir að hann, ásamt öðrum aðstandendum hátíðarinnar, fagni allri uppbyggingu íþróttamannvirkja í bæjarfélaginu.Engin loforð um Mýrarbolta á næsta ári „Við munum svara bænum en það er morgun ljóst að ef það rís blakvöllur þarna þá verður Evrópumótið í mýrarbolta ekki haldið oftar í Tungudal,“ segir Jóhann Bæring. Hann segir Mýrarboltafélagið vera tilbúið til viðræðna um nýja staðsetningu vallarins en enn hafi ekkert komið í ljós. „Frá því að mótið hófst höfum við aldrei lofað því að það mótið verði haldið aftur að ári og árið í ár er ekkert öðruvísi. Hingað til hef ég ekki skynjað það að verið sé að segja okkur að drulla okkur í burtu heldur frekar að vinna með okkur að því að finna annan drullugóðan stað. Það er þó ekkert öruggt í því frekar en öðru. Við munum allavega skila inn umsögninni og sjá svo til hvað gerist,“ segir Jóhann Bæring. Evrópumeistaramótið fór fram um verslunarmannahelgina í ár og var það í tólfta sinn. Gestum hefur fjölgað ár frá ári og eru meira að segja dæmi þess að fólk komi erlendis frá til að taka þátt. Hér að neðan má sjá myndir frá mótinu í ár. Mótið var fyrr á árinu valið sem önnur skrítnasta leiðin til að leika knattspyrnu af síðunni Copa90. Hér að neðan má sjá myndir frá hátíðinni í ár. Tengdar fréttir Allir leikir Mýrarboltans færðir fram á sunnudag Von er á skítaveðri á morgun og voru leikirnir því færðir til. 31. júlí 2015 18:48 Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00 Helgarveðrið á Ísafirði: Batnar þegar líða tekur á helgina Á sunnudaginn batnar veðrið svo um munar þegar vindinn lægir og sólin fer að skína. 30. júlí 2015 14:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Sú staða gæti komið upp að Evrópumótið í mýrarbolta á Ísafirði fari ekki fram á næsta ári en fyrir bæjarráði Ísafjarðarbæjar liggur tillaga þess efni að strandblaksvöllur rísi á þeim stað sem mýrarboltavöllurinn hefur staðið. Þann 7. ágúst síðastliðinn barst bæjarstjórn umsókn um framkvæmdaleyfi til að reisa strandblaksvöll skammt frá tjaldsvæðinu í Tungudal. Skipulags- og mannvirkjanefnd lagði til að leyfið verði veitt þegar samningur bæjarins við Mýrarboltafélagið rennur út en það gerist um næstu mánaðamót. Bæjarráð tók erindið fyrir á fundi sínum á mánudag og hefur beðið aðstandendur hátíðarinnar um að skila greinargerð áður en ákvörðun verður tekin.Vilja ekki úthýsa neinum sé hjá því komist „Við viljum síður fara gegn vilja Mýrarboltamanna,“ segir Sigurður Hreinsson, formaður skipulags- og mannvirkjanefndar og bæjarfulltrúi Í-listans, í samtali við Vísi. Hann segir að það sé klárt að engar framkvæmdir hefjist nema leyfi fáist fyrir þeim og það verði ekki gert meðan samningurinn sé enn í gildi. „Við teljum að það sé pláss fyrir mikinn fjölbreytileika í bænum og viljum helst ekki úthýsa neinum sé hjá því komist.“ Jóhann Bæring Gunnarsson er aðalritari Mýrarboltans. Hann segir að hann, ásamt öðrum aðstandendum hátíðarinnar, fagni allri uppbyggingu íþróttamannvirkja í bæjarfélaginu.Engin loforð um Mýrarbolta á næsta ári „Við munum svara bænum en það er morgun ljóst að ef það rís blakvöllur þarna þá verður Evrópumótið í mýrarbolta ekki haldið oftar í Tungudal,“ segir Jóhann Bæring. Hann segir Mýrarboltafélagið vera tilbúið til viðræðna um nýja staðsetningu vallarins en enn hafi ekkert komið í ljós. „Frá því að mótið hófst höfum við aldrei lofað því að það mótið verði haldið aftur að ári og árið í ár er ekkert öðruvísi. Hingað til hef ég ekki skynjað það að verið sé að segja okkur að drulla okkur í burtu heldur frekar að vinna með okkur að því að finna annan drullugóðan stað. Það er þó ekkert öruggt í því frekar en öðru. Við munum allavega skila inn umsögninni og sjá svo til hvað gerist,“ segir Jóhann Bæring. Evrópumeistaramótið fór fram um verslunarmannahelgina í ár og var það í tólfta sinn. Gestum hefur fjölgað ár frá ári og eru meira að segja dæmi þess að fólk komi erlendis frá til að taka þátt. Hér að neðan má sjá myndir frá mótinu í ár. Mótið var fyrr á árinu valið sem önnur skrítnasta leiðin til að leika knattspyrnu af síðunni Copa90. Hér að neðan má sjá myndir frá hátíðinni í ár.
Tengdar fréttir Allir leikir Mýrarboltans færðir fram á sunnudag Von er á skítaveðri á morgun og voru leikirnir því færðir til. 31. júlí 2015 18:48 Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00 Helgarveðrið á Ísafirði: Batnar þegar líða tekur á helgina Á sunnudaginn batnar veðrið svo um munar þegar vindinn lægir og sólin fer að skína. 30. júlí 2015 14:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Allir leikir Mýrarboltans færðir fram á sunnudag Von er á skítaveðri á morgun og voru leikirnir því færðir til. 31. júlí 2015 18:48
Drullaðu þér vestur: Svona tæklar þú Mýrarboltann Mýrarboltinn er um helgina. Svona tekur þú þessa hátíð í nefið. Sérfræðingar Lífsins hafa talað. 29. júlí 2015 15:00
Helgarveðrið á Ísafirði: Batnar þegar líða tekur á helgina Á sunnudaginn batnar veðrið svo um munar þegar vindinn lægir og sólin fer að skína. 30. júlí 2015 14:00